SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 27
14. ágúst 2011 27 tónlistarhátíð í Malmö 18. ágúst og svo verður hún með sýningu í febr- úar. „Þar verð ég með sitt lítið af hverju af því sem ég hef unnið und- anfarin ár,“ segir hún. „Það var Þjóðverji sem fann mig og vill mark- aðssetja mig í Þýskalandi.“ Og hún hefur einnig komið að kvikmyndagerð, sá til dæmis um förðun í stuttmyndinni Tune for Two, sem kærastinn Gunnar Jörvstad leikstýrði og vakti mikla athygli á Youtube. „Hún fékk þrjár milljónir heimsókna á innan við þremur mán- uðum og eflaust eru þær orðnar fleiri núna. Þetta er ofbeldisfull mynd og það vottar fyrir blóði,“ segir hún og hlær. „Í kjölfarið var myndinni boðið á kvikmyndahátíðir í Frakklandi, Ítalíu, Hollandi og Wales, án þess við værum nokkuð að markaðssetja hana, og frönsk auglýsingastofa hafði samband og vildi koma honum á framfæri, en hann rekur framleiðslu- fyrirtækið Primodrom.“ Þyrluflug með Noomi Rapace Særún er hálfsystir leikkonunnar Noomi Rapace, sem lék í kvikmynd Ridleys Scott á Íslandi í sumar og sló í gegn sem Lisbet Salander í róm- uðum spennumyndum eftir sögum Stiegs Larssons. Þær hittust þegar Særún kom til landsins og fóru í þyrluflug um Ísland. „Það var geggj- að,“ segir Særún og ljómar. „Ég var með myndavélina og það var fallegt að horfa yfir landslagið – ég tók skemmtilegar myndir af jöklum.“ Það leit reyndar út fyrir að Særún myndi missa af Noomi. „Hún flaug heim að morgni og ég kom að kvöldi. Mér þótti það leiðinlegt, því ég hafði ekki hitt hana lengi. Svo frétti að hún þyrfti bara að skreppa einhverra erinda til Svíþjóðar, en kæmi aftur og yrði við tökur hjá Dettifossi. Þá bauðst mér að fara með frá Keflavík til Dettifoss og ég gat þá líka passað Lev [sjö ára son Noomi]. Við komum svo við á Akureyri um kvöldið og sváfum á Hótel KEA. Flugstjóri þyrlunnar var mjög skemmtilegur. Þyrluferðin var skemmtileg framan af, en svo flaug hann helst til hátt og ég spurði hvort hann gæti ekki farið upp og niður. Þá flaug hann beint upp í loftið og svo niður, það tók ekkert smávegis á taugarnar. „Ég get ekki horft,“ sagði Noomi. Og Lev fannst það svo skemmtilegt að hann hrópaði: „Upp og niður! Upp og niður!“ Hún þagnar kímin. „Núna verður Noomi örugglega reið við mig,“ segir hún og hlær. Ljósmynd/Særún Norén Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.