Fréttablaðið - 07.10.2011, Síða 34

Fréttablaðið - 07.10.2011, Síða 34
8 föstudagur 7. október ✽ Sítt og hlýtt tíska I ngibjörg Rósa Harðardóttir hefur starfað í fatabransan- um síðan hún var 17 ára gömul en nú er hún einn af rekstrarstjórum NTC verslunarkeðjunnar. Inga Rósa, eins og hún er kölluð, segist vera algjör buxnastelpa og gengur sjaldan í kjólum eða pilsum. Inga Rósa deildi með Föstudegi hverjar eru hennar fimm uppáhaldsbuxur í fataskápnum. TOPP FIMM Í FATASKÁPNUM Uppáhalds buxurnar Nýjustu kaupin „Diesel-gallabuxur sem ég féll fyrir nýlega og sé ekki eftir því. Hef varla farið úr þeim. Þær eru bæði háar í mittið og úr þægilegu teygjuefni. Passa við allt, háa hæla jafnt og strigaskó.“ Háar í mittið „5 Unit-buxur sem ég keypti í Gallerí 17 í septem- ber. Þessar minna svolítið á aðhaldsbuxur því þær eru svo háar í mittið, sem skiptir mig miklu máli. Maður á aldrei nóg af svörtum buxum í fataskápnum.“ Elstu og bestu „Þessar keypti ég í H&M á Ítalíu árið 2002 og eru mínar uppáhalds. Stærsta hrósið fyrir buxurnar er að ég passa enn þá í þær, níu árum og tveimur börnum seinna.“ Víðar og þægilegar „Köflóttar buxur frá Ichi sem eru keyptar í Gallerí 17. Dragtarbuxur með síðu klofi sem ég nota helst við ökklastígvél og þröngan bol eða skyrtu.“ NÝ LÍNA HILDAR HAFSTEIN Skartgripahönnuðurinn Hildur Hafstein, sem var í forsíðuviðtali í síðasta blaði, var að koma með nýja línu í búðir í vikunni. Í henni notar Hildur meira af handgerðu silfri í bland við steina í ýmsum litum en í lín- unni eru bæði armbönd og hálsmen. Einnig býr Hildur til armbönd fyrir ungabörn og börn, sem eru tilvaldar sængur- og skírnargjafir. Skartið fæst í verslunum Aftur, Boutique Bella, Epal-búðunum, Kastaníu og vefversluninni Uma.is. Ómissandi í fataskápinn „Æðisleg útsölukaup sem ég rambaði inn á í EVU fyrir fjórum árum. Teknar fram hvern ein- asta vetur og tel ég það algjörlega nauð- synlegt að eiga leðurbuxur í flottu sniði. Þær eru mjög mjúkar úr hanskaleðri og með rassvösum úr efni sem setja skemmtilegan svip á buxurnar.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.