Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Besta lausnin er að koma búpeningi
og framleiðslu af versta öskufalls-
svæðinu, að mati ráðunauta. „Svarta
svæðið“, eins og það er nefnt, nær
frá Steinum og austur að Hrútafelli
undir A-Eyjafjöllum. Fólk á svæðinu
hefur áhyggjur af velferð sinni og
finnst ekki vært þar, enda er and-
rúmsloftið verulega mengað vegna
svifryks. Börn hafa verið flutt af
svæðinu í skárra andrúmsloft.
Þetta kemur m.a. fram í skýrslu
Bændasamtaka Íslands um ástand á
áhrifasvæðum eldgossins í Eyja-
fjallajökli. Skýrslan var kynnt á
fundi í sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðuneytinu í gær. Hún var gerð
eftir að hópur héraðsráðunauta og
annarra starfsmanna Bændasam-
takanna og búnaðarsambanda fór
um áhrifasvæði eldgossins 11. og 12.
maí s.l. og heimsótti 120 bæi. Ráðu-
nautarnir könnuðu m.a. húsakost og
aðra aðstöðu, fóðurbirgðir, fóður-
þörf, mannaflsþörf og fleira.
Annars staðar undir Eyjafjöllum
eru bændur að hugleiða hvort þeir
eigi að bera á og sá í vor. Bændurnir
krefjast þess að reglulega verði tek-
in sýni til að meta eitrunaráhrif ösk-
unnar á skepnur og fóður.
Í heild er ástandið undir Eyjafjöll-
um betra en búast mátti við og menn
bera sig vel. Almennt er staðan góð
hvað varðar hey. Vandi sauðfjárbúa
er þó greinilegur og fólkið er orðið
þreytt. Dagamunur virtist vera á líð-
aninni. Öskufallsdagar bæði draga
úr fólki kjark og kraft en svo lagast
líðanin á milli.
Ráðstafanir til að útvega hey
Sveitarstjórnir Rangárþings
eystra, Mýrdalshrepps og Skaftár-
hrepps hafa falið Bændasamtökun-
um og Búnaðarsambandi Suður-
lands að afla upplýsinga um bændur
sem eru reiðubúnir að selja gott hey
til bænda á öskufallssvæðinu. Bæði
er um að ræða fyrningar sem hægt
er að flytja með skömmum fyrirvara
og eins hey sem aflað verður í sumar.
Bændur sem telja sig vera aflögu-
færa með hey eða geta útvegað hey
að loknum slætti eru beðnir um að
hafa samband við Bændasamtökin.
Verst á „svarta svæðinu“
Ástand kannað á 120 bæjum á áhrifasvæði eldgossins
Ráðstafanir gerðar til að útvega bændum nóg af heyi
Morgunblaðið/RAX
Vandinn vex Vandræði bænda
vegna eldgossins fara víða vaxandi.
Flóahrepp-
ur stefnir
Svandísi
Flóahreppur
stefndi fyrir
skömmu um-
hverfisráðherra,
Svandísi Svav-
arsdóttur, fyrir
að standa í vegi
fyrir uppbygg-
ingu í hreppnum.
Ráðherrann hef-
ur sem kunnugt
er neitað að stað-
festa aðalskipulag þar sem gert er
ráð fyrir virkjun við Urriðafoss.
Málið var þingfest í héraðsdómi
Reykjavíkur í byrjun maí, að sögn
Aðalsteins Sveinssonar, oddvita
Flóahrepps, í gær. „Við fórum fram
á flýtimeðferð og ráðuneytið fékk
frest til 1. júní til að skila grein-
argerð,“ sagði Aðalsteinn.
„Við sitjum uppi með að hafa ekki
neitt aðalskipulag sem merkir að við
getum ekki heldur ákveðið deili-
skipulag. Menn geta ekki einu sinni
reist hænsnakofa ef ekki er fyrir
hendi deiliskipulag. Þetta er ástand
sem hefur áhrif í um þriðjungi
hreppsins og á tugi aðila hér.“
Aðalsteinn
Sveinsson
Sveitarfélagið er án
aðalskipulags
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Engar hömlur voru á millilandaflugi hérlendis í
gær og flogið var á áætlun vestur á firði og til
Vestmannaeyja en ekki til Akureyrar eða Egils-
staða. Telji Isavia (áður Flugstoðir) ástæðu til að
takmarka flug vegna gosösku er aðeins átt við svo-
nefnt blindflug, treysti flugmenn sér til að fljúga
sjónflug mega þeir það en á ábyrgð flugrekenda.
Flugfélag Íslands flaug þannig ekki áætlunarflug
frá Reykjavík til Akureyrar enda þótt flogið væri
sjónflug þaðan til Grímseyjar og Vopnafjarðar, að
sögn Hjördísar Guðmundsdóttur hjá Isavia.
