Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 4
26. október 2011 MIÐVIKUDAGUR4 Aðalfundur Sumarhúsafélag Úthlíð Reykjavík 25. október 2011 Ágæti sumarhúsaeigandi í landi Úthlíðar Biskupstungum. Til stendur að endurvekja Félag sumarhúsaeigenda í Úthlíð. Því hefur verið ákveðið að boða til aðalfundar fimmtudaginn 10. nóvember næstkomandi kl 20. að Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík í sal Stangaveiðifélags Reykjavíkur (Austurveri). Dagskrá fundar er eftirfarandi: • Kosning formanns • Kosning annarra stjórnarmanna • Kosning varamanna • Ákvörðun um árgjald til félagsins • Öryggismál • Önnur mál Við hvetjum ykkur öll til að mæta, ræða málin og huga að öryggi sumarhúsaeigenda í Úthlíð. Fyrir hönd undirbúningsnefndar: Magnús Ólafsson s: 898-0860 Edda Dungal s: 899-0028 LÖGREGLUMÁL Líðan mannsins, sem lenti í alvarlegu slysi á Dal- vegi í síðustu viku, var óbreytt síðdegis í gær að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Land- spítalans. Maðurinn var þá enn í öndunarvél. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu fer með rannsókn slyssins þar sem gámabíl var ekið í veg fyrir manninn sem var á reiðhjóli, þannig að hann lenti undir bílnum. Íslenska Gámafélagið ehf. og SORPA bs. hafa sent frá sér yfir- lýsingu þar sem fyrirtækin harma slysið og segjast hafa brugðist við með því að fara yfir allt verklag, öryggi og aðstöðu, hvort hjá sér, í því skyni að auka öryggi og koma í veg fyrir slys. - jss Fyrirtækin harma slys: Maðurinn enn í öndunarvél UTANRÍKISMÁL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur sent starfsbróður sínum í Tyrk- landi, Abdullah Gül, samúðar- kveðjur vegna jarðskjálftans í Tyrklandi. Í samúðarkveðjum forsetans kemur fram að hugur Íslend- inga sé hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem hafi látist eða slasast. Þjóðir heimsins séu á slíkum tímum reiðubúnar að rétta hjálp- arhönd, og samstaða og samhjálp séu brýnar þegar hamfarir nátt- úrunnar ógni lífi og heilsu. - þeb Vottaði Tyrkjum samúð: Forsetinn sendi samúðarkveðju BANDARÍKIN, AP Ráðgjafanefnd stjórnvalda í Bandaríkjunum um bólusetningar hefur lagt til að ungir drengir verði bólusett- ir fyrir HPV-veirunni, líkt og stúlkur. Bóluefnið er nú gefið stúlkum til að koma í veg fyrir legháls- krabbamein, og hefur slík bólu- setning einnig verið hafin hér á landi. Nú segja læknar að bólu- setja ætti drengi til að koma í veg fyrir að þeir fái kynfæravörtur og nokkrar tegundir krabba- meins. Þá væri einnig hægt að koma í veg fyrir að drengir smiti stúlkur af veirunni. - þeb Bandarískir sérfræðingar: Vilja bólusetja drengi við HPV LÖGGÆSLA Öryggi íbúa Dalasýslu og þeirra sem leið eiga um sýsluna er stefnt í hættu, eftir að hætt var að manna lögreglustöð þar. Svo segir í samþykkt aðalfund- ar Lögreglufélags Vestfjarða. Fundurinn krefst þess að stjórn- völd tryggi öryggi landsmanna með viðunandi hætti. Með niður- skurðarkröfum undanfarin ár hafi öryggisstiginu verið ógnað. Löngu sé tímabært að stjórn- völd taki ákvörðun um hvert öryggis- og þjónustustigið eigi að vera á Íslandi. Loks krefst fundurinn sanngjarnrar lausnar í kjaramálum. - jss Ómönnuð lögreglustöð: Öryggi íbúa er stefnt í hættu Snákur í Breiðholti Lögreglumenn fundu nýverið sprell- lifandi snák í Breiðholtinu. Dýrið var tekið í vörslu lögreglu og síðan flutt að Keldum þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. LÖGREGLUMÁL VIÐSKIPTI „Það er ekkert mál að láta í minni pokann,“ segir Krist- ján Berg, fisksali í Fiskikónginum, sem hefur orðið við kröfu pitsu- keðjunnar Domino‘s um að hætta að auglýsa svokallaða Megafiski- viku. Kristján fékk tölvupóst úr her- búðum Domino‘s á mánudag eftir að auglýsingarnar birtust fyrst. Þar sagði að rekstraraðili Dom- ino‘s ætti einkaleyfi á vörumerkinu Megaviku og notkun Fiskikóngsins bryti líklega í bága við það, jafnvel þótt „fiski“ væri bætt í það mitt. Kristján var í fyrstu ekki viss um hvernig bregðast skyldi við og afréð að halda auglýsingunum áfram í einn dag hið minnsta. Í gær gafst hann síðan upp. „Ég þorði ekki að eiga á hættu að fá milljónasektir og lögfræð- ingaher yfir mig,“ segir hann. „Þannig að kóngurinn verður að hneigja sig og beygja fyrir stærri öflum í þessu ágæta þjóð- félagi.