Fréttablaðið - 04.10.2011, Page 18

Fréttablaðið - 04.10.2011, Page 18
4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR18 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Stefán M. Gunnarsson fyrrverandi bankastjóri, sem andaðist 26. september, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarkort Kópavogskirkju, s. 554 6820, eða Heimahlynningu Landspítalans, s. 543 1159. Hertha W. Jónsdóttir Jón Gunnar Stefánsson, Tracey E. Stefánsson Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, Benjamín Gíslason og barnabörn. Okkar ástkæra Aðalbjörg Guðmundsdóttir Lundi 1, Kópavogi, andaðist að heimili sínu sunnudaginn 2. október sl. Guðmundur Skaftason Valgerður Guðmundsdóttir Páll Svavarsson Skafti Guðmundsson Gro Kraft Sigrún Guðmundsdóttir Magnús V. Magnússon Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og dóttir okkar, Margrét Árnadóttir andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans að kvöldi 25. september. Útför hennar mun fara fram frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 4. október kl 13.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag Íslands í stað blóma eða kransa. Gísli Örvar Ólafsson Steinar Freyr Gíslason Kristín Guðrún Jónsdóttir Rúnar Bogi Gíslason Kristín Ýr Gísladóttir Árni V. Gíslason Guðrún Steingrímsdóttir Ástkær faðir okkar, Bent Jónsson Dalbraut 25, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánudaginn 26. september. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 5. október kl. 14.00. Gyða Bentsdóttir Guðrún Edda Bentsdóttir Jón Bjarki Bentsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gísli Kristjánsson lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 1. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gísli Már Gíslason Sigrún Sigurðardóttir Halldóra Gísladóttir Eiríkur Líndal Anna Gísladóttir Kjartan Örn Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn timamot@frettabladid.is 69 JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR forsætisráðherra er 69 ára. „Minn tími mun koma!“ „Ég er sátt við mitt hlutskipti. Auð- vitað situr maður uppi með sjálfan sig í blíðu og stríðu, og mér hefur ekki allt- af fundist ég skemmtilegasta stelpan í partíinu eða að mínar ákvarðanir hafi allar verið góðar. En lífið er lær- dómur og þegar upp er staðið tel ég þessa hálfu öld sem ég hef lifað hafa verið skemmtilega, ögrandi og lær- dómsríka,“ segir Ólöf Rún þar sem hún situr á fimmtugasta afmælisdegi sínum í haustlaufskrúði Parísarborgar. „Eiginlega finnst mér hálf fyndið að vera orðin fimmtug. Ég er ánægð með aldurinn en líður ekki degi eldri en þrjátíu og fimm ára,“ segir Ólöf Rún hláturmild og víst er að aldurinn ber hún vel. „Ég hef mjög margt að þakka fyrir í lífinu og hef alltaf verið lánsöm. Ég á fimm yndisleg börn, góða fjölskyldu og vini, skemmtileg áhugamál og var í skemmtilegu og krefjandi starfi í rúma tvo áratugi þótt aðrir séu í eldlínunni núna. Ég hef tíma til að sinna fólkinu mínu og er í lausamennsku við ýmis verkefni,“ segir Ólöf Rún, sem lands- menn sakna margir enn sárt vegna fagurrar ásjónu, lýtalausrar íslensku og óaðfinnanlegs fréttaflutnings í sjón- varpi á liðnum árum. „Mér hefur alltaf þótt gaman að eiga afmæli og fyllst spenningi yfir afmælisdeginum. Í æsku var mikil- vægt að kókoskaka og bananaterta að hætti mömmu væri á afmælisborðinu. Þá hef ég þrisvar fengið ógleyman- legar afmælisgjafir. Ég fékk frábær- an frænda næstum því í afmælisgjöf, en reyndar degi of seint, málverk af hesti á tímamótum og gæðinga, sem eru afmælisgjöfin í ár, og hafa þegar veitt mér mikla gleði,“ segir Ólöf Rún kampakát. Hún ólst upp í Hlíðunum fyrstu átta árin og hefur síðan meira og minna búið í Garðabæ. „Skemmtilegast aldurinn var í kring- um 25 árin og svo auðvitað fimmtugs- aldurinn. Ég hlakka til að lifa næstu fimmtíu ár, en ætla þá að njóta lífsins og þakka fyrir hvern dag, því þeir eru ekki sjálfsagðir, og gera hvað ég get til að vera sjálfri mér og öðrum til gleði.“ Á þessum fagra haustdegi í París ætlar Ólöf Rún að rölta um stræti og torg og eiga afmæli með sínum. „Ef til vill verður einhver menn- ingarviðburður á dagskránni eða bara farið út að borða, en síðast en ekki síst ætla ég að velta fyrir mér tilganginum með þessu jarðlífi og þakka fyrir það góða sem mér hefur hlotnast. Þegar heim kemur á ný verður svo smá fund- ur á uppáhaldsstaðnum mínum með mínum allra nánustu.“ thordis@frettabladid.is FRÉTTAKONAN ÓLÖF RÚN SKÚLADÓTTIR: BLÆS Á 50 KERTA KÖKU Í PARÍS Í DAG Fyndið að vera orðin fimmtug FÆDD FYRIR FIMMTÍU ÁRUM Ólöf Rún er hestakona og fékk gæðinga í fimmtugsafmælisgjöf. Hér situr hún Kötlu-Hervöru á Löngufjörum. MYND/ÚR EINKASAFNI Þýski stjórnmálamaðurinn Helmut Kohl var kjörinn kanslari Vestur-Þýskalands fyrir 29 árum. Hann var kanslari Vestur-Þýskalands til ársins 1990 og sameinaðs Þýskalands til 1998. Árið 1973 varð Kohl formaður Kristilega demókratasambandsins, eins stærsta stjórn- málaflokks Þýskalands. Sextán ára kanslaratíð hans nær yfir endalok Kalda stríðsins og er sú lengsta í sögu Þýskalands frá valdatíð Ottós von Bismarck. Kohl var leiðandi í sameiningarferli Þýska- lands og er eignaður heiðurinn af Maastricht- sáttmálanum og þar með Evrópusambandinu, ásamt François Mitterrand Frakklandsforseta. Þá er Kohl sá eini sem sæmdur hefur verið nafnbótinni Heiðursborgari Evrópu, ásamt Jean Monnet. HEIMILD: WIKIPEDIA.ORG ÞETTA GERÐIST: 4. OKTÓBER 1982 Kohl kjörinn kanslari Þýskalands Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Gunnar Ingvarsson vélstjóri, Kaplaskjólsvegi 93, lést á Landspítalanum við Hringbraut síðastliðinn föstudag. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrk hjá Krabbameinsfélaginu. Hólmfríður Friðriksdóttir Hafdís Jóna Gunnarsdóttir Snorri Magnússon Gunnar Dagur Snorrason Snorri Halldór Snorrason Dagmar Ýr Snorradóttir MERKISATBURÐIR 1908 Þórhallur Bjarnarson, 52 ára forstöðumaður Prestaskólans, er vígður biskup. Hann var biskup til æviloka, 1916. 1939 Kolamálið. Þjóðviljinn sakar ráðherra landsins um að hafa dregið að sér eldivið á skömmtunartímum. Ráðherrarnir voru hreinsaðir af þessum áburði og ritstjórar blaðsins dæmdir fyrir meiðyrði. 1984 Verkfall BSRB hefst. Það hafði víðtæk áhrif, meðal annars lá skólahald niðri, strætisvagnar gengu ekki og útsendingar Ríkisútvarpsins féllu að mestu niður. Samningar tókust 30. október.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.