Morgunblaðið - 19.05.2010, Page 16

Morgunblaðið - 19.05.2010, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ráðherrar úrröðumVinstri grænna hafa lýst sorgum sínum og hneykslan yfir því að Íslandsbanki skuli hafa í nafni Geysis Green selt íslenskt orkufyrirtæki til útlendinga. Þeir menn höfðu svindlað sér inn á það svið í gegnum gervifyrirtæki í Sví- þjóð og eru uppi miklar efa- semdir um lögmæti þess gern- ings. Um það hefur verið bærileg sátt í þjóðfélaginu að orkufyr- irtæki landsins skuli vera í ís- lenskri eigu. Reyndar var það fjármálaráðherrann, formaður Vinstri grænna, sem kom Ís- landsbanka í hendurnar á ein- hverjum sem ekki hefur verið hægt að upplýsa hverjir séu. Eigandi bankans gengur undir samheitinu „kröfuhafarnir“. Grunur leikur á að sá eigandi sé að stærstum hluta erlend- ur. Því skyldi slíkur eigandi hafa nokkuð á móti því að af- henda útlendingum orku- framleiðsluna á Reykjanesi til að ráðskast með í áratugi? Nú skal ekki fullyrt að hann (kröfuhafarnir) hafi nokkuð komið að málinu, því eiganda- hlutverkið er enn svífandi í lausu lofti í þeim banka. Því var spáð á þessum vettvangi í gær að lítið myndi sjást til hinna hneyksluðu og sorgbitnu ráð- herra og þing- manna Vinstri grænna þegar að ákvörðunum kæmi. En viður- kenna ber að ímyndunaraflið náði ekki að draga upp þá úr- lausn sem kynnt var að lokn- um löngum ríkisstjórnarfundi um málið í gær. Það hefur stundum verið vitnað til fjallsins sem tók jóð- sótt en fæddi aðeins litla mús. Seint myndi núverandi ríkis- stjórn verða líkt við fjall. Nær væru þústir eða kögunarhóll eða annað það sem rislítið er. En það væri argasti dónaskap- ur við allan músastofninn að líkja óværunni sem frá ríkis- stjórninni kom eftir hennar jóðsótt við mýs. Hún hefur sem sagt ákveðið að óska eftir viðræðum við hið erlenda félag um að einokunarréttur þess á Reykjanesi verði ekki bundinn við 65 ár, heldur eitthvað skemmri tíma. Helsta afsökun fjármála- ráðherrans fyrir úrræða- og aðgerðaleysinu hefur verið að ríkisstjórninni hafi verið neit- að um frest til að fara yfir mál- ið. Íslandsbanki hefur ekki svarað þeirri ásökun. Það er nauðsynlegt að hann geri það. Sorgartal og hneykslunarstunur ráðherra reyndust leikaraskapur} Sýndarskapur Óli BjörnKárason,þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, var meðal þeirra þingmanna sem í gær ræddu störf þingsins. Greinilegt er að þingmönnum þótti mikil þörf á slíkri umræðu, enda hafa störf þingsins síðustu mánuði verið einstaklegra ómarkviss og hafa engu skilað almenningi í landinu. Í gær var síðasti dagur fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnar- kosninga, sem hefur líklega orðið til þess að vekja þing- menn til umhugsunar um hve hægt hefur gengið. Óli Björn Kárason vakti til að mynda at- hygli á því að á sama tíma og heimili og fyrirtæki í landinu glíma við gríðarleg vandamál kemur ríkisstjórnin ekki fram með neinar lausnir. Það sem verra er þá hefur ríkisstjórnin beinlínis látið stöðva af- greiðslu tiltekinna mála í nefndum þingsins. Óli Björn nefndi tvö þessara mála, annars vegar svokallað lyklafrumvarp og hins vegar frumvarp um fyrningarfrest. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, er fyrsti flutn- ingsmaður lykla- frumvarpsins, eða frumvarps um breytingu á lögum um samningsveð, en það gerir ráð fyrir að sá sem veiti fasteigna- veðlán geti ekki gengið að öðr- um eignum lántaka en fast- eigninni. Hugmyndin með þessu er sú að losa þá sem búa í yfirskuldsettum húsum und- an því að vera nánast í skulda- fangelsi. Í máli Óla Björns kom fram að frumvarpið hefði verið að velkjast í þinginu í sjö mánuði án þess að það hefði fengið efnislega umræðu í þingsal. Nú kann vel að vera, eins og Óli Björn benti á, að frum- varpið þarfnist einhverra breytinga, en óneitanlega sýn- ir