“ Kristján tilkynnti starfsmanni Domino‘s um þessa ákvörðun í tölvupósti og baðst afsökunar á að hafa troðið fyrirtækinu um tær. „Ekkert stórmál,“ fékk hann til baka frá Domino‘s, ásamt uppá- stungu um að nota orðið Mega- daga, sem ekki yrðu gerðar athugasemdir við. - sh Hættir að auglýsa Megafiskiviku af ótta við málsókn og sektir: Fiskikóngurinn lúffar fyrir Domino‘s BÚIÐ Í BILI Kristján auglýsti Megafiski- vikuna bara í tvo daga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 17° 10° 10° 14° 13° 9° 9° 24° 15° 22° 16° 27° 6° 14° 22° 9°Á MORGUN Fremur hægur vindur víða um land. FÖSTUDAGUR Fremur hæg breytileg átt víða um land. 3 3 3 4 5 6 6 66 5 7 8 6 8 8 6 66 5 6 3 9 9 8 6 5 7 4 5 5 6 13 15 HAUSTLEGT verður veðrið næstu daga. Það má búast við dálítilli rigningu víða í dag og á morgun og nokkuð mildu veðri, en heldur kólnandi á föstudag og líklega slydda norðan til, en sunnanlands verður úrkomulaust að minnsta kosti fram eftir degi. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður ÖRYGGISMÁL Íslendingar hafa boðið út þyrlukaup í samstarfi við Norðmenn og munu, að því gefnu að Norðmenn samþykki eitthvert tilboð, eignast björgunarþyrlu fyrir árið 2020 sem gæti kostað fimm milljarða. Útboðið var auglýst í Nor- egi á mánudag. Samkvæmt því hyggjast Norð- menn kaupa minnst sextán leitar- og björg- unarþyrlur, með möguleika á að fjölga þeim um sex, og Íslendingar eina þyrlu með möguleika á að fjölga þeim í þrjár. „Við erum að tala um gríðarleg- ar fjárfestingar í slíkum þyrlum en með því að fara inn í þennan pakka með Norðmönnum náum við betri kjörum en við gerum ella,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hins vegar kveði samningurinn á um að ekki komi til neinna fjárútláta fyrir Íslendinga fyrr en árið 2015. Þyrlan verði afhent á árunum 2018 til 2020. Samstarfssamningur um útboð- ið var fyrst gerður í nóvember árið 2007. Þá stóð til að Íslending- ar keyptu þrjár til fjórar þyrlur. En felst einhver skuldbinding í því fyrir Íslendinga að taka þátt í þessu útboði? „Já, við erum að skuldbinda okkur til að festa kaup á þyrlu,“ segir Ögmundur. „Síðan er mögulegt að Norðmenn fái ekki niðurstöðu sem þeir sætti sig við – og þar með við líka.“ Með öðrum orðum felur samkomulag- ið í sér að við fylgjum Norðmönn- um að máli; ef þeir taki tilboði gerum við það líka. „Við treyst- um þarna á Norðmenn,“ segir Ögmundur. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fagnar tíðindunum. „Landhelgisgæslan fagnar því mjög að hafist skuli vera handa við langtímalausn á þyrlumálum Íslendinga,“ segir hann. stigur@frettabladid.is Norðmenn ráða för í samstarfi um þyrlur Íslendingar hafa skuldbundið sig til að byrja að greiða af nýrri björgunarþyrlu árið 2015. Hafa boðið verkið út ásamt Norðmönnum, sem hafa lokaorðið um hvort tilboði verður tekið. Forstjóri Landhelgisgæslunnar fagnar áfanganum. RÁNDÝRT TÆKI Þegar rætt var um samstarfið á fyrstu stigum þess árið 2007 voru einkum tvær þyrlutegundir nefndar til sögunnar sem mögulegur kostur. Önnur var AgustaWestland EH1 og hin Sikorsky S-92. Sú síðari sést hér á myndinni. ÖGMUNDUR JÓNASSON Ríkisstjórn samþykkir að leigja þyrlu Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að þótt útboðið sé fagnaðarefni leysi það ekki bráðavandann sem við sé að etja. „Við stöndum frammi fyrir því vandamáli núna að verða aðeins með eina þyrlu í standi eftir áramót. Við erum að reyna hvað við getum til að koma í veg fyrir að svo verði en höfum ekki fundið lausn á því – og erum reyndar töluvert langt frá því,“ segir Georg. „Þetta verkefni breytir engu um það.“ Ögmundur Jónasson er sammála því að þann vanda verði að leysa. „Við þurfum að fá þyrlu til leigu og það er mjög brýnt að frá því hafi verið gengið um áramótin þegar TF-LÍF fer í nokkurra mánaða klössun. Inni í ríkisstjórn liggur fyrir minnisblað um það sem verður endanlega afgreitt á næsta ríkisstjórnarfundi á föstudag,“ segir Ögmundur. Minnisblaðið kveði á um viðbótarfjárveitingu til leigu á þyrlu. LÍBÍA Lík Múammars Gaddafí og Mutassims sonar hans voru grafin í gær, að sögn stjórnvalda í Líbíu. Þá var fyrrver- andi varnar- málaráðherra Gaddafís einnig grafinn á sama stað. Líkin voru sett í ómerkta gröf í eyðimörk- inni fyrir sólar- upprás. Ætt- ingjar Gaddafís fengu að vera viðstaddir ásamt nokkrum embættismönnum. Ætt- ingjarnir vildu að feðgarnir yrðu jarðsettir fyrir utan heimaborgina Sirte, þar sem þeir létust. Nýjum stjórnvöldum í Líbíu reyndist erfitt að ákveða hvað gera skyldi við lík einræðisherrans fyrrverandi. - þeb Jarðsettur í eyðimörkinni: Gaddafí fékk ómerkta gröf MÚAMMAR GADDAFÍ GENGIÐ 25.10.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,0879 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,97 114,51 182,51 183,39 158,86 159,74 21,334 21,458 20,668 20,79 17,423 17,525 1,4958 1,5046 180,7 181,78 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.