Fréttablaðið - 04.10.2011, Síða 42

Fréttablaðið - 04.10.2011, Síða 42
4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 sport@frettabladid.is Snemma morguns dreifa um 450 blaðberar pósti og Fréttablaðinu heim til lesenda. Til að tryggja öryggi blaðbera og dreifingu þarf lýsing að vera til staðar og aðkoma að póstlúgu í lagi. Höfum útiljósin kveikt. Með fyrirfram þökk, Sími: 585 8300 www.postdreifing.is Allt í myrkri? HALLDÓR ORRI BJÖRNSSON fer á sunnudag út til Danmerkur þar sem hann mun æfa með Silkeborg. Frá þessu var greint á fótbolti.net í gær. Halldór Orri átti frábært ár með Stjörnunni og hefur verið undir smásjá danska liðsins í nokkurn tíma. FÓTBOLTI „Ég skil ekki alveg þessa umræðu um að ég sé búinn að grenna mig svona mikið. Ég var tíu kílóum léttari í fyrra. Þá var ég orkulaus tannstöngull. Ég er búinn að massa mig nokkuð upp síðan þá og er í allt öðru og betra formi,“ segir Óskar Pétursson, mark vörður Grindavíkur, en hann er leikmaður lokaumferðar Pepsi- deildarinnar hjá Fréttablaðinu. Óskar fór á kostum í marki Grindavíkur í Eyjum og varði meðal annars víti frá Tryggva Guðmundssyni. Óskar hefur hagað sínum undirbúningi öðruvísi í sumar en oft áður. Lagt meira á sig og það hefur skilað sér. „Ég tók sjálfan mig í gegn og fylltist meiri metnaði en áður. Loksins áttaði ég mig á því að að þetta kemur ekki af sjálfu sér. Ég hef alltaf unnið mikið með fótbolt- anum en ég tók mér frí frá vinnu í sumar. Fór að þjálfa í stað þess að vera í verkamannavinnu. Þá gat ég æft meira og ég var að æfa í svona tvo og hálfan tíma á dag.“ Frammistaða Óskars í sumar hefur ekki farið fram hjá forráða- mönnum annarra liða og einhver lið munu eflaust bera víurnar í þennan 22 ára gamla markvörð. „Ég hef heyrt ýmislegt út undan mér en ekki fengið nein símtöl sjálfur,“ segir Óskar en hann úti- lokar ekki að hann reyni fyrir sér á nýjum vígstöðvum þó svo hann sé enn samningsbundinn Grinda- vík. „Mér líður vel í Grindavík en ég þarf að sjá til. Nú verður sest niður og hugsað um framtíðina og hvað sé best að gera.“ - hbg Óskar Pétursson hélt Grindavík uppi og er leikmaður lokaumferðarinnar: Ég var tíu kílóum léttari í fyrra HETJA GRINDAVÍKUR Óskar fagnar hérna áframhaldandi úrvalsdeildarsæti í Vest- mannaeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR PÉTUR Lið umferðarinnar Óskar Pétursson Grindavík Halldór Kristinn Halldórsson Valur Ólafur Örn Bjarnason Grindavík Skúli Jón Friðgeirsson KR Halldór Hermann Jónsson Fram Hilmar Geir Eiðsson Keflavík Ólafur Páll Snorrason FH Kristinn Steindórsson Breiðablik Arnar Már Björgvinsson Breiðablik Atli Viðar Björnsson FH Albert Brynjar Ingason Fylkir FÓTBOLTI Tímabilinu 2011 í Pepsi- deild karla verður lengi minnst fyrir afrek Fram, sem tókst með ævintýralegum hætti að bjarga sæti sínu í deildinni. Liðið fékk aðeins þrjú stig úr fyrstu tíu umferðunum og vann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í 11. umferð – gegn Víkingi. Næsti sigur leikur á eftir kom í 16. umferð, þann 22. ágúst, og voru þá langflest- ir íslenskra sparkspekinga löngu búnir að dæma þá niður um deild. En þá