frumvarpið viðleitni af hálfu þeirra þingmanna sem það leggja fram til að taka á vanda yfirskuldsettra heimila. Frumvarpið fær hins vegar ekki þinglega meðferð því að það strandar á öðrum og óleysanlegum vanda. Það strandar á vilja- og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að koma heimilunum til hjálpar. Ríkisstjórnin kemur í veg fyrir að hags- munamál heim- ilanna fáist rædd} Störf þingsins F rjálshyggjumenn, alvöru frjáls- hyggjumenn, tala þessa dagana talsvert mikið um slæmsku rík- isábyrgðar á starfsemi banka. Þeir hafa nokkuð til síns máls. Enginn skilur í raun hvers vegna handónýtum stofnunum, sem hefur verið kafsiglt út um all- an heim með herfilegri stjórnun og að því er virðist lögbrotum er sífellt verið að bjarga, með ærnum tilkostnaði og skuldsetningu skattborgara, til þess eins að sama leiknum megi halda áfram. Eins virðist það rökrétt að bankastjórar taki meiri áhættu með fé ann- arra, ef þeir búast sífellt við því að ríkið hlaupi undir bagga þegar illa fer. Frjálshyggjumenn, alvöru frjálshyggju- menn, vilja þessa dagana ekki bara bjarga kerfinu sem hrundi. Þeir vilja breyta kerfinu. Gerbylta því. Það er ágætt hjá þeim. Þetta er samt öðruvísi málflutningur en ég man eftir að hafa heyrt fram til þessa. Ég minnist þess reyndar ekki að hin banvæna blanda frelsis og ríkisábyrgðar, sem nú er fersk í minni Íslendinga vegna bankahrunsins og ekki síst Icesave-málsins, hafi verið mikið áhyggjuefni í góðærinu. Að minnsta kosti ekki svo að menn hefðu mikla tjáning- arþörf um hana á opinberum vettvangi. Ætli málflutningur úr frjálshyggjuátt hafi ekki frekar verið þannig að bent var á ýmis tækifæri til þess að af- nema reglur, þegar þau komu í ljós. Afnema eina reglu hér og eina þar. Jafnvel heila reglugerð. Fagna því þegar skilyrði voru rýmkuð hér eða þar, eða op- inbert eftirlit minnkað. Á heildina litið var m.ö.o. talað fyrir frelsisvæðingunni í smá- skrefum. Því var fagnað þegar reglur voru af- numdar eða þær rýmkaðar. Því var fagnað þegar ríkisstofnanir voru einkavæddar. Flest ef ekki öll skref í átt til frelsis voru af hinu góða og þeim var tekið fegins hendi. Frjáls- hyggjumenn voru talsmenn þess frelsis sem nú hefur verið misnotað í skjóli ríkisábyrgðar. Kannski var það ekki skrýtið. Frjáls- hyggjumenn eru yfirleitt framsækið fólk. Þeir eyða ekki heilu vinnudögunum í að bera við- arolíu á skrifborðið sitt, inni í einhverri rík- isstofnun. Þeir eru úti á akrinum að plægja, sá og vökva. Þeir fiska sem róa. Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Allur sá djass. Ef til vill voru þeir bara uppteknir við að taka þátt í einkaframtakinu sem þeir trúðu á. En nú getur slík nálgun ekki gengið lengur. Ekki eftir hrun. Í það minnsta ekki fyrir alvöru frjálshyggjumenn. Þeir þurfa að láta af fögnuði sínum yfir öllum smáskref- unum sem verða tekin í átt til frelsis, á næstu árum og áratugum. Fordæma þau, ef þau byggjast ekki á réttum forsendum. Opinbera sig sem byltingarsinna sem vilja allt eða ekkert. Og um leið dæma sjálfa sig út á jaðar umræð- unnar, til eilífrar baráttu gegn eigin hugmyndum, þegar hægrikratar þessa lands halda hálfkákinu áfram á for- sendum sem alvöru frjálshyggjumenn sætta sig ekki við. onundur@mbl.is Önundur Páll Ragnarsson Pistill Byltingin lifi! