Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 36
4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR24
BAKÞANKAR
sr. Sigurðar
Árna
Þórðarsonar
TILBOÐ TIL
N1 KORTHAFA
N1 korthöfum býðst nú frábært tilboð
- 20% afsláttur af miðaverði á
gamanleikinn Hjónabandssælu í
Gamla bíói, laugardaginn 8. október
nk. kl. 20 - meðan húsrúm leyfir.
Bókaðu skemmtilegt leikhúskvöld á
sérstöku korthafatilboði á n1.is
WWW.N1.IS
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Bréfberinn setti pakka inn um bréfa-lúguna í vikunni. Nei sko, í bögglinum
var falleg bók. Á forsíðunni var skönnuð
mynd gamallar og blettóttrar matreiðslu-
bókar og svo skar sig úr mynd af glæsi-
legri konu. Við hjónin fórum að skoða
bókina og í ljós kom að þetta var rit, sem
vinkona okkar í Þrándheimi hafði gert
um móður sína. Þarna voru samankomn-
ar bestu uppskriftir mömmunnar, úrval
fjölskyldumynda og frásagnir af lífinu
í uppvaxtarhúsinu. Við fengum innsýn
í fjölskyldusögu, sem við þekktum ekki
fyrir. Vinkona okkar gefur svo þessa
fallegu elskugjöf þegar tilefni gefast,
þegar hún vill veita af sínu hjartablóði og
tjá þakklæti sitt. Mamma hennar
er ekki dáin, en hún er á leið inn
í Alzheimer-fjarlægðina. Í for-
málanum stóð að hvati bókar-
innar væri íslenskur. Vinkona
okkar hafði fengið að gjöf bók
um íslenska mömmu, elda-
mennsku og líf hennar og sú
bók hefði hrifið og hvatt til
dáða. Þá varð norska mömmu-
bókin til.
JÁ, MIKIÐ rétt. Kona mín tók
sig til þegar móðir hennar lést
og safnaði uppskriftum hennar
og fjölskyldumyndum frá ólíkum
skeiðum. Svo skrifaði hún á blað minn-
ingar um mömmu sína, raðaði efni niður
og minningarorðin úr kirkjunni eru
þarna líka. Mamman var orðhnyttin og
skemmtin og því fengu orðatiltæki henn-
ar að vera neðst á öllum síðum. Þau eru
upprifjandi og fyndin. Svo var vandað til
umbrots og prentunar. Úr varð fallegt rit,
sem kona mín hefur gefið stórfjölskyld-
unni, vinum sínum og hefur líka gefið
þegar hún fer í boð. Þetta er bók gleði og
þakklætis og kvennamenningar. Líf er
virt, gjafmildi og elskusemi mömmunnar
er tjáð – bókin um mömmu.
HVERNIG getum við lagt rækt við fjöl-
skyldusögu okkar? Við segjum sögur af
fólkinu okkar og efnum til ættarmóta. Við
höldum veislur tengdar stórviðburðum
ævinnar. Flest okkar hafa ærnar ástæð-
ur til að leggja rækt við foreldra og ást-
vini. Elskubækur um þetta fólk eru jafn-
vel langlífari en legsteinar á leiði. Áar og
eddur fá þar með ásjónu, andlit og sögu,
sem grjótið tjáir ekki. Minningarit um
hin látnu eru góð og vinnsla ritsins getur
hjálpað við sorgarúrvinnslu. Svo er kjörið
að vinna svona rit meðan fólk lifir og jafn-
vel í samvinnu við það. Virðisauki þakka
er meiri í eyra og auga en í minningar-
grein. Áttu pabba, mömmu eða ástvin,
sem þig langar að bóka? Jólagjöfin í ár?
Bókin um mömmuLÁRÉTT
2. sæti, 6. hljóm, 8. magi, 9. rúm
ábreiða, 11. eldsneyti, 12. mont, 14.
enda, 16. tvö þúsund, 17. sérstaklega,
18. kopar, 20. tveir eins, 21. þitt.
LÓÐRÉTT
1. fita, 3. skammstöfun, 4. fax, 5.
arinn, 7. tilgangur, 10. eldsneyti, 13.
hólf, 15. illgresi, 16. stúlka, 19. guð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. sess, 6. óm, 8. hít, 9. lak,
11. mó, 12. grobb, 14. klára, 16. mm,
17. sér, 18. eir, 20. ff, 21. yðar.
LÓÐRÉTT: 1. tólg, 3. eh, 4. símbréf, 5.
stó, 7. markmið, 10. kol, 13. bás, 15.
arfi, 16. mey, 19. ra.
Rólegur dagur hjá
Nostradamusi...
Ertu skotin
í mér, Bára?
Ha?
Ertu
skotin í
mér?
Auðvitað er
ég skotin í
þér? Hvernig
spyrðu?
Þú girnist
sem sagt
ekki bara
líkama
minn?
Nei, Pondus,
ekki bara
líkama þinn.
En hann
spilar þó
stórt hlut-
verk?
Sífellt
stærra,
elskan!
Skilurðu það
sem ég er að
segja, Palli?
Já.
Ertu með allt á
tæru varðandi
þetta?
Algjörlega.
Ertu með
einhverjar
spurningar um
það sem við
ræddum?
Neibb!
Hef ekki
hug-
mynd.
Hvað rædd-
irðu við
námsráðgjaf-
ann í dag?
Hmm... þarf að setja í þvotta-
vél, dökkur þvottur held ég.
Ég verð svangur seinna og fæ mér
samloku, líklega með skinku.
Þarf að skipta um
kattasand.
Stundum veit ég ekki hvort hún
er að babla eitthvað eða útskýra
hvernig netið virkar.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
KOMDU Í ÖLL HELSTU
PARTÝIN MEÐ OKKUR
m.visir.is
Fáðu Vísi í símann!
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar,
meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.