tók við ótrúlegur sprett- ur hjá þeim bláklæddu, sem töp- uðu aðeins einum leik af síðustu sjö í deildinni (2-1 fyrir KR) og unnu fjóra af síðustu fimm leikj- um sínum. Fram endaði í níunda sæti, þremur stigum frá fallsæti. Margir tengja gott gengi Fram við komu þeirra Stevens Lennon og Sams Hewson um mitt mót. Skyldi engan undra. Lennon tryggði Fram fyrsta sigur tíma- bilsins í fyrsta leik sínum er hann nýtti sér skelfileg mistök Magnús- ar Þormars, markvarðar Víkings. „Markvörðurinn var óheppinn,“ segir Lennon um atvikið. „En þetta var mikilvægt augnablik og átti ef til vill stóran þátt í því að við náðum að snúa genginu við. Lið í fallbaráttu eru yfirleitt ekki svona heppin en við þurftum á þessu að halda.“ Íslensku strákarnir líka góðir Stuttu síðar bættist Hewson í hóp- inn og náði hann að binda saman miðju Framara og bæta þannig sóknarleik liðsins til muna. Len- non tekur þó fram að það voru ekki bara Bretarnir sem léku vel undir lok tímabilsins. „Ömmi (Ögmundur Kristins- son markvörður) var okkar besti maður í sumar og fleiri voru að spila vel.“ Sam Tillen var að klára sitt fjórða tímabil hjá Fram og þekkir því orðið ansi vel til í Safa mýrinni. „Allir þrír (Bretarnir) voru frá- bærir í sumar. Þeir eru ekki síst góðir knattspyrnumenn heldur einnig góðir drengir með frábært viðhorf. Það skiptir máli,“ segir Tillen. „Ég man þegar ég kom fyrst til Fram. Þá voru hérna Danir sem voru hér á kolröngum forsend- um. Það var ótrúlegt að sjá hversu slakt viðhorf þeir voru með,“ bætir hann við. „En með tilkomu strák- anna í sumar fundum við ákveðið jafnvægi í liðinu og það er ljóst að hefðu þeir komið fyrr hefði okkur gengið betur í sumar.“ Þeir Tillen, Lowing og Hewson voru allir samningsbundnir Fram til lengri tíma en í gær bættist svo Steven Lennon í hópinn eftir að hafa samið við liðið til 2013. „Ég nýt þess að spila fótbolta í Fram og skiptir það mestu,“ segir Lennon. „Ég vona að ég fái tvö góð ár með Fram og að ég standi mig það vel að ég komist svo í stærri deild.“ Margir týnast og hætta 22 ára Allir fjórir leik- mennirnir ólust upp hjá stórum breskum félögum. Þeir Lowing og Lennon hjá Glasgow Rangers, Tillen hjá Chel- sea og Hewson var í áratug hjá Manchester United, um tíma sem fyrirliði U-18 liðs félagsins. Allir eiga þeir að baki leiki með yngri lands- liðum Englands og Skot- lands. Tillen segir að fjöl- margir knattspyrnu- menn sem alast upp hjá stór félögum eigi það til að týnast. „Þeir leikmenn sem ekki komast að í aðalliðinu enda langflestir í neðri deildunum. Þar er fótboltinn allt annar en þeir hafa vanist og var það líka tilfell- ið hjá mér. Ég fór til Brentford og síðustu átján mánuðirnir þar voru ömurlegir. Ég hataði æfingarnar og hlakkaði aldrei til að spila leik- ina. Margir í mínum sporum týn- ast einfaldlega og hætta svo 22 ára gamlir, þó svo að þeir hafi sem unglingar verið taldir í hópi efni- legustu leikmanna landsins.