Morgunblaðið - 19.05.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 19.05.2010, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 Þegar Dagur B. Eggertsson, vara-formaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavík, var spurður út í nýja skoðanakönnun svaraði hann því til að kannanir gætu verið misvísandi. Ástæðan fyrir því að hann vildi sem minnst gera úr könnuninni er vitaskuld sú að Sam- fylkingin mældist aðeins með tæp- lega 17% fylgi.     Það er auðvitaðrétt hjá Degi að kannanir geta verið misvísandi, en það er óþarfi fyrir hann að gefa sér að þessi könn- un sé það. Ekki er síður líklegt að kjósendur telji Dag senda misvís- andi skilaboð.     Helsta slagorð oddvitans Dags er„Samfylkingin sættir sig ekki við atvinnuleysið í borginni,“ og hann segist ætla að taka miklu harðar á í atvinnumálum en aðrir.     Helsta afrek varaformannsinsDags er hins vegar ríkisstjórn flokks hans sem hefur í kreppunni varið mun minni fjármunum til at- vinnuuppbyggingar en Reykjavík- urborg.     Sérstakt áhersluatriði oddvitansDags er að „öll störf hjá Reykja- víkurborg verði auglýst og ráðningar ákveðnar á faglegum forsendum“.     Samfylking varaformannsins Dagshefur hins vegar þá ráðning- arstefnu í ríkisstjórn á slá met í óaug- lýstum og ófaglegum ráðningum.     Þetta eru bara tvö dæmi um misvís-andi skilaboð varaformannsins Dags og oddvitans Dags til kjósenda í Reykjavík. Er nokkur furða þótt skilaboð kjósenda séu „misvísandi“ við þessar aðstæður? Dagur B. Eggertsson „Misvísandi“ skilaboð Veður víða um heim 18.5., kl. 18.00 Reykjavík 10 súld Bolungarvík 8 léttskýjað Akureyri 7 skýjað Egilsstaðir 12 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 8 rigning Nuuk 8 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 15 heiðskírt Brussel 15 heiðskírt Dublin 15 skýjað Glasgow 18 léttskýjað London 16 heiðskírt París 17 heiðskírt Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 11 skýjað Berlín 12 skýjað Vín 13 skýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 25 heiðskírt Barcelona 19 heiðskírt Mallorca 20 heiðskírt Róm 21 léttskýjað Aþena 19 skýjað Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 22 alskýjað New York 11 skúrir Chicago 16 alskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 19. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:59 22:50 ÍSAFJÖRÐUR 3:36 23:23 SIGLUFJÖRÐUR 3:18 23:07 DJÚPIVOGUR 3:22 22:26 Framsóknarmenn í Reykjavík telja ekki ástæðu til að hækka skatta eða hækka gjaldskrár umfram verð- lagsþróun. Þetta kom fram á fundi í gær þar sem þeir kynntu stefnumál sín. Þeir vilja að áfram verði haldið á sömu braut með aðhaldsaðgerðir í rekstri borgarinnar og að forgangs- raðað verði í þágu barna og vel- ferðar. „Fólk í borginni á mjög erfitt með að láta enda ná saman. Reykjavík- urborg þarf því að reyna eftir megni að hækka ekki álögur. Þess vegna munu þessar kosningar skipta miklu máli fyrir fólkið í borginni. Það er bara á fjögurra ára fresti og það verður ekki kosið eftir á,“ sagði Ein- ar Skúlason, oddviti framsókn- armanna, á blaðamannafundi. Einar segir að borgin hafi staðið sig vel í að koma fólki til hjálpar með því að hækka ekki skatta eða gjald- skrár. Hann benti á að það væru ekki bara atvinnulausir og aðrir við- kvæmir hópar sem ættu erfitt með að ná endum saman. „Millitekjufólk á í vaxandi erfiðleikum með að eiga fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Reykjavíkurborg getur ekki ein dregið vagninn í því að létta byrðar á íbúum. Ríkið, sem hefur verið að hækka bæði beina og óbeina skatta, þarf líka að leggja hönd á plóg svo að fólk geti bjargað sér á eigin spýtur.“ Framsóknarmenn leggja áherslu á mannaflsfrekar viðhalds- framkvæmdir, fegrun hverfa og ferðamennsku. Hrinda þurfi af stað atvinnuskapandi verkefnum fyrir mismunandi aldurshópa. Lögð verði áhersla á að klára þær framkvæmdir sem eru í gangi, svo sem Norðlingaskóla, Sæmund- arskóla, menningarmiðstöð við Spöngina í Grafarvogi og klára upp- byggingu á þjónustu í nýjum hverf- um borgarinnar. „Ekki á að skerða grunnþjónustu í leikskólum og skólum. Þá vilja fram- sóknarmenn ókeypis hafragraut og lýsi í alla skóla.“ Vilja ekki hækka skattana  Framsóknarmenn í borginni leggja áherslu á viðhaldsframkvæmdir Framsókn Einar Skúlason kynnti áherslur flokksins í Elliðaárdal. Sigurður Guðmundsson, fyrrver- andi skólastjóri, kom færandi hendi á Grensásdeild í vikunni og afhenti starfsfólki þar 13 pör af göngustöfum að gjöf. Þannig vildi Sigurður þakka fyrir sig, en í kjöl- far áfalls fyrr á þessu ári dvaldist hann á deildinni og fór í gegnum meðferð sem skilaði góðum ár- angri. Það var þó ekki síst atgervi Sigurðar sjálfs sem breytti stöð- unni, en hann hefur í áranna rás stundað stafagöngu af kappi og var fljótlega eftir að hann kom á Grensás farinn að arka þar um ganga og nágrenni sem skilaði honum bata vonum fyrr. „Stafa- ganga er alhliða hreyfing og reyn- ir á allan líkamann,“ segir Sig- urður, sem telur að þessi þjálfun geti gagnast mörgum þeim sem dveljast á Grensásdeild. 13 pör af göngustöfum www.noatun.is OG GOTT HOLLT Við gerum meira fyrir þig LAXAFLÖK BEINHREINSUÐ KR./KG 1998 F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI ERSKIR Í FISKI Sex menn voru handteknir eftir vopnuð hópslags- mál við fjölbýlis- hús við Tröllakór í Kópavogi í gær. Tveir hópar tók- ust á, en málið tengist fíkniefna- viðskiptum. Lög- reglan fór í hús- leit í Tröllakór í framhaldinu og fundust á þriðja hundrað kanna- bisplantna og tæki til ræktunar í einni íbúð. Mennirnir börðust með bareflum og öxi. Tveir þeirra voru fluttir á slysadeild með áverka. Einn hlaut áverka í andliti, og er hann talinn vera brotinn, en hinn áverka á baki og á hálsi. Mennirnir eru allir ís- lenskir og hafa áður komið við sögu lögreglu. Þeir eru á þrítugs-, fer- tugs- og fimmtugsaldri. Rannsókn málsins er á frumstigi. jonpetur@mbl.is Sex börðust með bareflum og öxi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.