SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Page 4
4 16. október 2011
Höfuðskáld Íslands á okkar tímum, á því getur enginn vafi
leikið, og það þótt margur undrist að svo grófur og sum-
part ruddafenginn maður skuli jafnframt geta verið alvöru
skáld. En bækurnar og verkin sem hann sendir reglulega
frá sér taka af allan vafa; þær slá í gegn hjá gagnrýn-
endum jafnt sem almenningi, eru þýdd á ótal tungur og í
seinni tíð er hann sterklega orðaður við Nóbelsverðlaun.
Hann er ótrúlega stórskorinn í útliti og ófríður að flestra
mati, samt tæmast göturnar ef hann er í sjónvarpinu, því
alltaf tekur hann upp á einhverju óvenjulegu; mætir
dauðadrukkinn í beinar útsendingar, þreifar á hinn dóna-
legasta hátt á kvenfólki, kallar menn fífl og aumingja, og
eitt sinn ældi hann í beinni útsendingu á gamlársdag þeg-
ar var verið að veita honum bókmenntaverðlaun Rík-
isútvarpsins.
Hann hefur alla tíð búið í Borgarnesi með Ásgerði kon-
unni sinni sem hann giftist ungur, þau eiga fullt af börnum
sem þykja á þann hátt stinga í stúf við föðurinn að þau
eru fríð og geðsleg. Tvö af börnunum hafa Egill og Ásgerð-
ur misst og olli það honum óstjórnlegri sorg eins og við er
að búast, og telja sumir að bókin „Sonartorrek“ sem hann
samdi í framhaldi af því sé hans mesta snilldarverk; full af
hreinum og heitum tilfinningum sem menn eiga erfitt með
að láta ríma við þennan drykkfellda og rustafengna kar-
akter. Nú er hann orðinn gamall og leiður á lífinu, sagt er
að hann langi á einhvern hátt til að ná sér niðri á þjóðinni.
Einar Kárason um Egil Skalla-Grímsson í nútímanum
Teikning/Halldór Baldursson
Í
tilefni Bókastefnunnar í Frankfurt ákvað einn að-
alstyrktaraðilinn, Actavis, að fá til liðs við sig þá
Einar Kárason rithöfund, Óttar Guðmundsson geð-
lækni og Halldór Baldursson teiknara í áhugavert
verkefni sem tengist sagnaarfinum. Valdar voru tíu höf-
uðpersónur fornsagnanna og sérfræðingarnir fengnir til
að færa þær inn í nútímann. Spurningum var velt upp
eins og: Hvað væru þessar persónur að gera í dag væru
þær uppi? Hvernig myndi þeim reiða af? Hvernig litu þær
út? Væru þær álíka áhrifavaldar í dag og á sínum tíma?
Svörin eru einstaklega áhugaverð og ekki skemmir fyrir
hve þau eru gamansöm.
Tíu þekktustu persónurnar valdar
Hjördís Árnadóttir, talsmaður Actavis, segir að starfsfólk
Actavis hafi langað til að gera eitthvað frumlegt í
tengslum við Bókamessuna og þegar þessi hugmynd kom
upp var hún gripin á lofti og henni hrint í framkvæmd.
Valdar voru tíu persónur úr Brennu-Njálssögu, Laxdæla-
sögu, Fóstbræðrasögu, Egilssögu, Grettissögu og Gísla-
sögu Súrssonar, persónur sem þóttu bæði athygliver-
ðastar og þekktastar. Þessar persónur eru þau Egill
Skalla-Grímsson, Guðrún Ósvífursdóttir, Kjartan Ólafs-
son, Þorgeir Hávarsson, Gunnar á Hlíðarenda, Hall-
gerður langbrók, Njáll Þorgeirsson, Grettir Ásmundarson
og Gísli Súrsson.
Þrátt fyrir að hafa skrifað mikið um þennan tíma hafði
Einar Kárason svo sem ekki mikið velt fyrir sér örlögum
þessara sagnapersóna í nútímanum áður en hann tók
þetta verkefni að sér. Af þeim 10 persónum sem hann,
Óttar og Halldór tóku fyrir þótti honum Hallgerður
áhugaverðust.
