Fréttablaðið - 04.10.2011, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 4. október 2011 13
Tilboð 49.900,-
Fullt verð 66.900,-
Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040
w w w . h i r z l a n . i s
FATASKÁPADAGAR
25% afsláttur af fataskápum í október
Tilboð 39.150,-
Fullt verð 52.200,-
Tilboð 39.150,-
Fullt verð 52.200,-
Tilboð 94.725,-
Fullt verð 126.300,-
Tilboð 106.650,-
Fullt verð 142.200,-
Tilboð 74.550,-
Fullt verð 99.400,-
Rennihurðir
Hvítt/hnota/askur
Remix
Háglans svart eða hvítt
Það er algengt að kvartað sé yfir því að lögfræðingar séu
„óttalegir formalistar“. Helst
heyrist þessi gagnrýni þegar
fregnir berast af því að sakamáli
hafi verið vísað frá dómi vegna
brots á formreglum. Þá er
gjarnan fussað og sveiað yfir því
að ákærðu hafi „sloppið á tækni-
atriðum“, að dómstólar „hangi um
of í forminu“.
En hvað býr að baki form-
reglum í lögunum? Af hverju
skiptir máli að slíkum reglum sé
fylgt? Að þessu sinni verður gerð
tilraun til að útskýra mikilvægi
formsins í lögfræðinni og sér-
staklega vikið að formreglum við
meðferð sakamála.
Formið skiptir máli fyrir efnið
Réttarreglur eru gjarnan flokk-
aðar með ýmsum hætti, t.d. í
boð- og bannreglur eða í form-
og efnisreglur. Formreglur eru
reglur sem mæla fyrir um verk-
lag sem stjórnvöld eiga að fylgja
áður en þau taka ákvörðun, t.d.
um að þeim beri að rannsaka
mál og veita þeim einstaklingi
sem málið varðar kost á að tjá
sig. Slíkar reglur fjalla einnig
um það hvernig ákæruvaldið á
að undirbúa sakamál áður en
það er höfðað fyrir dómi, t.d. um
það hvernig ákæra á að vera úr
garði gerð og hvernig afla má
sönnunar gagna.
Efnisreglur ráða hins vegar
endanlegri niðurstöðu máls. Þær
mæla fyrir um þau skilyrði sem
þurfa að vera uppfyllt svo að
viðurkennt verði að maður eigi
tiltekinn rétt eða að hann þurfi
að bera tiltekna skyldu. Ákvæði
almennra hegningarlaga um
manndráp af ásetningi er efnis-
regla. Ákvæði stjórnsýslulaga
um rannsókn máls er formregla.
Tilgangur formreglna í lögum
er ekki sá að gera það auðvelt
fyrir lögfræðinga að tefja mál úr
hófi eða gera það óþarflega flók-
ið svo þeir geti makað krókinn.
Formreglur hafa önnur og göf-
ugri markmið. Meðal þeirra er
að tryggja að ágreiningsmál sé
þannig undirbúið að sem mestar
líkur séu á að rétt efnisleg niður-
staða fáist. Formið skiptir því í
reynd verulegu máli fyrir efnið.
Ef formreglum er ekki fylgt
skapast hætta á að niðurstaða
máls verði efnislega röng. Á það
einkum við þegar hið opinbera
hefur í hyggju að beita mann
valdi, t.d. við meðferð sakamála.
Í slíkum málum er formreglum
jafnframt ætlað að tryggja
mannréttindi sakbornings.
Togstreita á milli forms og efnis
við meðferð sakamála
Á undanförnum árum hefur
sumum sakamálum lokið með því
að ekki hefur verið leyst efnis-
lega úr sakargiftum ákærða.
Hefur málum þá verið vísað frá
dómi vegna brots á formreglum.
Sem dæmi má nefna svokallað
„olíusamráðsmál“ þar sem máli
var vísað frá á þeim forsendum
að undirbúningur þess á rann-
sóknarstigi hefði verið ófullnægj-
andi. Einnig má nefna „Baugs-
málið“ svonefnda. Þar var máli
upphaflega vísað frá dómi að
hluta þar sem lýsing í ákæru á
sakargiftum ákærðu var að mati
Hæstaréttar ekki talin nægilega
skýr. Um það hefur verið deilt
hvort Hæstiréttur hafi í þessum
málum gert óhóflegar kröfur
til ákæruvaldsins um að form-
reglum laga um meðferð saka-
mála, svokölluðum réttarfars-
reglum, væri fylgt.
Það er grundvallarmarkmið
laganna að úr ágreinings málum,
þ. á m. sakamálum, sé leyst með
réttum hætti. Þótt formreglum
sé ætlað að tryggja að efnisleg
niður staða verði rétt kann óhóf-
leg áhersla á formið að koma í
veg fyrir málalyktir. Það kann
því að myndast togstreita á
milli forms og efnis við úrlausn
ágreiningsmála.
Til frekari útskýringar og
í dæmaskyni verður nú vikið
nánar að kröfum sakamálalaga
til efnis ákæru.
