SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 26
26 14. ágúst 2011
Þ
etta var rosalega skemmtilegt
og um leið virkilega intensívt
– vinna, vinna, vinna,“ segir
ljósmyndarinn Særún Norén,
en hún sótti námskeið Mary Ellen Mark
og Einars Fals Ingólfssonar sem lauk í
vikunni. Særún var eini Íslendingurinn
sem sótti námskeiðið, en hún er hálf-
íslensk, dóttir Hrafnkels Karlssonar,
sem rekur hestabúgarðinn Valleröd í
Svíþjóð, og sænsku leikkonunnar Nínu
Noren.
Einlægur áhugi á öðru fólki
„Við tókum ljósmyndir alla daga í hálf-
an mánuð, hittumst á kvöldin og fórum
yfir myndirnar, til dæmis kom RAX
[Ragnar Axelsson] til okkar og það var
mögnuð upplifun!“ segir hún. „Eins
sáum við áhrifamikla heimildarmynd,
Streetwise, eftir [kvikmyndaleikstjór-
ann] Martin Bell, sem einnig kenndi á
námskeiðinu. Það var mikið lán að
komast á námskeið til Mary Ellen Mark,
sem hefur lengi verið uppáhalds-
ljósmyndarinn minn. Mig langaði á
námskeið sem hún hefur haldið í
Mexíkó, en svo frétti ég að hún yrði á
Íslandi og þá sótti ég um, enda hef ég
lengi ætlað að vinna verkefni hér. Það
var líka ánægjulegt að hún er ekki bara
góður ljósmyndari, heldur hlý og falleg
og heillandi.“
Nítján ljósmyndarar sóttu nám-
skeiðið og var farið yfir myndirnar
sem teknar voru á því síðasta daginn
eða á mánudaginn var. „Það var eft-
irtektarvert hversu nálgunin var ólík,
jafnvel þegar við fórum á sömu stað-
ina,“ segir Særún. „Mér fannst líka
gaman að kynnast spennandi fólki í
gegnum myndatökurnar, en það er
nokkuð sem einkennir þetta litla sam-
félag á Íslandi. Maður kynnist fólki
ekki eins vel í Svíþjóð. Hér er fólk
áhugasamara um annað fólk og ein-
lægara í áhuga sínum.“
Hún stenst ekki mátið.
„Og ég hef ákveðið að koma hingað
í framhaldinu og reyna að verða mér
úti um vinnu – skilja manninn og
hundinn eftir heima. Hann er líka að
vinna að kvikmynd, svo við sjáumst
ekki mikið.“
Til Íslands einu sinni á ári
Særún er farin til Flúða strax eftir við-
talið, þar sem hún ætlar að tína tóm-
ata fyrir frænku sína. „Það er til kom-
ast heim aftur,“ segir hún og hlær.
„Afi og amma búa líka á Flúðum og
fleiri ættingjar. En ég er líka í vinnu í
Svíþjóð hjá The Studio, þar sem ungu
fólki gefst tækifæri til að sitja fyrir
einn dag og er myndatakan skipulögð
í alla staði af fagfólki. Það er ágæt
reynsla, maður hittir mikið af við-
kunnanlegu fólki, en ég ætla ekki að
verja lífinu í þessu starfi. Ég vil heldur
fást við að festa tilveruna á filmu.“
Hún vinnur einnig á kaffihúsi í
Lundi. „Þetta er virkilega skemmtilegt
kaffihús, þar sem margir ólíkir kvistir
mannlífsins eru fastagestir, ungt fólk
og gamalt, og maður kynnist öllum
vel. Ég er byrjuð að taka portrett af
fólki sem vinnur þar og fastagestum.
Stundum er mikið að gera, en stund-
um lítið og þá er gott að geta gripið í
myndavélina.“
Særún hefur að jafnaði komið til Ís-
lands einu sinni á ári, en þegar hún
var yngri vann hún á sumrin hjá
ömmu sinni og afa á Flúðum og Helgu
föðursystur sinni. „Ég kom líka í hálft
ár með vinkonu minni,“ segir hún.
„Það var í fyrsta skipti sem ég kynnt-
ist Íslandi án fjölskyldunnar. Þá unn-
um við tíu tíma á dag við að tína
gúrkur og spergilkál og ferðuðumst
svo um landið um helgar með tjald í
skottinu. Ég er heilluð af landslaginu
og náttúrunni á Íslandi, vindinum og
himninum – og víðáttunum. Sjón-
deildarhringurinn er svo víður, því
hér eru engin tré að þvælast fyrir.“
Stuttmynd á Youtube
Næsta ljósmyndaverkefni Særúnar er
Vil festa
tilveruna
á filmu
Særún Norén var á námskeiði hjá Mary Ellen
Mark, ljósmyndaði dagana í lífi Reynis Péturs,
fór í þyrluflug um landið með hálfsystur sinni
Noomi Rapace, tínir tómata á Flúðum og ætlar að
setjast að um tíma á Íslandi.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Reynir Pétur nýtur lífsins í
sundlauginni á Sólheimum.
Særún Norén virðir fyrir sér
mannlífið á Kaffi tári í vikunni.