Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 18
26. OKTÓBER 2011 MIÐVIKUDAGUR2
FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDÖGUM
Óframkvæmanlegt?
27. október | kl. 8:30 | Borgartúni 27
Vandkvæði við að leiðrétta skattskil fagaðila vegna nýfallins
dóms hæstaréttar um lögmæti fjármögnunarleigusamninga.
Fyrirlesari: Sigurjón Högnason, KPMG.
Kynning á skattkerfi Hollands fyrir eignarhaldsfélög og
aðflutta einstaklinga. Fyrirlesarar: Harrie van Duin og
Aroen Rambhadjan, KPMG.
Skráning á kpmg.is
Fjarskipti
Þórður Snær Júlíusson
Ef Tal fær að innheimta hærri
lúkningargöld en samkeppnis-
aðilar þess er fyrirtækið vel
rekstrarhæft og gæti verið með
jákvætt eigið fé á fyrri hluta
næsta árs. Þetta segir Viktor
Ólason, forstjóri Tals. Tal hefur
samtals tapað um 900 milljónum
króna á síðustu þremur árum. Þar
af nam tapið í fyrra 99 milljónum
króna. Eigið fé Tals var neikvætt
um síðustu áramót þrátt fyrir að
nýir eigendur fyrirtækisins hafi
sett 80 milljónir króna inn í nýtt
eigið fé í fyrra.
Tal hefur tapað töluverðum hluta
af viðskiptamannahópi sínum á
undanförnum árum. Samkvæmt
síðustu birtu tölfræðiskýrslu
Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS)
missti fyrirtækið til að mynda um
4.000 farsímaviðskiptavini í fyrra,
eða um fimmtung þeirra. Um síð-
ustu áramót var markaðshlutdeild
fyrirtækisins 4,5% sem gerði það
að fjórða stærsta farsímafyrirtæki
landsins.
Viktor segir að árið 2011 hafi
hins vegar verið ár viðsnúnings
hjá fyrirtækinu. Mikil tiltekt hefði
átt sér stað í rekstrinum og við-
skiptavinum fjölgað um 5% í öllum
þjónustum það sem af er árinu
2011. Framtíðarrekstrarhæfi
Tals velti þó mikið á því hvern-
ig PFS meðhöndlar kröfu um að
fá að innheimta hærri lúkningar-
gjöld næstu árin. Slík gjöld eru
greidd þegar viðskiptavinir ann-
arra símafyrirtækja hringja í við-
skiptavini Tals. PFS hefur ákvörð-
unarvald yfir hversu há lúkn-
ingargjöld mega vera. Nýjum
fyrirtækjum er heimilt að inn-
heimta hærri gjöld en sterkari
aðilar á markaði til að auðvelda
innkomu þeirra á hann.
Tal hefur verið starfandi frá
árinu 2006 en þorra þess tíma
var félagið endursöluaðili á þjón-
ustu Vodafone. Í fyrra komu nýir
eigendur að félaginu og það gerði
kaupleigusamning um farsíma-
stöð við Símann. Frá þeim tíma
hefur Tal innheimt 12,5 krónur á
mínútu í lúkningargjöld. Það er
sjö krónum meira en Vodafone og
Síminn fá að innheimta. Forsvars-
menn fyrirtækisins vilja að það
fái heimild til að gera slíkt í þrjú
ár í viðbót áður en gjöldin fara að
lækka í átt að verði samkeppnis-
aðilanna.
Því hefur PFS hafnað og í mars
birti stofnunin skýrslu þar sem
segir að Tal sé ekki nýr aðili á
markaði, enda hafi fyrirtæk-
ið starfað í fimm ár. Þá sé sá
sýndarnetrekstur sem fyrirtæk-
ið stundar ekki sambærilegur því
að byggja upp eigið fjarskiptanet.
Þess vegna ættu innheimt lúkn-
ingargjöld Tals að lækka strax 1.
september (síðastliðinn) og vera
orðin þau sömu og hjá öðrum sam-
keppnisaðilum 1. janúar 2013.
Þeirri ákvörðun voru forsvars-
menn Tals algjörlega ósammála.
Skömmu síðar, í maí, var gert
samkomulag um að sameina Tal
og Vodafone undir merkjum þess
síðarnefnda. Samruninn var gerð-
ur með fyrirvara um samþykki
samkeppnisyfirvalda. Í málinu
byggðu Tal og Vodafone á því að
Tal væri fyrirtæki á fallanda fæti.
Samkeppniseftirlitið féllst ekki
á þennan rökstuðning og ógilti
samrunann. Eitt af því sem réði
niðurstöðu samkeppnisyfirvalda
var afstaða PFS, sem lagðist hart
gegn samrunanum.
