Fréttablaðið - 04.10.2011, Side 25

Fréttablaðið - 04.10.2011, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 5geðhjálp ● Við þökkum stuðninginn Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði Akureyri Bautinn og Smiðjan, veitingasala Hafnarstræti 92 Betra brauð veislubakstur Freyjunesi 8 Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins ehf Fjölnisgötu 2a Blikkrás ehf Óseyri 16 Félagsbúið Hallgilsstöðum Hallgilsstöðum Friðrik Páll Jónsson, háls, nef og eyrnalæknir Tryggvabraut 22 Hársnyrtistofan Samson Sunnuhlíð 12 Helgi Bergþórsson Klettaborg 39 Hlíðarból, - leikskóli Hvítasunnukirkjunnar Skarðshlíð 20 Ísgát ehf Laufásgötu 9 Kjarnafæði hf Fjölnisgötu 1b Myndlistaskólinn á Akureyri Kaupvangsstræti 16 Pípulagnaþjónusta Bjarna Fannberg Jónassonar ehf Melateig 31 Rafröst ehf Gránufélagsgötu 49b Raftákn ehf Glerárgötu 34 Samherji hf Glerárgötu 30 Slippurinn Akureyri ehf Hjalteyrargötu 20 Grímsey Sigurbjörn ehf, útgerð Öldutúni 4 Sæbjörg ehf Öldutúni 3 Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar ehf, Grímsey Hátúni Húsavík Fagranesbúið Fagranesi Höfðavélar ehf Höfða 1 Sorpsamlag Þingeyinga ehf Víðimóar 2 Laugar Kvenfélag Reykdæla Mývatn Eldá ehf Helluhrauni 15 Bakkafjörður Hraungerði ehf Hraunstíg 1 Egilsstaðir Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf Einhleypingi 1 Verkfræðistofa Austurlands ehf Kaupvangi 5 Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður Hafnargötu 44 Reyðarfjörður Launafl ehf Hrauni 3 Eins og undanfarin ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur og núna verður dagskráin haldin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur,“ segir Berg- þór G. Böðvarsson, verkefnastjóri Alþjóða geð- heilbrigðisdagsins í ár. „Við stefnum á að ganga fylktu liði, með lúðrablæstri og söng, frá Hall- grímskirkju niður í Ráðhús þar sem í boði verður fjöldi skemmtiatriða frá kortér í fimm til sex.“ Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn víðs vegar um heim á sama degi ár hvert. Al- þjóðasamtök um geðheilsu hrundu honum fyrst af stað 1992 til að vekja athygli á geðheilbrigðis- málum, fræða almenning um geðrækt og geð- sjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geð- sjúkra. Árið 1995 ákvað þáverandi heilbrigðis- mála ráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, að dagurinn skyldi helgaður geðheilbrigðismálum á Íslandi. „Þarna var mikilvægt skref tekið í réttinda- baráttu notenda þjónustunnar. Baráttan stendur enn, því þótt mikið hafi áunnist vantar töluvert upp á að réttindin séu virt,“ bendir Bergþór á. Hann segir mikilvægt að fólk staldri við og velti aðeins eigin geðheilsu fyrir sér. „Þetta er jú auð- vitað dagur allra því það getur enginn skorast undan því að vera eitthvað geð-, hvort sem það er geðheilbrigður, -raskaður, -fatlaður eða -veikur.“ Að sögn Bergþórs hefur verið gripið til ýmissa bragða til að vekja athygli á málstaðnum í gegn- um tíðina en dagskrá síðustu ára má sjá á vefsíðu félagsins www.10okt.com. „Að þessu sinni viljum við hvetja alla til að taka þátt, með okkur eða á sinn hátt og sýna þannig fram á eigið fordóma- leysi. Við viljum að vinnuveitendur, fyrirtæki og stofnanir bjóði starfsfólki sínu að njóta dag- skrárinnar, með okkur, eða geri eitthvað í tilefni dagsins eins og að vera með fræðslu tengt geð- heilbrigði á sinum vinnustað, skóla eða annað.