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Nemendur ljúki 60% fulls náms til að fá lán FRÉTTASKÝRING Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is H ugmyndir um breyttar útlánareglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) mælast misjafn- lega fyrir. Stúdentar segja breytinguna, sem myndi þýða að nemendur þurfa að ljúka fleiri ein- ingum á ári til að fá námslán en nú er krafist, koma illa við þá sem fara hæg- ar yfir. Á móti benda stjórnendur sjóðsins á að fyrir þá sem stunda fullt nám, sem sé sá hópur sem sjóðurinn eigi fyrst og fremst að styðja við, er ekki í reynd um skerðingu að ræða. Samkvæmt núverandi úthlut- unarreglum þarf nemandi að ljúka 20 ECTS einingum á skólaári, sem er þriðjungur af fullu námi, til að fá náms- lán. Ljúki hann til að mynda 10 ein- ingum hvora önnina fær hann námslán fyrir þeim einingum að vori. Ef nem- andinn hins vegar lýkur t.d. 20 ein- ingum á haustönn – þ.e. 67% af fullri önn – er lán fyrir þeim einingum greitt út strax að önninni lokinni. Líst illa á hugmyndina Innan stjórnar LÍN hefur undan- farið verið rætt um að breyta regl- unum á þá vegu, að nemandi þurfi að ljúka 18 einingum á önn – eða 60% af fullu námi – til að fá námslán. Gert er ráð fyrir að ekki verði hægt að flytja einingar á milli anna, eins og hægt er samkvæmt núgildandi reglum. Að sögn Auðar Lilju Erlingsdóttur, vara- formanns stjórnar LÍN, er breytingin hugsuð til að mæta hagræðingarkröfu á sjóðinn. Gabriella Unnur Kristjánsdóttir, hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi stúd- entaráðs Háskóla Íslands, gagnrýnir tillöguna sem hún segir koma harðast niður á þeim sem veikast standa. Bendir hún á að margir eigi erfitt með að stunda fullt nám, t.d. þeir sem eru með ung börn á framfæri. „Einnig er mikilvægt að hafa í huga að ekki er um að ræða styrk, heldur lán fyrir framfærslu sem nem- endur greiða til baka með vöxtum. Okkur hjá stúdentaráði finnst mik- ilvægt að nemendur fái svigrúm til að haga námi sínu eins og þeim hentar,“ segir Gabríella. Úthlutunarreglurnar voru rýmk- aðar talsvert árið 2008 þegar nýtt ein- ingakerfi var tekið í notkun við há- skólana. Fram að þeim tíma þurfti nemandi að ljúka 75% af fullu námi á önn til að fá námslán. Þó var hægt að fá greitt út lán fyrir báðum önnum að vori ef nemandi til að mynda lauk 70% námi á haustönn en 80% á vor- önn. Engin skerðing fyrir flesta Guðrún Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri LÍN, bendir á að fyrir þá nemendur sem eru í fullu námi fel- ist alls engin skerðing í hinum nýju hugmyndum. Flestir byrji í námi að hausti, og þurfi að ljúka 20 einingum þá önnina til að fá námslán greitt út að henni lokinni, en fá ekki lán aftur fyrr en þeir hafa lokið 20 einingum til viðbótar. „Sem fyrir flesta þýðir að þeir þurfa að skila 20 einingum á önn til að fá lán. Því er í raun verið að fara úr kröfum um að nemendur ljúki 67% af fullri önn til að fá námslán í kröfur um að þeir ljúki 60%. Einhverjir hafa auðvitað verið að taka einn og einn kúrs og fyrir þá hefði breytingin skerðingu í för með sér. En við lítum svo á að þegar þrengir að skipti mestu máli að styðja við þá námsmenn sem eru í fullu námi,“ segir Guðrún. Þá munu sömu undanþáguheim- ildir gilda áfram, segir hún, en þeir sem t.d. eru lesblindir, veikjast eða verða barnshafandi fá undanþágu frá þeim fjölda eininga sem ljúka þarf til að fá námslán. Morgunblaðið/Ernir Hvati Framkvæmdastjóri LÍN vonast til að auka skilvirkni með því að hvetja nemendur til að ljúka fleiri einingum á hverri önn. 20 einingum þarf í dag að ljúka á ári til að fá námslán 18 einingum þarf að ljúka á önn skv. hugmyndunum 400 milljóna króna hagræðingar- krafa er á sjóðnum „Það er auðvitað mjög erfitt að mæta aðhaldskröfum á svona tímum,“ segir Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra. Hún segist þó vilja bíða með að tjá sig um hugmynd að breytt- um úthlutunarreglum þar til stjórn LÍN hefur kynnt hana. Um 400 milljóna króna hag- ræðingarkrafa er á sjóðnum á næsta ári. Útjöld sjóðsins verða 16,5 milljarðar það árið og er helmingur fjármagnaður með fjárlögum en restin með end- urgreiddum lánum. Mjög erfitt að skera niður LÍN ÞARF AÐ HAGRÆÐA Morgunblaðið/Ernir Skera á niður hjá LÍN eins og víðar. ‹ BREYTTAR REGLUR › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.