“ Frelsi til að njóta sín Allir þeir þrír sem Frétta- blaðið ræddi við minnt- ust á þjálfarann Þor- vald Örlygsson og þökkuðu honum fyrir traustið sem þeir fengu undir hans stjórn. Lowing fær orðið: „Þorvaldur sá til þess að sjálfs- traustið var allt- af mikið. Hann g a f ok k u r frelsi til að spila og við vissum að þetta væri bara tímaspursmál. Svo þegar að Sam og Steven komu þá fengum við þetta litla sem vantaði upp á.“ Tillen tekur undir þetta. „Ég fékk aftur ástríðu fyrir fótboltan- um hjá Fram. Mér líður eins og ég sé 10-11 ára gamall á nýjan leik og get ekki beðið eftir næstu æfingu eða leik. Um það á fótboltinn að snúast.“ Tillen býr hér á landi en þeir Hewson, Lowing og Lennon snúa nú aftur til síns heima en koma aftur í nóvember þegar undirbún- ingstímabilið hefst. „Það verður ný reynsla og mjög ólíkt því sem ég þekki,“ sagði Lowing um tilhugsunina við sex mánaða undirbúningstímabil um hávetur á Íslandi. „En ég óttast ekkert þá tilhugsun og hlakka til að upplifa eitthvað nýtt.“ eirikur@frettabladid.is FUNDU ÁSTRÍÐUNA AFTUR Í FRAM Bretarnir fjórir í Fram áttu stóran þátt í því að liðið náði að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni á ævin- týralegan máta. Fréttablaðið ræddi við þrjá þeirra um sumarið og af hverju þeir enduðu í Pepsi-deildinni. ÞRÍR ÖFLUGIR Sam Tillen, Steven Lennon og Alan Lowing áttu stóran þátt í velgengni Fram á seinni hluta tímabilsins, rétt eins og Sam Hewson sem var farinn af landi brott þegar myndin var tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég fór til Brentford og síðustu átján mánuð- irnir þar voru ömurlegir. Ég hataði æfingarnar og hlakkaði aldrei til að spila leikina. SAM TILLEN LEIKMAÐUR FRAM FÓTBOLTI Það virðist vera komin nokkur hreyfing á landsliðs- þjálfaramálin hjá KSÍ en Ólafur Jóhannesson stýrir sínum síðasta landsleik á föstudag. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti við íþróttadeild í gær að hann væri í viðræðum við Svíann Lars Lagerbäck um að taka að sér starfið. Svíinn er einnig sagður vera í viðræðum við forráðamenn austurríska knattspyrnusam- bandsins. Talið var að hann væri úr myndinni þar en austurrískir miðlar greindu frá því í gær að Lagerbäck væri enn í myndinni hjá Austurríki. Lagerbäck lýsti yfir áhuga á að taka við íslenska landsliðinu í samtali við Fréttablaðið á dög- unum. Þá sagðist hann vera til í að ræða við KSÍ og Frétta blaðið spurði hann í gær hver staða mála væri? „Á meðan ekkert er frágengið í mínum málum hef ég ákveðið að sleppa því að tjá mig. Þið verðið því að bíða og sjá hvað verður,“ segir Lagerbäck. „Þegar í ljós kemur hvort ég verði landsliðsþjálfari Íslands eður ei er þér velkomið að ræða eins mikið við mig og þú vilt. Ég tel það ekki vera rétt af mér að ræða mín mál í fjölmiðlum á meðan þau eru í óvissu. Ég held að það eigi við um alla.“ Hinn 63 ára gamli Lagerbäck var lengi vel landsliðsþjálfari Svía og kom liðinu á fimm stór- mót í röð á sínum tíma. Hann hefur undanfarið verið að vinna fyrir sænska knattspyrnusam- bandið og Knattspyrnusamband Evrópu. - hbg Leitin að eftirmanni Ólafs: KSÍ ræðir við Lagerbäck LARS LAGERBÄCK Vill ekki ræða stöðu viðræðna við KSÍ sem stendur. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES SAMUEL HEWSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.