“ Bergþór veitir nánari upplýsingar í síma 824 5315 eða bergbo@lsh.is. Dagur án fordóma „Að þessu sinni viljum við hvetja alla til að taka þátt í deginum, með okkur eða á sinn hátt, og sýna þannig fram á eigið fordómaleysi,“ segir Bergþór Grétar Böðvarsson, verkefnastjóri Alþjóða geðheilbrigðisdagsins. MYND/HAG Björt Ólafsdóttir er nýr formaður Geðhjálpar. Hún hlakkar til að leggja sitt á vogarskálarnar og vera öflugur málsvari þeirra sem ekki eru í stakk búnir til að há lífsbaráttuna einir. É g hef frá blautu barns- beini verið viðriðin með- ferð og stuðning við marg- víslegt fólk, og er á vissan hátt aðstandandi margra fóstur- systkina sem áttu við geðræn veik- indi að stríða,“ upplýsir Björt, sem er fædd og uppalin á Torfastöðum í Biskupstungum, þar sem foreldrar hennar ráku meðferðarheimili fyrir unglinga. Björt segist fljótt hafa áttað sig á að börnin sem bættust við heimilis- lífið á Torfastöðum ættu bágt. „Börn eru skynug og við bræður mínir þekktum ekki annað en að vera með geðræn vandamál í kringum okkur. Okkur þótti það hvorki skrýtið né til- tökumál en unglingarnir voru eins misjafnir og þeir voru margir og sumir með alvarleg geðræn veik- indi og félagsleg vandamál.“ Hún segir upprunann hafa mótað sig mjög og barátta geðfatlaðra fljótt orðið henni hugleikin. „For- eldrar mínir voru flinkir við að láta heimilislífið ganga upp þrátt fyrir að heimilisfólkið væri mismunandi. Því er lærdómurinn að heiman dýr- mætastur, þar sem ég lærði mest um samskipti fólks og að fást við marg- breytileika þess, ásamt því að vera leiðbeinandi og félagslegur leiðtogi jafnaldra minna.“ Björt er með prófgráður í sál- fræði og mannauðsstjórnun. Með- fram sálfræðináminu starfaði hún á geðdeild með mjög veikum ein- staklingum.„Ég fann fljótt að þetta skipti mig miklu máli og það snýst um réttlætiskennd. Þegar maður er kominn með dýpt og skilning á ástandi fólks, vandamálum þess og erfiðleikum, vill maður einfaldlega hjálpa til,“ segir Björt og tekur fram að margt sé heillandi við starf með geðfötluðum. „Fjölbreytileikinn sem kemur fram í geðsjúkdómum er upplífg- andi og viðbót við mannlífs flóruna. Hún væri enda einsleit ef við værum öll eins. Mér finnst því eðlilegt að vera ekki eðlilegur, því ég þekki það svo vel í gegnum leik og störf. Á sama hátt er heillandi að geta hjálp- að þegar fólk verður mikið veikt og þjakað af veikindum sínum, að styðja það og aðstoða við að lifa góðu lífi eins og það er.“ Á stefnuskrá nýs formanns er aðgerðar áætlun fyrir vinnustaði, svo hægt sé að takast á við geðræn veikindi sem upp koma hjá starfs- fólki. „Við fáum iðulega til okkar mál þar sem vinnuveitendur kunnu ekki að taka farsællega á geð röskun starfsfólks síns. Alla jafna þykir sjálfsagt að fólk taki veikindafrí vegna líkamlegra kvilla, en hvergi er til áætlun um hvernig æskilegt væri að koma til móts við fólk þegar upp koma geðræn veikindi,“ segir Björt, sem í starfi sínu sem mann- auðsráðgjafi hjá Capacent sér þetta gerast æ ofan í æ á vinnustöðum. „Í vetur munum við einnig ein- beita okkur að landsbyggðinni, því Geðhjálp er jú landssamtök. Með yfir færslu málefna fatlaðra til sveitar félaga hefur skapast gott tækifæri til að kippa í fólk og skoða vel geðheilbrigðisþjónustu utan höfuðborgar svæðisins, leggja til úrbætur og koma til aðstoðar. Við byrjum með greiningu á umfangi þjónustunnar og sjáum strax að það fer ljóslega eftir því hvar fólk býr hvernig þjónustu það hlýtur, en vita- skuld er hvergi boðlegt að þurfa að bíða mánuðum saman eftir viðtali við sálfræðing eða geðlækni.“ Björt kallar eftir heildrænni stefnu stjórnvalda þegar kemur að þjónustu við geðfatlaða, en sá hópur stækkar ört og er nú langstærsti hluti öryrkja á Íslandi. „Viðkvæði stjórnvalda er oft og tíðum að lítið fjármagn sé til, en viljum kostnaðar- og nytjagreina hversu dýrt það er að veita ekki nauðsynlegan stuðning og hafa fólk veikt. Það hlýtur að vera miklu hagkvæmara fyrir samfélagið í heild að fólk sé frískt og geti stund- að vinnu sína, greitt til samfélags- ins, líði vel og geti stutt við sína fjöl- skyldu. Það leiðir einnig af sér betra líf og meiri hamingju hjá fólki með geðræn vandkvæði.“ - þlg Eðlilegt að vera ekki eðlilegur Björt Ólafsdóttir við tignarlegt hús Geðhjálpar að Túngötu 7. Þar er veitt ráðgjöf og stuðningur við geðfatlaða og aðstandendur þeirra, en Björt segir aðsókn hafa aukist gífurlega á síðustu misserum. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.