SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Side 26

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Side 26
26 16. október 2011 Á tján ára Akureyringi, Arnari Þór Stef- ánssyni, var í vikunni dæmd 31 milljón króna í skaðabætur vegna „stórkostlegs gá- leysis“ starfsfólks Sjúkrahússins á Akureyri (FSA) sem olli Arnari Þór slíku líkamstjóni að hann er 100% öryrki. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu. Arnar var ellefu ára að aldri þegar hann fór í aðgerð á FSA og lenti í kjölfarið í öndunarstoppi og síðan hjartastoppi, í um það bil hálfa klukkustund, og vegna súrefnisskorts urðu heilaskemmdir jafn miklar og raun ber vitni. Hann er bundinn hjólastól, verulega spast- ískur, sér mjög illa og tjáir sig ekki. Addi nær sér aldrei Foreldrar Arnars Þórs eru Hanna Lára Magnúsdóttir og Stefán Ævar Rögnvaldsson. „Mér líður ekki eins og þetta sé einhver sigur; niðurstaðan er mér enginn létt- ir. Það hefur verið vitað að mistök voru gerð en samt er rosalega erfitt að heyra það loks viðurkennt form- lega,“ sagði Hanna Lára þegar blaðamaður Sunnudags- moggans heimsótti fjölskylduna á fimmtudaginn. Hjónin segja peningana ekki skipta meginmáli þó að sjálfsögðu muni þeir nýtast syni þeirra vel, og mörgum finnist upphæðin raunar mjög lág. „Það er ekki hægt að verðleggja lífið. Addi nær sér aldrei. Líf hans er ónýtt,“ segir Hanna. „Aðalatriðið fyrir okkur var að fá að vita hvað gerð- ist; hvers vegna Addi lenti í hjartastoppi, en það kem- ur ekki fram,“ segir Stefán. Þau vilja ekki síst að hægt verði að læra af því sem gerðist. FSA óskaði eftir því við Landlæknisembættið að rannsókn færi fram á orsökum þess að Arnar fór í öndunarstopp sem varð undanfari hjartastopps. Í lokakafla álitsgerðar Landlæknisembættisins segir m.a. að mjög erfitt, eða útilokað, sé að segja að einn þáttur öðrum fremur hafi óyggjandi haft úrslitaþýðingu í þessu tilviki. Jafnframt segir að allir þeir sem að mál- inu komu séu með mikla reynslu og þekkingu í fagi sínu og hafi brugðist við eins og ætlast má til af góðum og gegnum læknum undir svipuðum kringumstæðum. „Því miður er það svo að í meðferð mikið veikra sjúk- linga getur sjúkdómsgangur komið mönnum gjör- samlega í opna skjöldu og varð svo hér,“ segir í skýrsl- unni. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt vegna þess frábæra starfsfólks sem vinnur hér á gjörgæslunni því ég er viss um að allir töldu sig gera eins vel og þeir gátu. Það var bara ekki nóg,“ segir Hanna en þau hjón fundu sig knúin til þess að fara í mál við FSA, vegna þess að stofnunin hafnaði því að greiða þeim bætur. „Sjúkrahúsið taldi skýrslu Landlæknis svara öllum spurningum sem þyrfti að svara og vildi ekki bæta okkur neitt,“ segir Stefán. Þau hjónin þóttust þó skynja annað áður. „Mér brá mjög þegar ég las bréfið frá sjúkrahúsinu. Í fyrsta lagi ætlaði ég varla að trúa mínum eigin augum og í öðru lagi fannst mér hrein- lega eins og sjúkrahúsið væri að segja okkur að lög- fræðing úti í bæ vantaði vinnu,“ segir Hanna. Þrennt var í stöðunni; að láta gott heita, reyna að semja við FSA eða fara í mál við stofnunina. FSA var ekki tilbúið til samninga og því var ákveðið að höfða mál gegn íslenska ríkinu fyrir nokkrum árum. Stefán og Hanna fengu Sveinbjörn Gizurarson, pró- fessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, til þess að gera faglega úttekt á þeirri lyfjameðferð sem Arnar fékk á gjörgæsludeild FSA og var niðurstaða hans að sú lyfjameðferð og vökvameðferð sem Arnar Þór fékk hefði ekki verið í samræmi við eðlilegar verklags- reglur. Hefði þeim reglum verið fylgt hefði verið hægt að komast hjá atburðinum. Í vikunni komst svo fjölskipaður héraðsdómur að niðurstöðu, sem fyrr segir. Matsmenn, sem kvaddir voru til í málinu, sögðu að meðferð drengsins hefði ekki verið fullnægjandi í hvívetna en um hefði verið að ræða óvenjuflókið og erfitt sjúkratilfelli. Eftir hjarta- stoppið hefði öllum tiltækum endurlífgunaraðferðum verið beitt, en þrátt fyrir það tókst endurlífgun ekki fyrr en eftir 15 til 20 mínútur. Veikur í nokkra daga Upphaf alls þessar er að Arnar Þór var veikur í nokkra daga, með gubbupest að talið var. Hann hafði farið til heimilislæknis en ekki var álitið neitt alvarlegt að. Þegar Arnar lagaðist ekki var hann lagður inn á sjúkrahús og niðurstaðan varð sú að hann var tekinn í bráðaaðgerð vegna kviðverkja. Í ljós kom skemmd í görnum og lífhimnubólga. Viku eftir aðgerð var hann enn með garnastíflu og fór í aðra aðgerð. Það var á gjörgæsludeild eftir hana sem Arnar lenti í öndunar- stoppi og síðan hjartastoppi. Stefán segir lækna hafa verið um það bil að gefast upp við hjartahnoð, þegar púlsinn fór allt í einu aftur í gang og varð eðlilegur. Enginn viti enn hvers vegna. Arnar Þór var kældur og haldið sofandi í fimm sólar- Ekki hægt að verð- leggja lífið Líf ungra hjóna á Akureyri snérist á hvolf þegar ellefu ára sonur þeirra veiktist mjög alvarlega fyrir sjö árum. Honum voru dæmdar rúmlega 30 milljónir króna í bæt- ur frá ríkinu í vikunni vegna mistaka starfsmanna Sjúkrahússins á Akureyri Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Stefán Ævar Rögnvaldsson, Arnar Þór Stefánsson, Hanna Lára Magnúsdóttir, gleðigjafinn Fanney Erla Stefánsdóttir sem er tveggja ára og Ólöf María Stef- ánsdóttir, sem fagnaði tvítugsafmælinu í haust.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.