Egill er kennslubók í geðsjúkdómafræði
Í skrifum sínum hefur Einar gengið út frá því að persónur
sem voru uppi á 13. öld séu engu ólíkari en þær persónur
sem verða á vegi okkar í dag og þannig nálgaðist hann
einmitt þetta verkefni. Það sem kom síðan skemmtilega á
óvart þegar haft var samband við Óttar Guðmundsson
var að hann nálgaðist þetta viðfangsefni á nákvæmlega
sama hátt og Einar.
„Ég hef lengi velt fyrir mér ýmsum persónuleikarösk-
unum og geðsjúkdómum í Íslendingasögum. Egill Skalla-
Grímsson er eins og gangandi kennslubók í geð-
sjúkdómafræði. Hann er náttúrulega með ótrúlega marg-
ar geðgreiningar og það er því mjög spennandi að velta
fyrir sér hvernig þessum manni myndi reiða af í nútíma
þjóðfélagi með allar þessar geðgreiningar. Hann er svo
mikill ofbeldismaður og sýkópat að annað hvort hefði
hann endað á Litla-Hrauni eða að snilligáfan hefði orðið
yfirsterkari og hann hefði fengið Nóbelsverðlaun. Svo eru
aðrir sem eru ekki með neina snilligáfu eins og Grettir
Ásmundsson sem er mjög siðblindur og er eiginlega með
alls konar hegðunarraskanir sem barn þannig að hann
hefði ekki átt neinn möguleika í nútímasamfélagi. Hann
hefði eytt ævinni ýmist í fangelsum, á meðferðarstofn-
unum eða á réttargeðdeildinni að Sogni,“ sagði Óttar
Njáll lögfræðingur og Þorgeir glæpon
Óttar er þó sannfærður um að framtíðin hefði verið mjög
björt hjá Njáli og að hann hefði örugglega orðið prófessor
í lögfræði við háskólann. „En hann hefði verið í alveg
vonlausu hjónabandi og alltaf verið að slást við þann þrá-
láta orðróm að hann væri samkynhneigður en að öðru
leyti hefði hann lifað ágætu lífi. Hann hefði verið ágætur
hæstaréttardómari.“
Óttar segist viss um að allar þessar persónur hefðu
orðið áberandi í nútímasamfélagi, þó vegna ólíkra snilli-
gáfna eða skapgerðabresta. „Þorgeir Hávarsson hefði
orðið eftirminnilegur í nútímasamfélagi sem glæpon,
kraftlyftingamaður, handrukkari og dyravörður. Þetta
eru svo miklir karakterar allt saman, það er hreinlega
ekkert flatneskjulegt við þá. Þormóður hefði líka verið
mikill kvennamaður og skáld og rithöfundur,“ segir Ótt-
ar
Inni á vefnum actavis.is er hægt að lesa lýsingar þeirra
Einars og Óttars og skoða myndirnar hans Halldórs. Þar
gefst áhugasömum líka tækifæri á að koma á framfæri
sínum eigin lýsingum á hugsanlegum örlögum þessara
fornu stórstjarna.
Fornmenn
í nútíma
Rithöfundur, geð-
læknir og teiknari
nútímavæða höfuð-
persónur fornsagna
Vikuspegill
Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is
Ólík sýn Halldórs Baldurssonar teiknara á Hallgerði langbrók í Njálssögu og nútímanum.
Það eru ekki aðeins
álitsgjafarnir þrír sem
eru beðnir um að taka
þátt. Actavis kallar
einnig eftir áliti al-
mennings. Allir mega
setja fram sína tilgátu
um hvaða hlutverkum
aðalpersónur Íslend-
ingasagnanna myndu
gegna í samfélaginu
væru þær á lífi í dag.
Þeir sem eiga bestu til-
gáturnar geta unnið
ferð til Evrópu. Hug-
myndaríkir ritsnillingar
geta tekið þátt á acta-
vis.is.
Ef Njáll
væri vinur
þinn
Teikning/Halldór Baldursson