SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 44
44 14. ágúst 2011 Fæstir hafa farið mikið lengra en í gegnum skylduverkin hjá Joseph Conrad sem eru Heart of Darkness og Lord Jim og kannski má setja Nostromo í þann flokk. En fyrir tilviljun greip ég í smásagnasafn hans sem var til sölu í bókabúð Eymundssonar, útgefið af Wordsworth Classics. Hann er engu síðri í smásögum sínum sem eru með þessum rólynda, þunga tón sem lokkar við Conrad. Sérdeilis er flott smásagan The Outpost of Progress sem höfundurinn sjálfur flokkaði sem sitt besta verk. Nafn sögunnar vísar til and- stæðu sinnar, enda eru aðalhetjur verksins hvorki fallegar né framfarasinnaðar. Hún fjallar um tvo Belga sem eru settir af fyrirtæki sínu á stöð sem er utan alfaraleiðar í frumskógum Afríku. Þeir höndla með fílabein en eru mjög latir og þjást af verkefnaskorti. Með tímanum verður andrúmsloftið þyngra og þyngra, þangað til þeir fara að rífast svo heiftarlega uppúr engu í hitanum og leiðindunum að annar verður hinum að bana. Það er hinn þungi árniður stílsins hans Conrads sem er svo heillandi. Hann sjálfur var pólskættaður Englendingur sem starfaði sem sjómaður allan fyrri hluta ævinnar. Sögurnar sem hann skrifaði seinni hluta ævi sinnar voru oftast tengdar sjómennsku og nýlendu- stefnunni sem var allsráðandi í heiminum á þeim tíma. En Conrad skrifaði bækur sínar í kringum næstsíðustu alda- mót. Sá síðan sama dag grein um ljóð Byrons lávarðar, Childe Harold́s Pilgrimage, í Guardian og ljóðasafn hans í öndvegi í bókabúð Eymundssonar og velti fyrir mér hvort þar væri tenging á milli. Settist yfir Byron-safn mitt um kvöldið til að lesa hið háróm- antíska ljóð hans sem gerði hann frægan á einni nóttu þegar hann var aðeins 24 ára gamall árið 1812. En það er aðeins hægt að komast í gegnum það allt ef menn eru á mjög rómantísku tímabili í lífi sínu. Mæli einnig með bók George McDonald Fraser, Flashman, sem er þægileg afþreying og nauðsyn- leg þeim sem vilja skilja skrítnar en hnyttnar vísanir breskra blaðamanna sem fjalla um ástandið í Afganistan. Flashman er James Bond- fígúra í stríðum Breta í Afganistan á 19.öldinni. Síðar áttu eftir að koma út bækur þarsem hann var miðpunktur í öllum átökum Breta á þeirri öld. Bækurnar voru mjög vinsælar í Bretlandi og á stundum heldur maður að kunnátta í þeim sé hluti af inntökuprófum inná deildir erlendra frétta hjá helstu bresku blöðunum. borkur@mbl.is Conrad, Byron og Fraser Byron lávarður Bóksölulisti Eymundsson 1. I Shall Wear Midnight - Terry Pratchett 2. Cross Fire - James Patter- son 3. Fall of Giants - Ken Follett 4. The Search - Nora Roberts 5. Postcard Killers - Patter- son & Marklund 6. The Leopard - Jo Nesbo 7. The Cobra - Frederick For- syth 8. Full Dark No Stars - Steph- en King 9. Port Mortuary - Patricia Cornwell 10. Secrets of the Grave - Tami Hoag New York Times 1. The Help - Kathryn Stoc- kett 2. Ghost Story - Jim Butcher 3. Full Black - Brad Thor 4. The Black Echo - Michael Connelly 5. Now You See Her - James Patterson & Michael Led- widge 6. A Dance With Dragons - George R.R. Martin 7. The Confession - John Gris- ham 8. A Game of Thrones - George R.R. Martin 9. Portrait of a Spy - Daniel Silva 10. Sarah’s Key - Tatiana de Rosnay Waterstone’s 1. Inheritance - Christopher Paolini 2. Sky Sports Football Ye- arbook 2011-2012 - Jack Rollin & Glenda Rollin 3. Ghost Story - Jim Butcher 4. Worth Dying For - Lee Child 5. The Power of Six - Pittacus Lore 6. People’s Republic - Robert Muchamore 7. The Affair - Lee Child 8. Lord of the Flies - William Golding 9. The House of Silk - Ant- hony Horowitz 10. Last Breath - Rachel Caine Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bóka- búðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölustúdenta, Bónus, Hag- kaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-Eymundssyni og