SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 17
sem var að senda frá sér Konur í Þýska- landi. Hann staldrar við tvo daga í Frankfurt, en fer svo í upplestrarferð í átta daga um aðrar borgir. „Það vilja allir Konur,“ læðir hann að blaðamanni. Á kvöldin standa útgáfufyrirtækin fyrir veislum um alla borgina. Mörg þeirra eru haldin í Frankfurter Hof, sem er í miðborginni og leggja íslenskir bókaútgefendur gjarnan leið sína þang- að. Það virðist hinsvegar nokkuð und- arlegt að bókaiðnaðurinn haldi til á stað, þar sem rauðvínsglasið kostar 12 evrur eða um tvö þúsund krónur. En þá er til þess tekið, að bókaiðnaðurinn veltir mun hærri fjárhæðum í Þýskalandi og nýtur þess að hafa öfluga styrktaraðila. Það vakti til dæmis nokkra athygli er einn stjórnarmanna Audi talaði á blaða- mannafundi við opnun bókastefnunnar, Hvarvetna á bókastefnunni má sjá niðursokkna bókunnendur. Gestir í íslenska skálanum fylgjast grannt með. Margt var um manninn í íslenska skálanum í vikunni. ’ Það fer ekkert á milli mála að bókastefnan í Frankfurt er fyr- irferðarmikil í þýsku þjóð- lífi. Helstu sjónvarpsstöðv- arnar eru með beinar útsendingar frá staðnum og þegar blaðamaður flakkar á milli stöðva á herbergi gistiheimilisins er stöðugur fréttaflutningur þaðan, viðtöl og annað efni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.