SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Page 20
20 16. október 2011
H
vað er svona merkilegt við
það að vera hljóðbókaútgef-
andi, tónlistarkona, skúffu-
skáld, eiginkona og móðir?
Herdís Hallvarðsdóttir er allt þetta en
myndi aldrei hreykja sér af því eða fortíð
sinni í Grýlunum enda ákaflega kurteis
og viðkunnanleg manneskja.
„Það eru bara forréttindi að hafa dott-
ið inn í þessa grúppu,“ segir Herdís, sem
spilaði á bassa í þessari fornfrægu ís-
lensku kvennarokksveit. „Það var svo
mikil gróska í tónlistarlífinu á þessum
árum. Maður kynntist svo mörgum. Við
fórum víða, til Noregs, Danmerkur, Sví-
þjóðar og Bandaríkjanna, alla leið til Los
Angeles,“ segir hún, fyrir utan að ferðast
innanlands.
„Það var svo ótrúlegt hve margir
höfðu áhuga. Það voru alltaf að koma
ljósmyndarar og blaðamenn að hitta
okkur. Ég átti ekki von á þessu þegar við
byrjuðum að æfa í bílskúrnum. Það virð-
ist eitthvað hafa verið við þessa hljóm-
sveit, kvennahljómsveit sem var ekki
neinar „rólegar til baka-stúlkur“ heldur
svolítið aggressívar konur,“ segir hún en
flestir þekkja áreiðanlega lög eins og
„Ekkert mál“, „Sísí“ og „Fljúgum
hærra“.
Grýlurnar sungu „Hvað er svona
merkilegt við það að vera karlmaður?“ í
fyrstnefnda laginu. „Ég var um daginn í
matarboði með fólki á mínum aldri. Ég
var sjálf ekkert að tala um Grýlurnar en
einhver bað um þetta óskalag í restina.
Það hafði verið uppáhaldslag hjá ein-
hverjum úr hópnum í öll þessi ár.“
Lög Grýlanna hafa lifað lengi með
þjóðinni og það er ekki síst fyrir tilstilli
hinnar sígildu og ofurvinsælu gaman-
myndar Með allt á hreinu en Herdís
nefnir að gerð myndarinnar hafi verið
eitthvað það skemmtilegasta við þetta
tímabil. „Þetta var svo frískt fólk, Stuð-
mennirnir og þeirra aðstoðarmenn og
auðvitað hinar stelpurnar í Grýlunum.
Það voru allir svo kraftmiklir, hug-
myndaríkir og ungir. Hlutirnir voru bara
gerðir, þessi mynd var gerð fyrir lítinn
pening en gekk upp. Þó við værum öll
meira og minna bara popparar var leik-
stjórinn Ágúst Guðmundsson búinn að
geta sér gott orð. Það er bara eitthvað
svo létt yfir þessari mynd.“
Herdís segir að þrátt fyrir allt hljóm-
sveitastússið hafi hún verið „bara venju-
leg manneskja með þriggja ára stelpu. Ég
þurfti að fá pössun þegar ég fór á æfingar
og bjó í leiguhúsnæði og þurfti að flytja
tvisvar á ári. Það var engin lognmolla
þessi ár.“
Saknarðu þess í dag að sjá ekki fleiri
stelpusveitir?
„Mér finnst gaman að sjá stelpu-
hljómsveit en alveg jafn gaman að sjá
stelpur í hljómsveit að spila á hljóðfæri,
sérstaklega ef þær spila á þessi hljóðfæri
sem strákar voru einir um að spila á
lengi vel eins og trommur og bassa.“
Herdís lifir alls ekki í fortíðinni heldur
hefur gaman af því að fylgjast með því
sem er að gerast. „Núna finnst mér vera
komin aftur svo mikil gróska í tónlistina.
Ég fór á Músíktilraunir í vor en strák-
urinn minn var að keppa. Hann komst
ekki í úrslit en ég var svo spennt að ég
fór á úrslitakvöldið og eignaðist þar eina
af mínum uppáhaldshljómsveitum,
Samaris,“ segir hún en sú hljómsveit er
einmitt skipuð báðum kynjum og dáist
Herdís að því að hún sé komin með
„eigið sánd svona snemma“.
