SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Qupperneq 40

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Qupperneq 40
40 16. október 2011 Lífsstíll J æja þá stendur Airwaves-helgin sem hæst. Kannski er ég bara lögst í rúmið akkúrat þegar þú lest þetta. Yfirkeyrð af hlaupum og þvælingi milli staða. Eða farin í heimsreisu sem rótari með einu band- inu. Urðum bara svo góðir vinir yfir ein- um köldum. Ég meina það er aldrei að vita hvað lífið færir manni. Ég gerðist svo fræg að fara á Airwaves á því merka ári 2007. Mér finnst það nú frekar hipp og kúl. Svolítið 2007 eins og sagt er. Þá fór ég án þess að vita mikið um tónlist- ina sem í boði var. Í ár er ég spenntari fyrir tónlistinni heldur en djamminu sem slíku. Án þess að vilja gorta hef ég kynnt mér slatta af tónlist síðan þetta var og kafað ofan í ýmislegt áhugavert. Einmitt það hef ég hlakkað til að heyra síðustu daga og er örugglega búin að fá dágóðan skerf nú þegar fjórði dagur há- tíðarinnar er upprunninn. Líklegast hef ég á síðustu dögum átt við nokkur tæknivandamál að stríða. Mér var nefnilega gert að tísta á Airwa- ves. Það er góð og gild íslenska fyrir það að setja inn stuttar og smellnar lýsingar á Twitter. Eins og t.d. „Brjálað veður og brjáluð stemning“ eða „Je dúdda mía, kann ekkert á þennan síma, en tónleik- arnir eru góðir.“ Hið síðarnefnda þvæld- ist nefnilega nokkuð fyrir mér í vikunni. En þegar allt var komið í höfn. Íslenskt lyklaborð á android-símann og aðgang- ur á Twitter tryggður tók ég að gleðjast. Gott er að eiga góða að þegar tækni- vandamál steðja að. Komu þar vinnufélagar sterkir til leiks. Svo virðist sem Airwaves hafi eftir allt saman haft í för með sér tæknibyltingu í lífi mínu. Síðustu daga hef ég því notið þess að hlusta á tónleika bæði erlendra og íslenskra tónlistarmanna með símann á lofti. Staðið úti í horni og pikkað inn um leið og ég hristi mig og skek. Ég hlýt þar með að vera enn meira hipp og kúl en 2007. Þá átti ég ekki einu sinni svona fínan síma. Pælið í því … Sænska söngkonan Robyn tryllti lýðinn með söng sínum á Iceland Airwaves í fyrra. Morgunblaðið/Ernir Tíst út um allar trissur Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Tæknibylting hefur orðið í lífi mínu. Nú fer ég tístandi um allt og því má þakka tónlist- arhátíðinni Airwaves. ’ Mér var nefnilega gert að tísta á Airwa- ves. Það er góð og gild íslenska fyrir það að setja inn suttar og smellnar lýs- ingar á Twitter. Það getur gert heilmikið að kaupa sér nýtt nagla- lakk. Það er kannski ekki alveg jafn skemmtilegt og að kaupa sér t.d. nýjan jakka eða fallegt par af skóm. En það er í það minnsta eitthvað nýtt og líklegast á mun lægra verði en fyrrnefnt. Naglalakk er líka eitt það heitasta í dag og sú tískuafurð sem selst hvað mest af. Já, það selst meira af naglalakki en varalitum í dag og sífellt er reynt að koma með nýjar og spenanndi gerðir og liti. Sé maður dökkklæddur frá toppi til táar er smart að vera t.d. með eldrautt naglalakk eða skærbleikt. Það poppar upp svarta litinn og er hægt að fá þessa liti í ótal litaafbrigðum. Eitt- hvað fyrir alla. Sumir taka sig til og mála negl- urnar í tveimur litum, t.d. dökk- og ljósbleikt til skiptis. Eða jafnvel svart naglalakk til móts við skæran lit. Á mínum unglingsárum fór ég svo langt að mála hverja nögl til helminga. Þá var kannski helmingurinn blár og hinn gulur. Eða grænn og bleikur. Ég man að þetta kostaði helj- armikla vinnu og oft þurfti ég aðstoðarkonu mér við hlið. Enda er ég bæði fremur klaufsk og skjálf- hent þegar kemur að því að setja á sig nagla- lakk. Ég held ég myndi nú ekki gera þetta í dag en ég á heilan lager af mismunandi lituðum naglalökkum heima. Það setur einhvern veginn punktinn yfir i-ið að lakka neglurnar í fallegum lit áður en haldið er út á lífið. Bleikt, gult eða rautt, naglalakk í öllum litum Ég segi það og skrifa. Dökkt súkkulaði er eitt það besta sem ég smakka þessa dagana. Það er bara svo unaðslega gott og einhvern veginn þarf maður minna af því en hinu. Bara nokkrir molar með kvöldkaffinu slökkva sykurþorstann. Um daginn benti samstarfskona mín mér á að Green and Black’s súkkulaðið með myntu væri dásamlegt. Svo að þar sem ég stóð við kassann í búðinni (nýkomin úr ræktinni) þá stóðst ég bara ekki mátið. Ég keypti mér eitt stykki og hef ekki séð eftir því í eina sekúndu síðan. Hvert einasta kvöld sem ég hef komið heim til mín með ánægð eyru eftir gott Airwaves-kvöld hef ég þakkað fyrir súkkulaðistykkið sem kúrir í ísskápnum. Yf- irleitt er maður orðinn mjög svangur eftir þvæling kvöldsins. Þá er ekkert betra en að fá sér smásnarl og full- komna það með tveimur súkku- laðibitum og mjólk- urglasi. Hver segir svo að maður geti sofað illa af því að borða súkkulaði rétt fyrir svefninn? (var það kannski ostur og súkkulaði í bland …) Ég hef alla vega sofið afar vært og rótt síð- ustu nætur með súkkulaðihúðað bros á vör. Súkkulaðisvefn

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.