SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 42
42 14. ágúst 2011 É g hef áður sagt að það getur verið gott að grípa til málfræðihugtaka þegar skýra þarf málfarsleg at- riði. Oft heyrist sagt: Þeir fóru villur vega. En hér ber að líta á orðið villur sem lýsingarorð en ekki nafnorð í fleir- tölu. Þeir fóru því villir vega. Í Háva- málum talar sjálfur Óðinn og segir: Þá varð eg villur vega. Ef kona hefði ort vísuna þar sem þessi orð standa hefði hún þurft að nota kvenkynsmynd lýsingarorðsins: Þá fór ég vill vega. Barnið fer þá væntanlega villt vega (sbr. t.d. illur, ill, illt). Tökum annað dæmi. Ég heyrði konu segja í útvarpinu um daginn: Ég varð ekki var við neitt. Hún hefði þurft að segja: Ég varð ekki vör við neitt. Og ef barn væri til umræðu hefði verið sagt: Barnið varð ekki vart við neitt. Orðið var er hér semsagt lýsingarorð og beygist sem slíkt (var [kk], vör [kvk], vart [hk] o.s.frv.) Sum lýsingarorð taka reyndar ekki neinni beygingu og stigbreytast ekki. Þar á ég við lýsingarorð sem enda á -a: högg- dofa, ráðþrota, ómálga, forviða, dauðvona o.s.frv. (Verkefni við eldhúsborðið: Finnið tíu slík lýsingarorð til viðbótar!) En snúum okkur nú að öðru: Með haustinu er von á rafbókar- og prent- útgáfu (á vegum lestu.is) á Morgni lífsins, skáldsögu Kristmanns Guðmundssonar. Þessi saga kom fyrst út í Noregi árið 1929 og mun hafa verið þýdd á yfir 30 tungu- mál; og árið 1955 gerðu Þjóðverjar kvik- mynd eftir henni sem sýnd var um víða veröld. Nafn Kristmanns var á tímabili „á hvers manns vörum“ í Noregi svo vitnað sé til Vilhjálms Finsen sendiherra í bókinni Alltaf á heimleið. Morgunn lífsins var þýddur á íslensku árið 1932 af Guðmundi G. Hagalín og aftur árið 1952 af Helga Sæmundssyni. Höfund- urinn fluttist til Íslands skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina þegar frami hans var hvað mestur ytra. En hér mætti hann strax andstreymi. Fræg urðu orð Steins Steinars sem birtust í Þjóðviljanum 1948: „Kristmann Guðmundsson er ekki mikið skáld, og það er honum sjálfum ljóst.“ Steinn mun hafa iðrast þessara orða. Löngu síðar, þegar Kristmann var kominn á sjötugsaldur, mátti hann sitja undir neyðarlegum athugasemdum sér yngri skáldbræðra eins og m.a. kemur fram í síðasta bindi ævisögu hans. Í rauninni vekur það furðu hvað hann þurfti að þola að þessu leyti. Hann var kallaður „róg- sendill“ stjórnvalda, og þegar hann hafði fengið heiðurslaun listamanna sagði ungur rithöfundur að sú ráðstöfun „jafngilti því að hrækja í andlitið á hverjum einasta raunverulega listamanni þessa lands og spræna yfir alla þjóðina“ (sjá t.d. Þjóðvilj- ann 3. apríl 1964). Þegar ég var í háskóla hér heima kringum 1970 var þar aldrei á Kristmann minnst svo ég muni. Hann mun þá hafa verið bugaður maður. Andstaðan gegn Kristmanni var lituð af pólitík og persónulegri óvild. Þegar þann- ig er háttað er ekki alltaf getið um það sem höfundurinn hefur gert best. Morgunn lífsins er að mörgu leyti meistaraverk, vel skrifað og spennandi, um Norðlending sem fyrir gráglettni örlaganna sest að meðal Sunnlendinga og á þar lengstum við örðugleika að stríða. Þetta er hetjusaga um ástir, hefnd og hatur; saga um baráttu við óblíð náttúruöfl og grimmlynt sam- félag; saga um einelti. Ég er sannfærður um að bókin mun heilla nýja kynslóð, reyndar fólk á öllum aldri. Kristmann kann að segja sögu. Og hann kann miklu fleira. Hann kafar í djúp sálarinnar og skilgreinir mannlegan breyskleika og ör- lög. En svo kemur glensið og gamanið. Gefum aukapersónunni Hannesi gamla „langbrók“ orðið: „Nískustu manneskjur sem ég hef verið hjá,“ sagði hann, „voru foreldrar hans Stefáns hreppstjóra, já, sem ég er lifandi maður. Þetta var sultarvist árið um kring, smjörið þrátt og ólseigt og brauðsneið- arnar svo þunnar að maður sá gegnum þær, blessaðir verið þið. — En dugleg voru þau, hún ekki hvað síst, einstakur forkur, maður guðs og lifandi. Lét sér aldrei verk úr hendi falla. — Það var hún sem þeir sögðu — ja, þið hafið sjálfsagt allir heyrt þá sögu? — Einu sinni þegar þau voru háttuð og karlinn lét vel að kerlingunni, þá heyrir hann eitthvert tif þegar hæst stendur athöfnin, blessaðir verið þið. Og þegar hann fer að athuga þetta betur, þá hafði konan lagt hendurnar yfir um hann og var að prjóna, sem ég er lifandi maður! —“ „Sem ég er lifandi maður“ ’ Ég er sannfærður um að bókin mun heilla nýja kynslóð, reynd- ar fólk á öllum aldri. Krist- mann kann að segja sögu. Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Málið El ín Es th erJa hérna! Hvað heldurðu að Gutenberg myndi segja um svona rafbækur? Klósettkarlinn? Honum er örugglega alveg sama hvað fólk les á dollunni. Gutenberg, Pedró. Ekki Gustavsberg. B ókmenntahátíðin í Reykjavík verður sett í tíunda sinn mið- vikudaginn 7. september næstkomandi og mun standa til sunnudagsins 11. september. Hátíðin er einn af helstu viðburðum íslenska bókmenntasamfélagsins og er þema há- tíðarinnar norrænn sagnaarfur, lifandi samtímabókmenntir og hana munu sækja fjöldi erlendra og innlendra gesta. Hátíðin í ár verður tileinkuð minningu Thors Vilhjálmssonar sem var einn af upphafsmönnum Bókmenntahátíð- arinnar í Reykjavík árið 1985. Dagskrá hátíðarinnar fer fram í Norræna húsinu og í Iðnó. Í Norræna húsinu verða há- degisviðtöl, málstofur og fyrirlestrar, en á dagskránni þar eru líka Íslend- ingasagnaþing og útgefendamálþing. Í Iðnó munu höfundar lesa úr verkum sínum á kvöldin auk þess sem haldið verður bókaball í Iðnó, laugardags- kvöldið 10. september. Þá verða einnig dagskráratriði tengd Bókmenntahátíð í Reykjavík í Háskóla Íslands og í Borg- arbókasafninu. Verkefninu Bókmennta- borginni Reykjavík verður formlega hleypt af stokkunum á hátíðinni en einsog kunnugt er var Reykjavík út- nefnd ein af Bókmenntaborgum UNESCO í vor. Í útnefningunni segir meðal annars að Reykjavík státi af framúrskarandi bókmenntahefð í formi ómetanlegra miðaldabókmennta sem varðveittar eru í borginni og eru Íslend- ingasögurnar, Eddukvæði og Íslend- ingabók nefnd sérstaklega. Þá segir að þessi rótgróna hefð sýni sig í varðveislu, miðlun, bókmenntakennslu og kynn- ingu bókmennta í dag. Einnig er tekið til þess að svo fámenn borg sinni bók- menntum af svo miklum krafti sem raun ber vitni, með þátttöku og sam- vinnu ólíkra aðila sem koma að bók- menningu og miðlun bókmennta, svo sem útgefenda, bókasafna og rithöf- unda. Á hátíðinni í ár verða margir merkilegir höfundar og ber fyrstan að nefna Nóbelsskáldið: Herta Muller Hún er þýskumælandi rithöfundur frá Rúm- eníu. Hún hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 2009. En í tilkynn- ingu frá hátíðinni segir: „Hún hefur með „ein- beitingu ljóðlistarinnar og hreinskilni prósans að vopni dregið upp mynd af landslagi hinna landlausu,“ eins og nefndin orðaði það. Hún sætti ritskoðun og pólitískum ofsóknum í Rúmeníu og fluttist til Þýska- lands árið 1987, þar sem hún býr í dag. Bækur Hertu bera flestar mark þess harðræðis sem ríkti í Rúmeníu í stjórn- artíð einræðisherrans Ceaucescus. Skáld- saga hennar Ennislokkar einvaldsins kom út í íslenskri þýðingu árið 1995. Í haust er væntanleg íslensk þýðing nýj- ustu skáldsögu hennar, Atemschaukel,“ segir um hana. En svo er áhugavert skáld frá Noregi sem nefnist: Karl Ove Knausgard Hann er einn umtal- aðasti rithöfundur Norðmanna síðari ára. Það skemmtilega við hann er að hann er rétt skriðinn yfir fertugt en er búinn að gefa út ein sex bindi af ævisögunni sinni. Fæstar þeirra eru nein smásmíði, heldur um fimm hundruð blaðsíður hver. Bæk- urnar hafa notið mikilla vinsælda og fengið mjög góðar viðtökur hjá gagnrýn- endum en ekki eins góðar viðtökur hjá fjölskyldumeðlimum hans og fyrrverandi eiginkonu sem er ein aðalpersónan í stórum hluta verkanna og er brjáluð. Sjálfsævisöguverk hans nefnast Min kamp. Sara Stridsberg Hún er sænskur rithöfundur sem vann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs ár- Hátíð orðs- ins hefst í september Bókmenntahátíðin í Reykjavík hefst 7. sept- ember. Tileinkuð minningu Thors Vilhjálms- sonar. Nóbelsskáld og metsöluhöfundar verða meðal gesta. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Herta Mueller Karl Ove Knausgard Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.