Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 25
KYNNING − AUGLÝSING Þvottavélar & þurrkarar26. OKTÓBER 2011 MIÐVIKUDAGUR 3 Hjá Smith & Norland má fá ódýrar þvottavélar sem eru einfaldar í notkun og taka 5,5 kg og alveg upp í þvottavélar sem taka 8 kg með ýmsum fleiri eiginleikum, til að mynda fyrir stærri fjölskyldur. Íslenskt stjórnborð er á öllum þessum þvottavélum og þurrkurum. Allir ættu því að finna góða vél við sitt hæfi. Helstu kröfur Íslendinga, þegar þvotta- vélar eiga í hlut, eru að þær endist vel, hafi lága bilanatíðni, þvoi mjög vel og séu fljót- ar að því. Því verður Siemens oft fyrir val- inu og vörumerkið hefur löngum verið Ís- lendingum tákn um glæsileika, gæði og góða endingu. Flestar Siemens-þvottavélar hafa nú öflugt 15 mínútna hraðkerfi sem skilar góðum þvotti. Er það þægilegt fyrir nútímafjölskyldur sem oft eru á hrað- ferð. Með nýrri aðgerð, sem nefnist „var- ioPerfect“, geta Siemens-þvottavélarn- ar verið enn sneggri að þvo og sparað enn meiri orku. Með því að nota „speedPer- fect“ ná þær að vera allt að 60% fljótari með þvottinn en með „ecoPerfect“ minnk- ar orkunotkun svo að hún fer allt að 30% undir viðmiðunarmörk hjá orkuflokki A. Að sjálfsögðu verður þvotturinn jafngóð- ur og áður. Þess má geta, að í októberhefti þýska blaðsins Test fengu Siemens-þvotta- vélar bestu einkunnirnar. Smith & Nor- land hefur í 55 ár ávallt lagt metnað sinn í að selja vandaðar vörur og veita trausta ráðgjöf. Smith & Norland sinnir varahluta- og viðhaldsþjónustu af faglegum metnaði á eigin verkstæði. Siemens ávallt skrefi á undan Heimilistækjasvið Siemens er í fremstu röð varðandi tækninýjungar og nýsköpun. Smith & Norland hefur á boðstólum breitt úrval af þvottavélum og þurrkurum frá Siemens. Tækin uppfylla helstu kröfur Íslendinga, þau endast vel og hafa lága bilanatíðni. Helstu kröfur Íslendinga, þegar þvottavélar eiga í hlut, eru að þær endist vel, hafi lága bilanatíðni, þvoi mjög vel og séu fljótar að því. Siemens-vélarnar standast vel allar þessar kröfur. Með kolalausum mótor má draga verulega úr orkunotkun. Ariel þvottefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvotta- vélum. UMHVERFISVÆN STEFNA SIEMENS Siemens er vel þekkt fyrir umhverfisvæna stefnu sína og er í fremstu röð hvað varðar tækninýjungar til orkusparnaðar á heimilum. Siemens hefur kynnt til sögunnar nýjan sjálfhreinsandi þurrkara, WT 46W572DN, sem notar 50% minna rafmagn en sambærileg tæki í orkuflokki A. Auk þess heldur þurrkarinn sömu orkuflokk- un allan endingartímann og sker sig þannig úr miðað við aðra þurrkara í sama orkuflokki. Þurrkarinn er búinn nýrri tækni sem kallast „autoClean“ og gerir hann sjálfhreinsandi. Rakaþéttirinn hreinsast við hverja notkun sem stuðlar að minni orkunotkun (orkuflokkur A) og tryggir um leið styttri þurrkunartíma. Þurrkarinn fæst hjá Smith & Norland. ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS, SEM LÆTUR BLETTINA HVERFA Þetta er vél sem hefur algera sérstöðu. Sextán blettakerfi fyrir ólíka bletti, t.d. vínbletti, blóðbletti og grasgrænu. Tromlan er óvenjustór, tekur 65 lítra og má þvo í henni allt að 8 kg. Innra byrði tromlunnar er með dropalaga mynstri sem fer sérlega vel með þvottinn. Vélin er mjög snör í snúningum: 15 mínútna hraðkerfi og 60 mínútna kraftþvottakerfi fyrir meðal- óhreinan þvott. Á henni eru snertihnappar og stór og öflugur skjár. Vélin hefur mjög góða hljóðeinangrun. SIEMENS „MASTERCLASS“ ÞVOTTAVÉL MEÐ KOLALAUSUM MÓTOR Nýi iQdrive kolalausi mótorinn er sá hljóðlátasti, hagkvæmasti og endingarbesti sem Siemens hefur nokkurn tímann framleitt. Með tímanum slitna venjulegir mótorar vegna kolanna, en nýi kolalausi mótorinn heldur áfram að ganga eins og á fyrsta degi. Þessi nýja tækni gerir það að verkum að vélin notar mun minna rafmagn en áður en nær samt sama árangri. Með kolalausum mótor er komið í veg fyrir að vélin hitni nokkuð að ráði, öfugt við venjulega mótora. Þess vegna notar vélin allt að 30% minni orku en sambærileg vél í orkuflokki A. Ný hönnun á hliðum vélarinnar og hljóðlátur mótor gera það að verkum að titringur minnkar til muna. Jafnvel á mesta snúnings- hraða, 1600 sn./mín., er vélin þýðgeng og hljóðlát. Líttu inn hjá Smith & Norland og hlustaðu á hana vinna – þú þarft að hlusta vel. Siemens er í fremstu röð hvað varðar tækninýjungar til orkusparnaðar á heimilum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.