Horfur um flug í dag voru góðar nema til og
frá Ísafirði, þangað teygir sig í dag tota af ösku
samkvæmt spám. Sprengigos er áfram í Eyja-
fjallajökli, að því er sagði í tilkynningu frá Veð-
urstofu Íslands og jarðvísindadeild Háskólans í
gær. Má gera má ráð fyrir að yfir 200 tonn komi
nú upp úr gígnum á sekúndu hverri. Gjóskufalls
gætti á Norðausturlandi, gosmökkurinn var nokk-
uð stöðugur í um sjö km hæð. Stíf sunnan- og suð-
vestanátt var yfir eldstöðinni, nær jörðu var hins
vegar austlægari vindur sem blés áður fallinni
ösku til vesturs og norðvesturs.
Á loftmyndum sást að geysimikið rykmistur
var síðdegis yfir miklum hluta sunnanverðs lands-
ins, þ. á m. Reykjavík. Í Hrauneyjum urðu bílar
svartir vegna öskufalls. Einnig bárust fréttir af lít-
ilsháttar öskufalli á Hæli í Gnúpverjahreppi,
Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, Felli í Vopnafirði
og í Neskaupstað. Auk þess sást þunn slikja yfir
fjöllum norðan Seyðisfjarðar.
Rofar til í háloftunum á ný
Takmarkanir gætu orðið á Ísafjarðarvelli í dag vegna ösku úr Eyjafjallajökli
Millilandaflug ætti að verða í lagi enda allir stærstu vellir opnir fyrir blindflug
Gefinút kl. 18.00 í gær.Gildir til kl. 12.00 í dag.
Spá um öskudreifingu
Flug óheimilt og flugvöllum lokað.
Flug heimilt með sérstökum undan-
þágum og eftirliti.
Kjósendur í
sveitarstjórn-
arkosningunum
29. maí nk. geta
nú sent spurn-
ingar til fram-
bjóðenda í sínu
sveitarfélagi inn
á kosningavef
mbl.is.
Hægt verður að senda spurn-
ingar annað hvort skriflega eða
með því að senda myndskeið í gegn-
um sérstakan hnapp merktan „Þú
spyrð“.
Kosningavefur mbl.is birtir dag-
legar fréttir af kosningabaráttunni
og þeim málefnum sem barist er um
í hverjum landshluta fyrir sig.
Nýjung á kosn-
ingavef mbl.is
Mwww.mbl.is/kosningar
„Það er mikil veiði,“ sagði Sigurður Ingi Grétarsson,
smábátasjómaður frá Akranesi, sem kom í gær í land
með um 700 kíló af fiski, þar af um 600 kíló af þorski.
Sigurður er með yngstu útgerðarmönnum á landinu,
en hann er aðeins 21 árs. Félagi hans á bátnum í sumar
er Anton Örn Rúnarsson sem er 17 ára, en Anton var að
fara í sinn fyrsta róður í gær.
Sigurður segist í samtali við Morgunblaðið vera
ánægður með strandveiðarnar, en hann stundaði sjóinn
líka í fyrra. Það kosti að vísu talsvert mikið að gera
klárt fyrir veiðarnar, en þetta sé góð búbót. Sigurður
segir að nóg sé af fiski í flóanum. Bátarnir séu fljótir að
ná þeim afla sem þeim er heimilt að veiða á hverjum
degi. Aflann selur hann á markaði. egol@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Með Í́slands yngstu útgerðarmönnum
Drengur á fjórða ári lést á gjör-
gæsludeild Landspítalans á mánu-
dag eftir slys á róluvelli við fjöl-
býlishús í Rimahverfi í Grafarvog-
inum síðdegis á laugardag. Lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu
vinnur að rannsókn slyssins og
greinir ekki nánar frá málsatvikum
að svo stöddu.
Lést eftir slys á
róluvelli
Alþingi sam-
þykkti í gær
frumvarp um
breytingar á lög-
um um Bjarg-
ráðasjóð með 46
samhljóða at-
kvæðum. Með
lögunum er kom-
ið til móts við
bændur sem orð-
ið hafa fyrir bú-
sifjum vegna eldgossins í Eyja-
fjallajökli.
Lagabreytingin gerir ríkinu
kleift að leggja meira fjármagn til
Bjargráðasjóðs, eða um meira en 80
milljónir króna. Sjóðnum er m.a.
ætlað að bæta bændum tjón vegna
gossins sem aðrir bæta ekki. Lögin
fela einnig í sér að heimilt er að
greiða beingreiðslur til bænda þó
að framleiðsla kúabænda á ham-
farasvæðunum raskist eða liggi
niðri um tíma, svo minni líkur séu á
að bændur bregði búi. egol@mbl.is
Lög um Bjargráða-
sjóð samþykkt
Eldgos Kýr undir
Eyjafjallajökli.