Vinsældir bjórlíkisins
Herdís er búin að spila á hljóðfæri síðan
hún var barn og lauk tónlistarferlinum
ekki eftir Grýlurnar. „Ég spilaði í nokkur
ár með pöbbahljómsveitinni Hálft í
hvoru. Við spiluðum fimm kvöld í viku,
þá var bjórlíkið vinsælt og mikið að
gera. Eftir það stofnaði ég dúett með
konsertpíanista, Helgu Bryndísi Magn-
úsdóttur. Ég var með bassann og hún
spilaði á píanó en við sungum báðar,
hún þó meira en ég. Síðan fór ég í
hljómsveit sem heitir Islandica og það
er næstum því skemmtilegasta tímabilið
af þeim öllum. Við vorum svo góðir
vinir og ferðuðumst út um allt, spil-
uðum á 2-300 tónleikum í átta löndum
fyrir utan hérna heima þar sem við spil-
uðum mikið fyrir erlenda ferðamenn og
hópa. Við spiluðum þjóðlögin, sungum
þau á íslensku en útskýrðum svo text-
ana og kynntum þannig íslenska menn-
ingu.“
Hún kynntist eiginmanninum Gísla
Helgasyni í Hálft í hvoru, hann var líka í
Islandicu þannig að þau hafa mikið spil-
að saman en Gísli er blokkflautuleikari.
„Núna vinnum við saman, rekum sam-
an fyrirtækið Hljóðbók. Okkur líkar
ágætlega að vinna saman, enda búin að
gera það alla tíð.“
Gísli er frumkvöðull í hjóðbókaútgáfu
hérlendis og vann undir merkjum
Blindrafélagsins en núna hafa þau rekið
fyrirtækið Hljóðbók í sjö ár.
Þreföld útgáfa frá því í fyrra
Útgáfan hefur aldrei verið eins um-
fangsmikil og í ár. „Við erum að auka
útgáfu okkar næstum því þrefalt frá í
fyrra. Annað sem gerðist var að við
náðum samkomulagi við útgefendur að
gefa út hljóðbækur á sama tíma og
prentuðu útgáfurnar,“ segir hún en það
hafði ekki verið gert áður nema með ör-
fáum undantekningum og má þar helst
nefna Útkallsbækur Óttars Sveinssonar.
„Í ár verða þetta svona tíu til fjórtán
Hugsar á
breiddina
Herdís Hallvarðsdóttir er stundum kennd við Grýlurnar þó hún einbeiti
sér núna að útgáfu hljóðbóka með eiginmanni sínum Gísla Helgasyni. Tón-
listin er henni í blóð borin, hún hefur spilað í barböndum, þjóðlagasveitum
og í kirkjum og fylgist líka með Músíktilraunum. Hún er ennfremur hrifin
af textum og textagerð og lumar á ljóðabók ofan í skúffu.
Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
bækur sem koma út samtímis prentuðu
bókunum.“
Hljóðbók er fyrir alla, segir Herdís og
bætir við að til dæmis sé hægt að hlusta í
göngutúr, í bílnum eða líkamsræktinni.
„Fólk með ung börn getur hlustað á
bækur meðan það sinnir húsverkunum,“
segir hún og bætir við að barnaefnið sé
alltaf vinsælt.
Henni finnst sjálfri gott að hlusta á
góðan upplestur. „Ég hlusta og les jöfn-
um höndum. Það er gaman að hlusta og
þá sérstaklega ef lesarinn er góður,“ seg-
ir Herdís og útskýrir að upplifunin verði
önnur. „Bókin verður hreinlega meira
lifandi.“
Varðandi útgáfu haustsins þá er hún
hvað spenntust fyrir nýrri skáldsögu
Sigrúnar Davíðsdóttur um bankahrunið
og spáir henni mikilli velgengni.
Hún segir að hljóðbókin hafi fest sig í
sessi í nágrannalöndunum samhliða
prentuðu útgáfunni. „Þær hafa verið
seinni að koma fram á Íslandi, kannski af
því þetta er svo lítið land,“ segir hún og
útskýrir hvernig þessi tvö form, prentuð
bók og hljóðbók, styðji hvort annað.
„Ef það kemur út hljóðbók á sama
tíma hjálpar hún prentuðu bókinni og
öfugt. Þetta er bara viðbót. Þetta er ekki
ein kaka sem minnkar út af tveimur
miðlum heldur stækkar markaðs-
hlutfallið. Það er bara mjög gott fyrir
okkar menningu að það sé hægt að fá
bókina á þessu formi.“
Nýjasta hljóðbókin er Hausaveið-
ararnir eftir hinn geysivinsæla norska
spennusagnahöfund Jo Nesbø, sem kom
út á sama tíma og prentaða bókin. Fyrir
áhugasama má líka geta þess að kvik-
mynd eftir sömu bók verður frumsýnd
21. október.
Af öðrum nýjum hljóðbókum af allt
öðru tagi má nefna bók séra Solveigar