Kröfur sakamálalaga
til efnis ákæru
Í ákæru á að koma fram greinar-
góð lýsing á því hvað ákæru-
valdið telur að ákærði hafi sér til
sakar unnið. Þá kann ákæruvald-
inu, ef þörf krefur, að vera skylt
að setja fram í ákæru röksemdir
þær sem málsóknin er byggð á.
Tilgangur þessara formreglna er
sá að ákærði fái alla möguleika á
því að verja sig fyrir þeim ásök-
unum sem settar hafa verið fram.
Hvernig getur maður varið sig ef
hann veit ekki með vissu hverjar
sakargiftirnar eru?
Verkefni ákæruvaldsins við
að orða ákæru getur verið vand-
meðfarið, einkum í stórum og
flóknum málum eða þegar á það
reynir í fyrsta skipti hvort tiltek-
in háttsemi teljist refsiverð. Það
er engin algild regla til um hve-
nær ákæra telst nægilega skýr
til að úr máli verði leyst án þess
að skerða rétt ákærða til að halda
uppi vörnum.
Kjarni málsins er þó sá að
ekki má leika vafi á því um
hvað ákærði er sakaður af hálfu
ákæruvaldsins. Ef vafi er fyrir
hendi verður að vera unnt að
vísa máli frá dómi. Þegar það
er gert er dómarinn ekki að
„hanga í forminu“ heldur að
tryggja að ekki verði dæmt um
sekt eða sýknu ákærða nema
hann hafi átt kost á því að halda
uppi vörnum. Besta leiðin til að
mál sé nægilega upplýst áður en
það er dæmt er að bæði ákæru-
valdið fyrir hönd almennings
og ákærði hafi fengið fullnægj-
andi tækifæri til að setja fram
sínar hliðar á málinu. Krafan er
hins vegar ekki sú að ákæra sé
eins vel orðuð og hugsast getur,
enda megi ákærða vera fullljóst
hvað honum er gefið að sök. Vísi
dómari máli samt sem áður frá
má réttilega gagnrýna þá niður-
stöðu.
Jafnvægi milli forms
og efnis við meðferð sakamála
Það er verkefni dómstóla að
tryggja ákveðið jafnvægi á milli
forms og efnis við meðferð saka-
mála. Þar leikast annars vegar
á hagsmunir almennings af því
að þeir sem brjóta í reynd af
sér sæti refsingu og hins vegar
hagsmunir þeirra, sem sakaðir
eru, um að njóta réttlátrar máls-
meðferðar. Dómarar mega
ekki gera of miklar kröfur til
formsins. Þeir mega þó heldur
ekki láta hjá líða að vernda mann-
réttindi sakbornings með form-
reglum og tryggja að endanleg
niðurstaða máls verði rétt.
Skipta formreglur í lögum einhverju máli?
Róbert R. Spanó
forseti lagadeildar HÍ
HUGLEIÐINGAR
UM LÖG OG RÉTT
Verkefni ákæruvaldsins við að orða
ákæru getur verið vandmeðfarið, einkum
í stórum og flóknum málum eða þegar á
það reynir í fyrsta skipti hvort tiltekin háttsemi teljist
refsiverð.
AF NETINU
Sósíalistinn
lækkar skatta!
Sósíalistinn Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra
Íslands ætti að taka til
fyrirmyndar sósíalistann Thor
Möger Pedersen sem í dag tók
við embætti skattamálaráð-
herra Danmerkur.
Hinn 26 ára skattamála-
ráðherra úr Sósíalíska þjóðar-
flokknum, systurflokki VG,
gerir sér – andstætt Steingrími
J. – fullkomlega ljóst að hófleg
skattheimta á atvinnulífið
tryggir aukin umsvif atvinnu-
lífsins og þar af leiðandi
tryggar skatttekjur – meðan
skattpíning drepur atvinnulífið,
eykur svartra vinnu og dregur
úr tekjum ríkisins.
blog.eyjan.is
Hallur Magnússon
Kynjuð nefndaskipan
Alþingi skipaði upp á nýtt í
fastanefndir og alþjóðanefndir
Alþingis á laugardaginn. Eftir
að forseti hafði lesið upp
nefndarmenn í einstökum
nefndum lá fyrir að Alþingi
hefur enn á ný náð að skipta
kynjum bróðurlega á milli
nefnda.
Þær nefndir sem fara með
fjár-, atvinnu- og utanríkismál
eru skipaðar körlum að mestu,
á meðan konur sitja frekar í
nefndum sem fara með vel-
ferðar-, mennta- og dómsmál.
Ég hafði áhyggjur af því að
þetta gæti orðið niðurstaðan
þegar lá fyrir að skipa ætti á
ný í nefndir þingsins og lagði
áherslu á að formenn þing-
flokka yrðu að tala saman um
skipan í nefndir m.a. út frá
kynjasjónarmiðum.
Ástæðan var að ég tel best
að sjónarmið beggja kynja fái
að heyrast jafnt, -líka þegar
kemur að fjár-, atvinnu- og
utanríkismálum. Þess vegna
hef ég t.d. stutt kynjaákvæði í
lögum Framsóknarflokksins og
félagarétti.
blog.eyjan.is
Eygló Harðardóttir