SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 43
14. ágúst 2011 43 ið 2007 fyrir bókina Drömfakulteten sem er byggð á persónu Valerie Solanas sem er þekktust fyrir að hafa gert skot- árás á Andy Warhol sem hann þó lifði af. Hún skrifaði líka bækur og leikrit en frægast af ritum hennar er SCUM Manifesto sem er oft kallað öfga-fem- ínískt rit en samkvæmt gagnrýnand- anum Claire Dederer var það rit ákall til að losa plánetuna við karlkynið. Hún hefur einnig þýtt þetta manifesto yfir á sænsku og skrifað leikrit um Solanas. Síðasta bók hennar nefnist Darling River og kom út árið 2010. Denise Epstein (Némirovsky) Hún mun mæta og kynna verk móður sinnar, Irène Ném- irovsky, sem var úkra- ínskur gyðingur en dó í útrýmingarbúðum nas- ista aðeins 39 ára að aldri. Fyrst hraktist hún undan blóðþyrstum krumlum öfga-vinstri manna frá Úkraínu yfir til Frakklands en endaði í blóðþyrstum krumlum nasista í Auschwitz. Hún gaf út margar bækur fyrir andlát sitt og var erfitt samband hennar við móður sína oftast kjarninn í þeim. Í haust kemur út hjá Forlaginu bókin Frönsk svíta eftir Némirovsky í íslenskri þýðingu og einnig verður sett upp ljósmyndasýning um ævi Ném- irovsky í Borgarbókasafninu. Nawal El Saadawi Það er fengur að þessari skáldkonu sem er ekki aðeins þekkt úr bókmennta- heiminum heldur einnig þeim pólitíska. Hún er læknir en var búin að gefa út bækurnar I learned love og Memoirs of a Woman Doctor fyrir þrítugt. Hún varð samt fyrst virklega þekkt eftir að hún gaf út bókina Women and Sex sem vakti mikinn óróa í heimalandi hennar. Í Egyptalandi hefur hún sætt ofsókn- um vegna ögrandi skrifa sinna. Hún var fangelsuð fyrir mótmæli árið 1981 og flúði landið árið 1988 vegna morðhótana öfgamanna. Saadawi var áberandi í mótmælunum á Tahir-torgi fyrr á þessu ári, þar sem mótmælendur knúðu fram stjórn- arskipti. Pia Tafdrup Árið 1999 fékk hún Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ljóðabók sína Dronn- ingporten. Hún hefur einnig sent frá sér skáldsögur og leikrit en þekktasta verk hennar er líklega ljóðabókin Krystalskoven. Hún á sæti í hinni dönsku og einnig evrópsku akademíu ljóðsins. Vikas Swarup Allir þekkja skáldsög- una Viltu vinna millj- arð sem varð met- sölubók um allan heim og vinsæl bíómynd var gerð eftir henni. Höf- undur bókarinnar mun mæta á hátíðina en hans aðalstarf er diplómatía. Hann skrif- aði meðal annars metsölubókina frægu í hjáverkum um nokkurra mánaða skeið í London. Önnur skáldsaga hans, Sex grunaðir, kom út hjá Landi og sögu árið 2009 í þýðingu annars gests á hátíðinni: Ísaks Harðarsonar. Ísak Harðarson Skáldið hefur lítið tran- að sér fram á ferli sín- um og því einstakt tækifæri til að berja hann augum er hann mætir á hátíðina. Ísak vakti mikla athygli strax með sinni fyrstu bók Þriggja orða nafn sem kom út árið 1982 og eftir það hefur það ávallt verið viðburður þegar bók eft- ir hann kemur út. Safnrit með ljóðum hans kom út árið 2000 sem nefnist Ský fyrir ský. Hann hefur einnig sinnt þýð- ingum og meðal annars þýtt Swarup og bókina Taumhald á skepnum eftir Magnus Mills. Bergsveinn Birgisson Fyrir þá sem fylgjast vel með í bókmenntaheim- inum hefur Bergsveinn verið kunnur. En hann náði fyrst hressilega til almennings með síð- ustu bók sinni Svar við bréfi Helgu sem kom út fyrir síðustu jól en þar voru krassandi ástarjátningar á kjarn- yrtri íslensku. Bergsveinn hafði áður vakið athygli, meðal annars með skáld- sögunni Landslag er aldrei asnalegt sem kom út árið 2003. Bjarni Bjarnason Hann gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1989 og síðan þá hefur nánast komið út bók á ári hjá höfundinum. Hann vakti fyrst almenna athygli fyrir hina fallegu skáldsögu sína Endurkoma Maríu sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverð- launanna árið 1996. Skáldsaga hans Mann- ætukonan og maður hennar vann til Bók- menntaverðlauna Hall- dórs Laxness árið 2001 og bókin Andlit sem kom út árið 2003 var án vafa ein besta bók þess árs. Síðasta skáldsaga hans, Leitin að Audrey Hepburn, kom út árið 2009. Oddný Eir Ævarsdóttir Hún hefur starfað á vettvangi skáldskapar og myndlistar um nokkura ára skeið, gaf út sjálfsævisögulegu skáldsöguna Opnun Kryppunnar árið 2004 og hefur þýtt og ritstýrt bókverkum. Síðasta skáldsaga hennar kom út árið 2009 og heitir hún Heim til míns hjarta. Kristín Marja Baldursdóttir Hún er einn ástsælasti rithöfundur þjóð- arinnar. Fyrsta skáld- saga hennar Mávahlát- ur kom út árið 1995. Eftir henni hefur bæði verið gert leikrit og bíómynd. Sögulegu skáldsögurnar Karítas án titils og Óreiða á striga urðu mjög vinsælar hér á landi og hafa verið þýddar á margar tungur. Síð- asta bók hennar kom út árið 2009 og heitir hún Karlsvagninn. Auk ofangreindra höfunda munu einnig mæta rithöfundarnir Paolo Gior- dano, Horacio Castellanos Moya, Steve Sem-Sandberg, Kristof Magnusson, Ingo Schulze, Matt Haig, Kristín Svava Tóm- asdóttir, Hallgrímur Helgason, Eiríkur Örn Norðdahl, Ragna Sigurðardóttir og Pétur Gunnarsson. ’ Það skemmtilega við Knausgard er að hann er rétt skriðinn yfir fertugt en er búinn að gefa út ein sex bindi af ævi- sögunni sinni. Frida Pinto lék eitt aðalhlutverkið í hinni vinsælu bíómynd Viltu vinna milljarð (Slumdog Millionaire) sem var gerð eftir skáldsögu indverska diplómatans Vikas Swarup en hann verður einn af gestum hátíðarinnar. Sara Stridsberg Irène Némirovsky Pia Tafdrup Vikas Swarup Ísak Harðarson Bjarni Bjarnason Bergsveinn Birgisson Oddný Eir Ævarsdóttir Kristín Marja Baldursdóttir

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.