Sam- kaupum. Rannsóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Bóksölulistinn Lesbókbækur Í Hefndargyðjunni eftir hina dönsku Söru Blædel er aðalpersónan Louise Rick, en ís- lenskir lesendur ættu að þekkja hana úr bókunum Kallaðu mig prinsessu og Aldrei framar frjáls. Lögreglukonan Louise þarf í Hefnd- argyðjunni að glíma við ýmis erfið verkefni. Ung stúlka deyr eftir að ofbeldisfullir unglingar hafa ráðist að móður hennar og skólafélögum og ung kona er skelfingu lostin eftir að hópur ofbeldis- manna skaut mann hennar til bana. Hefndargyðjan er dæmigerð seríubók að því leyti að langheppilegast er fyrir lesandann að hafa lesið fyrir bækur um aðalpersónuna. Reyndar ger- ir höfundur ráð fyrir að svo sé, því sagan er bein- línis skrifuð með það í huga að lesandinn viti ákveðna forsögu. Sá sem gerir það ekki fær að vísu nokkrar bakgrunnsupplýsingar sem hann verður svo að raða saman til að fá heildarmynd: „Já, þessi missti pabba sinn í síðustu bók. Já, þetta er senni- lega besta vinkonan sem hefur komið fram í fyrri bókum“ og svo framvegis. Helst minnir þetta á að ráða krossgátu. Konur í forgrunni Í Hefndargyðjunni eru þrjár konur í forgrunni: Lögreglukonan, vinkona hennar og móðir stúlk- unnar sem var myrt, og reyndar kemur sú fjórða, unga óttaslegna ekkjan, einnig allnokkuð við sögu. Það er ljómandi gaman að lesa bók þar sem konur eru í helstu aðalhlutverkum – og þar sem konur eru þar eru yfirleitt börn. Þau eru nokkur í þessari bók og þarfnast verndar í margvíslegum skilningi. Reyndar er eftirminnilegasti þáttur sög- unnar samband Louise við fósturson sinn, Jónas. Söru Blædel tekst langbest upp í lýsingum á þess- um hlédræga og yndislega dreng og sambandi hans við Louise sem er flókin manngerð. Aðalpersónan í norrænum sakamálasögum er oft einfari sem er sjálfum sér verstur og á erfitt með að mynda varanleg tengsl við aðra. Yfirleitt er þessi aðalpersóna karlmaður, en hér er kona sem er einmitt þessarar gerðar. Stundum er beinlínis eins og hún sé að neita sjálfri sér um það að verða hamingjusöm. Og einmitt þetta á sinn þátt í því að lesandinn les bókina af áhuga. Það er alltaf merki- legt að lesa um fólk sem er sjálfu sér verst. Börn í hættu Það virkar líka alltaf á lesandinn þegar börn eiga í vanda því hann ber eðlilega og sjálfsagða um- hyggju fyrir því að þau njóti öryggis. Hræðsla um að illa kunni að fara fyrir þeim skapar vissa spennu við lesturinn. Sara Blædel er sannarlega ekki eini norræni glæpasagnahöfundurinn sem veit af þessu. Börn eru áberandi persónur í þó nokkrum norrænum glæpasögum sem hafa nýlega komið út. Ófreskjan eftir Roslund og Hellström er sennilega mest hrollvekjandi bókin af þessu tagi, en þar er að finna ansi nákvæmar lýsingar á at- höfnum barnaníðings. Í Skindauða eftir Thomas Enger er aðalpersónan stöðugt með hugann við lát ungs sonar síns og börn eru sjálfsagður hluti af sögusviðinu í hinni stórfínu glæpasögu Náttbáli eftir Johan Theorin. Og sköpunarverk Jo Nesbø, Harry Hole, verður helst meyr þegar hann er með fóstursyni sínum, sem hann hefur reyndar tak- markaðan aðgang að. Kannski eru það börnin sem eru það mannleg- asta og bjartasta í mörgum norrænum spennusög- um þar sem drungi og grimmd er í fyrirrúmi og of margir fullorðnir hafa glatað sakleysi sínu. Hefndargyðjan er ekki sérlega vel skrifuð bók, engin tilþrif í stíl sjáanleg. Hún er hins vegar við- burðarík og spennandi. Fremur góð afþreying og ágæt viðbót í hina mjög svo auðugu glæpasagna- flóru. Það er svo aukabónus fyrir íslenska lesendur að í bókinni koma fram íslenskar persónur, sem eru reyndar ekki með öllu geðfelldar. Sara Blædel Skrifar um lögreglukonuna Louise Rick í Hefndargyðjunni. Ljósmynd/Jesper Sunesen Konur og spenna Hefndargyðjan er nýútkomin glæpasaga eftir Söru Blædel og þar er að finna íslenskar persónur. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.