SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Page 16
16 16. október 2011
M
ér myndi aldrei detta í hug
að fara á bókastefnuna,“
segir hreinskilinn leigubíl-
stjóri í Frankfurt, sem
kennir sig við Persíu og á í nokkurri til-
vistarkrísu er hann ekur blaðamanni á
gistiheimilið. „Ég væri þó kannski til-
leiðanlegur að fara til að ganga í augun á
stúlku. Það væri þá pólska stúlkan í sál-
fræði sem ég hitti stundum. Hún les
mikið og er að pæla í bókmenntum.“
En þetta kvöld er þessi ungi lög-
fræðinemi, sem hefur ofan af fyrir sér
með því að keyra leigubíl, í nokkrum
vanda því auðvelt er að þéna vel vikuna
sem bókastefnan stendur yfir. En á sama
tíma bíður sænsk stúlka eftir honum og
býðst til að halda fyrir honum vöku fram
á nótt. Hann sýnir blaðamanni síma-
skilaboðin þar að lútandi og spyr: „Hvað
á ég að gera?“
7.500 sýningaraðilar
Hann er bókhneigðari leigubílstjórinn
sem ekur Andra Snæ Magnasyni í Köln.
Hann geispar í fyrstu áhugalaus og spyr:
„Ertu kominn langt að?“ Þegar Andri
svarar: „Frá Íslandi“, þá glaðvaknar
hann, segist hafa lesið að Ísland sé heið-
ursgestur í Frankfurt, fer með ljóð eftir
sænska skáldið Tomas Tranströmer, sem
fékk Nóbelsverðlaunin á dögunum, og
spyr svo Andra hvað hann hafi skrifað.
„Traumland,“ svarar Andri. Þá kemur
upp úr dúrnum að leigubílstjórinn hefur
lesið um bókina og þegar ferðinni lýkur,
þá segir hann uppnuminn: „Bara tíu
evrur!“ Andri þakkar afsláttinn og gefur
honum Bónusljóð sem nýkomin eru út í
Þýskalandi.
Það fer ekkert á milli mála að bóka-
stefnan í Frankfurt er fyrirferðarmikil í
þýsku þjóðlífi. Helstu sjónvarpsstöðv-
arnar eru með beinar útsendingar frá
staðnum og þegar blaðamaður flakkar á
milli stöðva á herbergi gistiheimilisins er
stöðugur fréttaflutningur þaðan, viðtöl
og annað efni. Og íbúar Frankfurt finna
einnig til þess að borgin fyllist af fólki frá
útlöndum, hótel og gistiheimili eru full-
bókuð á uppsprengdu verði og umferðin
er þung og svifasein.
Það segir sína sögu að 300 þúsund
sóttu bókastefnuna í fyrra, þar voru
rúmlega 7.500 sýningaraðilar frá 111
löndum, þar af rúmlega 3.300 frá Þýska-
landi en 13 frá Íslandi. Yfir tíu þúsund
blaðamenn sækja bókastefnuna, enda
eru um þrjú þúsund viðburðir haldnir
samhliða henni. En þetta er þó fyrst og
fremst samkomustaður bóksala og for-
leggjara.
Rauðvínsglasið dýrt
Íslensku bókaforlögin eru eins og gefur
að skilja öll í Frankfurt, tugir rithöfunda
á vegum Sögueyjunnar Íslands og margir
á eigin vegum, bæði til að upplifa þessa
stóru stund fyrir íslenskar bókmenntir,
en sumir öðrum þræði til að koma bók
sinni á framfæri við erlenda útgefendur.
Stöðugir upplestrar eru í íslenska skál-
anum og þar sitja íslenskir höfundar fyr-
ir svörum. Einn þeirra er Steinar Bragi,
Ertu
kominn
langt að?
Ísland skipar heiðurssess á bókastefnunni í
Frankfurt, sem stærst er sinnar tegundar í heim-
inum. Þar kennir ýmissa grasa.
Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
Þessi gestur brá sér út til að lesa – og lét ekkert trufla sig.
Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, og Dorrit Moussaieff bregða á leik.
Endurfundir Sigurðar Guðmundssonar og Horst Koske vöktu gríðarlega athygli á bókastefnunni.