Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 6
26. október 2011 MIÐVIKUDAGUR6 Frá kr. 99.900 7 nátta ferð - síðustu sæti! Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum til Kanaríeyja þann 15. nóvember. Í boði eru sértilboð m.a. á Maspalomas Lago smáhýsum og Jardin del Atlantico íbúðarhótelinu. Beint flug frá Kanaríeyjum á leiðinni til Kanaríeyja þann 15. nóvember. Á heimleið er flogið til Tenerife og þaðan til Íslands þann 22. nóvember. Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði! Kanarí 15. nóvember Frá kr. 99.900 Maspaloma Lago Netverð á mann m.v. tvo fullorðna í 7 nætur. Ótrúlegt sértilboð!***** Frá kr. 129.700 Jardin del Atlantico með allt innifalið Netverð á mann m.v. tvo fullorðna í 7 nætur. Fimmtudagur 27/10 kl. 20 sýning Föstudagur 28/10 kl. 20 takmarkaður sætafjöldi Laugardagur 29/10 kl. 20 takmarkaður sætafjöldi Sunnudagur 30/10 kl. 20 sýning Fimmtudagur 03/11 kl. 20 aukasýning Föstudagur 04/11 kl. 20 aukasýning D I L L - NORRÆNA HÚSIÐ - Völuspá „Ef þið viljið upplifa einstakan matarlistar- og „Með því sterkasta sem ég hef upplifað, „ - Viðar Eggertsson, stjórnandi útvarpsleikhússins RÚV - - Dominique Plédel Jónsson, matgæðingur og eigandi Vínskólans - - Sigríður Björg Tómasdóttir, Fréttablaðið - - Inga Rún Sigurðardóttir, Morgunblaðið - Miðasala; KJÖRKASSINN STJÓRNMÁL Ýmislegt hefði mátt betur fara við val á fulltrúum Heimdallar á sambandsþing Sambands ungra sjálfstæðis- manna í lok ágúst. Þetta segir Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík. Þá harm- ar stjórn Varðar vinnubrögð fyrrverandi stjórnar Heimdallar. Björn Jón Bragason, sem sótt- ist eftir embætti formanns SUS á þinginu, lagði fram erindi til stjórnar Varðar eftir þingið. Steingrímur Sigurgeirsson, for- maður Varðar, hefur staðfest það við Fréttablaðið og að málið hafi verið tekið fyrir á fundi. Björn Jón gerði athugasemdir í átta liðum en stjórn Varðar segir tvennt standa upp úr. Í fyrsta lagi að stjórnar- m ö n n u m í Heimdalli hafi verið meinaður aðgang- ur að fulltrúalistum þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað. Þá segir að ekki hafi verið orðið við beiðni 63 félagsmanna í Heim- dalli að halda félagsfund innan tímamarka sem nauðsynleg hafi verið. Stjórnin segist harma vinnu- brögð fyrrverandi stjórnar Heimdallar í aðdraganda á vali fulltrúa á þing SUS, „og með því meðvitað eða ómeðvitað ekki beitt þeim lýðræðislegu vinnu- brögðum sem tíðkast eiga innan Sjálfstæðisflokksins“. Þá fagn- ar Vörður því að nýkjörin stjórn Heimdallar hyggist endurskoða starfsreglur sínar. - þeb Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, fjallaði um þing SUS: Harmar vinnubrögð í Heimdalli BJÖRN JÓN BRAGASON LÖGREGLUMÁL Innbrotafaraldur hefur geisað í Þorlákshöfn undan- farnar helgar. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi, sem rannsakar málin, virðast þau tengjast. Íbú- arnir ræða nú nauðsyn þess að koma upp eftirlitsmyndavélum á hringtorgi við bæinn og vegum sem liggja að honum. Að undanförnu hefur verið brot- ist inn á tvo veitingastaði. Á báðum stöðum var stolið flatskjáum og bjór og á öðrum þeirra var pen- ingakassinn tæmdur. Í öðru til- vikinu þurfti að nota slípirokk til að komast að flatskjánum. Í Bíliðjunni í Þorlákshöfn var bíl stolið í tvígang. Í fyrra skiptið voru piltar undir tvítugu að verki en í hið síðara fimmtán og sextán ára piltar. Hinir síðarnefndu voru stöðvaðir af lögreglu á Arnarnesi í Garðabæ um nýliðna helgi. Sá sextán ára var við stýrið en hinn í framsætinu. Enn fremur var brotist inn á smíðaverkstæði í Þorlákshöfn og rótað í lyfjakassa þar. Fyrirtækið Járnkarlinn varð einnig fyrir barðinu á innbrots- þjófum, sem stálu þar mynda- vél. Þeir skildu eftir sig íþrótta- tösku með kúbeini á staðnum. Innbrotsþjófarnir hafa heimsótt fleiri fyrirtæki og verslanir, þar sem þeir hafa ýmist rótað til eða haft á brott með sér þýfi sem þeir ágirntust. - hs, jss Lögreglan á Selfossi rannsakar fjölda innbrota og þjófnaðarmála: Innbrotafaraldur í Þorlákshöfn LÖGREGLAN Rannsakar fjölda innbrota. DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir ýmis brot, þar á meðal kannabisræktun og þjófnaði. Manninum er gefið