SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Qupperneq 21
16. október 2011 21
Láru Guðmundsdóttur, Aðgát skal höfð í
nærveru sálar, sem kom út sama dag og
bókin.
Titlarnir hjá Hljóðbók verða eitthvað
um 26 í ár, bæði nýjar bækur og sígildar
bækur. „Við reynum að hafa alla flóruna.
Við verðum að hugsa á breiddina,“ segir
hún en upplýsingar og verslun er að
finna á hljodbok.is.
Herdís er ekki aðeins mikið fyrir tón-
list heldur líka texta, sem er ein ástæða
þess að hún heldur mikið upp á þjóð-
lagatónlist. Hún hefur skrifað smásögur
og talsvert mikið af ljóðum. „Þegar ég
var fyrst að fást við þetta fyrir mörgum
árum birtust stundum ljóð eftir mig í
Lesbókinni. Ég man þegar ég sá í fyrsta
skipti ljóð eftir mig á prenti, ég vissi ekki
hvert ég ætlaði. Ég fékk einhverja þús-
undkalla fyrir og í póstinum var þetta
tæknin hefur gert fyrir blinda og sjón-
skerta. „Þegar Gísli og bróðir hans Arn-
þór voru í menntaskóla og svo í háskóla
þurfti að lesa upp allar bækur fyrir þá.
Mamma þeirra ásamt fólki í kringum þá
las bók eftir bók inn á segulband. Núna
getur talgervill gert þetta rafrænt.“
Þeir sem geta lesið af blaði gera það
samt ekki alltaf. Herdís segir að foreldrar
hringi í Hljóðbók á vissum árstímum og
hljómar þá samtalið jafnan einhvern
veginn svona: „Unglingurinn minn er í
skóla og þarf að fara í gegnum þessa bók
á stuttum tíma. Eigið þið hana á hljóð-
bók? Þá er það kannski einhver Íslend-
ingasaga eða klassísk bók. Stundum eig-
um við hana til og stundum ekki. Og
þegar við eigum hana er svarið alltaf í
miklum feginstóni: Ég kem bara á eftir!“
Dóttirin í hönnun og sonurinn í tónlist
Dóttir Herdísar heitir Bryndís og er núna
31 árs. „Gísli fékk hana á fæti, hún var
fjögurra ára þegar við kynntumst. Ég átti
bíldruslu og stelpuna og hann átti hálfa
íbúð svo þetta passaði ágætlega saman,“
grínast Herdís. Bryndís lagði fyrir sig
fatahönnun, er menntuð frá LHÍ en býr
núna í Bretlandi og er að vinna að því að
koma með sína eigin línu.
Strákurinn þeirra heitir Helgi Tómas,
18 ára menntaskólanemi.
„Við reyndum að gera stelpuna að
tónlistarmanni en hún baðst vægðar eftir
nokkur ár,“ segir Herdís.
„Strákurinn er trommari. Hann var að
læra á píanó og hann baðst líka vægðar
þar. Þá spurðum við hann hvort hann
vildi velja sér annað hljóðfæri og úr varð
að hann fór að læra á trommur og hefur
gert það í mörg ár. Núna er hann búinn
að leggja bílskúrinn undir hljómsveitina
sína. Bílskúrsbandið æfir innan um
hljóðbókalagerinn!“
Herdís heima í Skerjafirðinum
með hundinn Bjart, sem er af teg-
undinni Papillon (fiðrildahundur)
og er sjö mánaða gamall.
Morgunblaðið/Kristinn
’
Ef maður ætlar
að skrifa verður
maður að skrifa
á góðum tíma dags
þegar maður er
óþreyttur. En ég á
mér draum um að
fara aftur að skrifa á
góðum tíma dags og
það kemur kannski
að því.
Úrklippur úr safni Herdísar um tíma
hennar í hinni vinsælu kvennarokk-
sveit Grýlunum.
merkt „ritlaun“. Mér fannst þetta
merkilegra en að leika í Með allt á
hreinu.“
Herdís er í fullri vinnu hjá Hljóðbók.
„Ef maður ætlar að skrifa verður maður
að skrifa á góðum tíma dags þegar mað-
ur er óþreyttur. En ég á mér draum um
að fara aftur að skrifa á góðum tíma dags
og það kemur kannski að því.“
Skyldi hún luma á skáldsögu?
„Nei, ég get ekki sagt það. Maður veit
svo sem ekki hvað gerist. Ég var með
heila ljóðabók sem lenti ofan í skúffu
fyrir mörgum árum en dró hana aftur
upp um daginn. Ég hef líka sent frá mér
plötur með tónlist við eigin texta og
finnst mjög gaman að vinna með texta,“
segir hún en platan Það sem augað ekki
sér inniheldur 15 lög eftir Herdísi með
trúarlegum textum sömuleiðis eftir
hana.
Biblían er perlan hennar
„Ég fór að stúdera Biblíuna, tók hana og
setti upp á píanóið og fór að spila. Lögin
komu á færibandi. Ég réð góða tónlistar-
menn með mér og gerði disk.“
Hún byrjaði að glugga í Biblíuna um
tvítugt og gerði það af og til í fimmtán ár
áður en hún uppgötvaði það sem hún
kallar „perluna sína“.
„Svo hef ég líka spilað í kirkju-
hljómsveitum hjá fríkirkjum eins og
Veginum, Fíladelfíu og fleirum. Ég spila
minna núna en þetta var hluti af lífi
mínu í mörg ár. Ég fór í kirkju á sunnu-
dögum og spilaði. Núna fer ég bara í
kirkju og aðrir spila fyrir mig.“
Herdís og Gísli búa í Skerjafirðinum og
voru áður í Vesturbæ. „Ég mundi ekki
gera honum það að flytja úr hverfinu.
Það er mikið mál fyrir sjónskerta að læra
að rata.“
Hún vekur máls á því hvað tölvu-