Viktor telur þá afstöðu PFS
munu leiða til þess að stofnun-
in endurskoði ákvörðun sína frá
því í mars varðandi innheimtu
Tals á lúkningargjöldum. „Fyr-
irtækið er rekstarhæft. En það
tekur tíma að vinda ofan af fé-
lagi sem hefur verið í þröngri
stöðu. Þetta veltur gríðarlega
mikið á því hvaða ákvörðun Póst-
og fjarskiptastofnun tekur.“
Tal vill jákvæða
mismunun áfram
Tal hefur tapað 900 milljónum á þremur árum. Fyrirtækið missti fimmtung
farsímaviðskiptavina sinna í fyrra. Forstjórinn segir mikla tiltekt hafa átt sér stað.
TILTEKT Tal og Vodafone vildu meina að Tal væri fyrirtæki á fallanda fæti þegar þau
ætluðu að sameinast. Þeim rökstuðningi var hafnað. Forstjórinn segir viðsnúning
hafa átt sér stað á þessu ári.
Vodafone sagði nýverið upp þjónustusamningi við Tal og bar fyrir
sig að fyrirtækið skuldaði sér hátt á þriðja hundrað milljónir króna
vegna veittrar þjónustu. Tal telur hins vegar að upphæðin sé mun
lægri, eða um 36 milljónir króna. Tal er ekki með eigin fjarskiptakerfi
heldur styðst við svokallaðan sýndaraðgang að kerfum annarra
í gegnum símstöð sem fyrirtækið tók á kaupleigu af Símanum í
fyrra. Tal er þegar með samning við Símann um að þjónusta við-
skiptavini sína á farsíma-, internet- og sjónvarpsmarkaði. Eftir
uppsögn Vodafone á ofangreindum samningi hóf Tal líka samnings-
viðræður við Símann um að hann þjónusti Tal einnig á heimasíma-
markaði. Ekki er komin endanleg niðurstaða í þær viðræður.
DEILUR UM SKULD VIÐ VODAFONE
DAGATAL VIÐSKIPTALÍFSINS
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER
➜ Marel Food System hf. 9 mán. uppgjör
➜ Small Countries, Important Innovations
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER
➜ Nýskráningar og gjaldþrot hlutafélaga og einkahlutafélaga
í september 2011
➜ Össur hf. 9 mán. uppgjör
➜ Staða markaðsverðbréfa SÍ
➜ Lærdómur af efnahagskreppunni og verkefnin fram undan
➜ Vísitala neysluverðs í október 2011
➜ Afmælisráðstefna Stjórnvísi
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER
➜ Útboð LSS 150224
➜ Nýherji hf. 9 mán. uppgjör
➜ Vísitala framleiðsluverðs í september 2011
➜ Fjárhagsstaða heimilanna 2011
➜ Verðbréfaviðskipti – hagtölur SÍ
➜ Útgáfudagar Hagvísa SÍ
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER
➜ Icelandair Group hf. 9 mán. uppgjör
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Landsbankinn seldi 12,8% af almennu hlutafé sínu og helming þess
forgangshlutafjár í Stoðum sem bankinn átti til Horns Fjárfestinga-
félags 30. september síðastliðinn. Kaupverðið var 4,8 milljarðar
króna. Landbankinn, sem er eini eigandi Horns, á enn um 13%
almennt hlutafé í Stoðum.
Stoðir, sem áður hétu FL Group, högnuðust um rúma tvo milljarða
króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs og eigið fé félagsins er 32,3
milljarðar króna. Skuldir félagsins eru einungis um 4,5 milljarðar
króna. Kröfuhafar Stoða tóku félagið yfir í kjölfar nauðasamninga
sumarið 2009. Við gerð þeirra voru skuldir Stoða færðar niður um
225 milljarða króna, sem er mesta einstaka skuldaafskrift eignar-
haldsfélags í Íslandssögunni. Auk Landsbankans og Horns eru skila-
nefnd Glitnis og Landsbankinn á meðal stærstu eigenda Stoða.
Helstu eignir félagsins eru 99% hlutur í TM og 40% hlutur
í evrópska drykkjavöruframleiðandanum Refresco.
Landsbankinn selur
Horni hlut í Stoðum
STOÐIR Júlíus Þorfinnsson er framkvæmdastjóri Stoða.
Dagatal atvinnulífsins
Martin Wolf, yfirhagfræðingur
og einn af ritstjórum stór-
blaðsins Financial Times,
verður aðalræðumaður á
fundi VÍB, eignastýringarþjón-
ustu Íslandsbanka, í kvöld.
Á fundinum munu Wolf,
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, Katrín Ólafs-
dóttir, lektor í Háskólanum
í Reykjavík, og Heiðar Már
Guðjónsson fjárfestir ræða
stöðu Íslands og framtíðar-
stefnu. Á meðal þess sem
rætt verður er aðild að Evr-
ópusambandinu,
gjaldeyrishöft,
erlend fjárfest-
ing, skattkerfi
og framtíðar-
tækifæri.
Martin Wolf
með framsögu