Morgunblaðið - 19.05.2010, Side 7

Morgunblaðið - 19.05.2010, Side 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 Andri Karl andri@mbl.is Ríkisstjórnin hefur falið iðnaðarráð- herra að taka upp viðræður við for- svarsmenn kanadíska orkufyrirtæk- isins Magma Energy til að fara yfir þann auðlindasamning sem HS Orka gerði á sínum tíma. Í honum er gert ráð fyrir nýtingarrétti á orkuauðlindum á Reykjanesi til 65 ára með möguleika á framlengingu til 65 ára til viðbótar. Forsætisráð- herra segir fáránlegt að hægt sé að leigja slíkan nýtingarrétt til 130 ára og segir að hann eigi ekki að vera lengri en 40-45 ár. Kaup Magma á 52% hlut Geysis Green Energy í HS Orku voru rædd ítarlega í ríkisstjórninni í gær. Að fundi loknum var kynnt samþykkt allra ráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að samþykkt hefði verið að hraða lagasetningu, m.a. í samræmi við nýútkomna skýrslu á vegum sér- fræðinefndar um fyrirkomulag leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins. Verið er að vinna frumvarp upp úr skýrslunni en meginniðurstaða nefndarinnar er að nýtingarrétti á sameiginlegum auðlindum þjóðar- innar verði ekki ráðstafað nema með tímabundnum hætti. „Það er miðað við að leigutími verði veru- lega styttur, en eins og þið þekkið er hann í lögum núna 65 ár, sem má bæta við öðrum 65 árum,“ sagði Jó- hanna. Vildu innlenda fjárfesta Auk þess leggur ríkisstjórnin áherslu á að rætt verði við forsvars- menn Magma um forkaupsrétt á eignarhaldi HS Orku í 20 ár. Jó- hanna sagðist hafa vonað það í lengstu lög að innlent fjármagn fengist til kaupanna, s.s. í gegnum lífeyrissjóðina. Þeir hefðu skoðað málið en metið það svo, að um of mikinn áhætturekstur væri að ræða. Hvað varðar afstöðu Samfylking- ar til þess að ríkið gengi inn í kaupin sagði Jóhanna að ef lífeyrissjóðirnir treystu sér ekki í þau hlyti sama að gilda um ríkisvaldið. Og auk þess „eigum við þetta fjármagn hreinlega ekki til. […] Við erum að tala um sex- tán milljarða og síðan þarf að setja 25 milljarða í viðbót í framkvæmdir sem eru framundan“, sagði Jóhanna og benti á að um væri að ræða svipaða upphæð og vantaði til að fylla upp í fjárlagagatið. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði ljóst að undir- skriftinni yrði ekki breytt úr þessu „enda höfnuðu þeir því að fresta af- greiðslu málsins þannig að við fengjum færi á að skoða það“. Sjálf- ur hefði hann viljað gera hliðar- samning um kauprétt ríkisins, eða ríkisins og innlendra aðila, sem staðið hefði opinn í einhverja mán- uði. Þannig hefði ríkið fengið ráð- rúm til að „safna liði innlendra að- ila“ sem þá hefðu getað gengið inn í kaupin og átt jafnan hlut á móti Magma. Burtséð frá deilunum um kaup Magma sagðist Steingrímur hafa áhyggjur af framtíð HS Orku og hvernig ynnist úr þeim fjölmörgu málum sem enn væru óleyst, s.s. varðandi nýtingu auðlindanna og réttindi landeigenda, þ.m.t. talið rík- is og sveitarfélaga, sem ættu jarð- hitaréttindi á svæðinu. Steingrímur sagði það tímamót að svo stór hlutur færðist í hendur erlendra aðila og nú yrði að vinna úr þeirri stöðu. Enn ætti ýmislegt eftir að skýrast, s.s. um áform Magma. Ríkisstjórnin vill stytta nýtingar- rétt Magma úr 130 árum í 40-45 ár  Iðnaðarráðherra falið að taka upp viðræður um auðlindasamning sem HS Orka gerði á sínum tíma Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríkisstjórn Samhljómur var meðal stjórnarflokkanna um að vilja frekar innlenda fjárfesta en Magma Energy. » Ríkisstjórnin mun einnig leggja áherslu á endurskoðun stjórnarskrárinnar til að tryggja enn frekar eign þjóð- arinnar á auðlindum landsins. » Ekki verður hróflað við eignarhaldi á orkufyrirtækjum sem eru á hendi ríkisins í tíð þessarar ríkisstjórnar. » Magma Energy ræður nú yfir 98,53% hlut í HS Orku, eft- ir kaup á 52,3% hlut Geysis Green Energy. » Íslenskir lífeyrissjóðir hurfu frá málinu. Að sögn for- sætisráðherra vegna þess að talið var að um of mikinn áhætturekstur væri að ræða. Það er*Einungis er greitt upphafgjald 6 kr. af hverju símtali. Mán.verð 1.765 kr. 0 kr. mínútan úr heimasíma í heimasíma* Nú geturðu blaðrað eins og þú vilt. Hringdu í 800 7000 til að panta heimasíma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.