að sök að hafa stolið 70 þúsund krónum úr veitingasölu Skíðafélags Akureyr- ar í Hlíðarfjalli. Þá stal hann hárlit úr Samkaupum á Akureyri. Loks fann lögregla níu kanna- bisplöntur og nítján græðlinga á heimili hans þegar hún gerði leit þar. Að auki reyndist maðurinn vera með tæp sextán grömm af maríjúana. - jss Ákærður fyrir allmörg brot: Kannabisrækt- andi stal hárlit Ert þú hlynnt(ur) því að tekinn verði upp sykurskattur til að vinna gegn offitu? Já 39,2% Nei 60,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Var rétt af Páli Magnússyni að þiggja ekki stöðu forstjóra Bankasýslunnar? Segðu þína skoðun á visir.is. DÓMSMÁL Lögbanns er nú krafist á að Matthías Imsland hagnýti sér upplýsingar sem hann fékk í starfi sem forstjóri Iceland Express til að vinna að stofnun nýs félags í flugrekstri. Í lögbannskröfu Iceland Express (IE), sem lögð var fram hjá sýslu- manninum í Reykjavík í gær, segir að Matthías hafi, eftir að hann hafa verið rekinn 19. september síðastliðinn, verið í „miklu sam- bandi við viðskiptavini“ Iceland Express í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. Hann hafi sömuleiðis „haft samband við fyrrum undirmenn sína hjá gerðarbeiðanda [IE] til að kanna hug þeirra til þess að skipta um starfsvettvang og fara að starfa hjá sér í nýju félagi“ með sömu uppbyggingu og IE. Með þessu hafi Matthías brot- ið gegn ákvæði í ráðningarsamn- ingi um að hann megi ekki efna til samkeppni við félagið í tvö ár frá lokum uppsagnarfrests og ekki hagnýta sér trúnaðarupplýsingar þess í þrjú ár. Félagið hafi komist að fyrirætlunum Matthíasar með því að skoða útskrift af notkun á farsíma sem hann hafi fengið að taka með sér frá IE og félagið átti að greiða af þar til sex mánaða uppsagnarfrestur sé á enda. „Gerðarþoli [Matthías] hefur síðan hann var rekinn úr starfi sýnt með athæfi sínu og gerð- um að hann hefur ríkan vilja og ásetning til að brjóta gegn ólög- bundinni og lögbundinni trúnaðar- skyldu sinni gagnvart gerðarbeið- anda [IE] og nýta í eigin þágu og annarra atvinnuleyndarmál hans, sem hann hafði aðgang að og var trúað fyrir sem forstjóra,“ segir í lögbannskröfunni. Þá er Matthíasi borið á brýn að hafa „fegrað“ upggjör Iceland Express á þessu ári. Þetta hafi meðal annars verið gert með því að eignfæra kostnaðarliði til að sýna betri afkomu af rekstri en raunin var og áætla tekjur sem enginn fótur hafi verið fyrir. „Var hér um svo grófa rangfærslu bók- halds að ræða að stjórnin átti þann kost einan að leysa gerðarþola undan daglegri vinnuskyldu þegar í stað,“ segir í lögbannskröfunni. Þrátt fyrir þessi meintu bók- haldsbrot Matthíasar segist Iceland Express ekki hafa séð „ástæðu til að láta hann skila gsm-síma, blackberry, fartölvu eða borðtölvu“ sem Matthías hafi haft heima hjá sér enda hafi það verið starfstengd hlunnindi. Þessi tæki og trúnaðargögn í þeim um rekstur Iceland Express frá því að Matthías varð forstjóri 1. janú- ar 2007 hafi hann undir höndum og noti nú í þágu annars aðila. Þess sé því krafist að sýslumaður taki þessa hluti af Matthíasi í sína vörslu. Í lögbannskröfunni segir að svo virðist sem vinna Matthíasar fari fram í skrifstofuhúsnæði á Suðurlandsbraut 18. Þar séu til húsa fyrirtækin Iceland Jet ehf., sem stofnað hafi verið 29. septem- ber og Fjárfestingafélag ehf. sem sé „í eigu eða undir stjórn Bald- urs Odds Baldurssonar og Skúla Mogensen. „Ég þarf að tala betur við þig seinna,“ sagði Skúli spurð- ur í gærkvöld hvort hann kæmi að félagi sem hygði á flugþjónustu til og frá Íslandi. Ekki náðist í Matthías Imsland í gærkvöld. gar@frettabladid.is Lögbannskrafa gegn fyrrverandi forstjóra Iceland Express krefst lögbanns á að fyrrverandi forstjóri nýti sér upplýsingar úr starfinu til hagsbóta fyrir aðra. Hann er sagður hafa verið rekinn fyrir að fegra bókhaldið. Fylgst var með símanotkun forstjórans eftir brottreksturinn. MATTHÍAS IMSLAND Forstjórinn sem sagt var upp í september er nú sagður nota tölvur, síma og trúnaðargögn í eigu Iceland Express til að efna til samkeppni við félagið og brjóta þannig ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKÚLI MOGENSEN PÁLMI HARALDSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.