SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Page 31

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Page 31
16. október 2011 31 S ýningin Völuspá – A Nordic Fo- od Expedition er samstarfsverk- efni leikhússins Republique í Kaupmannahöfn, Norræna hússins og DILL veitingastaðar og byggist bæði á ævafornum textum Völuspár og norrænni matarmenningu. „Sýningin er ferðalag um heima skilningarvitanna þar sem mæri hefðbund- innar leiksýningar og máltíðar eru könnuð og þeim ögrað. Um er að ræða einstaka sýningu þar sem öll skilning- arvitin spila saman, sjón, heyrn og tilfinning og svo auðvitað bragð og ilman, í nýrri og ein- stakri túlkun á spádómi völvunnar. Sýningin er sett upp sem ferðalag um fagra byggingu Alvars Aaltos og nánasta umhverfi henn- ar, hvert rými fyrir sig táknar hluta text- ans og réttir sýningarinnar draga þá merkingu sérstaklega fram,“ segir í til- kynningu. Maturinn í sýningunni er skipulagður af danska matreiðslumeistaranum Mette Sia Martinussen, sem hefur m.a. slegið í gegn með Madeleines Madteater í Kaup- mannahöfn, og matreiðslumeistara Dill, Gunnari Karli Gíslasyni. „Við erum búin að laga þetta að ís- lensku hráefni,“ segir Gunnar. „Þetta verður mjög norrænt og töluvert ís- lenskt. Aðalrétturinn er unninn svolítið út frá þeirri tíð sem er núna, sem er slát- urtíðin. Meira segi ég ekki. Þetta er æð- islegt. Það væri ekki hægt að brjóta meira upp þetta hversdagslega líf. Við höfum aldrei tekið þátt í neinu af þessu tagi áð- ur. Þó að maður sé búinn að lesa mikið um þetta og búinn að vera með í und- irbúningnum frá upphafi rennur maður pínulítið blint í sjóinn með hvernig þetta á eftir að líta út á endunum, sem er mjög spennandi fyrir okkur,“ segir hann en þetta er vissulega einstakt verkefni, svo einstakt að fólk flýgur til Íslands frá bæði Danmörku og Bandaríkjunum gagngert til að koma á þessa sýningu. Skapa nýtt listform „Ég hef mikla ástríðu fyrir mat og er ágætur kokkur sjálfur og finnst gaman að fara út að borða á góða veitingastaði,“ segir leikstjórinn Martin Tulinius. „Ég hef unnið með Mette og fannst svo spenn- andi að segja þessa sögu frá allt öðru sjónarhorni.“ „Við sköpum andrúmsloft um allt hús- ið,“ segir hann en matarferðalagið byrjar í gróðurhúsinu og svo er líka við hæfi að það endi í kjallaranum með ragnarökum. „Við bjóðum fólki í ferðalag þar sem það getur upplifað söguna með matnum. Tilgangurinn er að reyna að láta 1 + 1 verða 3. Það er takmark okkar að skapa nýtt og áhugavert listform. Það gerist eitthvað töfrum líkast þegar þú ert ekki bara að horfa á leiksýningu heldur ert líka þátttakandi í henni.“ Verkið er frumflutt í kvöld, sunnu- dagskvöld, en aðeins verða haldnar sex sýningar dagana 23. október til 2. nóv- ember. Athugið að 24 áhorfendur geta að hámarki tekið þátt í hverri sýningu og eru miðar til sölu á midi.is. Þessir réttir verða ekki í leikritinu (matseðillinn er leyndarmál) en það var boðið uppá þetta norræna góðgæti á kynningarfundi um sýninguna. Þarna má sjá eggjakrem búið til með heyreyktri olíu borið fram með graslauk úr garðinum og ristuðu brauði, lífrænt ræktað bygg frá Vallanesi með steinseljuolíu, kotasælu og ristaðri gulrótarköku, bakaðan hlýra með kartöflum og rófum, sjávargrasi og sultaðri agúrku og lítinn desert sem er mysings- frauð með köku sem löguð er með danskri repjuolíu. Allt var þetta guðdómlegt á bragðið. Matarferðalag um norræna menningu Öll skilningarvitin verða virkjuð í sannkölluðu sælkeraleikhúsi í sýningunni Völuspá í Norræna húsinu þar sem lagt er upp í matarferðalag, sem fer um allt húsið. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Mikið er lagt uppúr búningum og allri stemningu í sýningunni. Bókasafnið í Norræna húsinu er einn af áfangastöðunum í matarferðalaginu um húsið. Bú- ið er að útbúa óhefðbundin borð úr bókum sem sýningargestir eiga eftir að sitja við. Leikstjórinn Martin Tulinius.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.