Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 29
MARKAÐURINN
Bankar ráða yfir tæpum helmingi
allra stórra fyrirtækja á helstu sam-
keppnismörkuðum hérlendis. Bank-
arnir hafa tilkynnt um yfirtöku á
17% þeirra en 29% fyrirtækjanna
eru í mjög slæmri fjárhagslegri
stöðu og ráða ekki örlögum sínum.
Þau eru í höndum lánardrottna
þeirra, bankanna. Þetta var niður-
staða rannsóknar sem Samkeppn-
iseftirlitið gerði á stöðu 120 stórra
fyrirtækja á völdum samkeppnis-
mörkuðum. Eftirlitið telur að í ljósi
sterkrar stöðu viðskiptabankanna
þriggja hafi þeir „ægivald yfir at-
vinnulífinu í dag og séu að því leyt-
inu til ígildi viðskiptablokkar, hver
í sínu lagi“. Slitastjórnir eru síðan
taldar fara með 7% ráðandi hlut í
þessum stóru fyrirtækjum rétt eins
og lífeyrissjóðir. Samanlagt ráða því
bankar, slitastjórnir og lífeyrissjóðir,
beint eða óbeint, yfir 60% af stærstu
fyrirtækjum landsins.
Verið að brjóta skilyrði
Einungis hefur verið tilkynnt um yfir-
töku bankanna á um þriðjungi þeirra
fyrirtækja sem samkeppnisyfirvöld
skilgreina að séu sannarlega í mjúk-
um faðmi þeirra. Að taka yfir fyrir-
tækin fylgja enda töluverðar kvaðir.
Samkeppniseftirlitið hefur sett ítarleg
skilyrði sem snúa meðal annars að því
að bankarnir verða að gera eðlilegar
arðsemiskröfur til fyrirtækjanna og
að þeir verði að selja þá innan tiltek-
ins tíma. Hver sá tímarammi er hefur
þó ekki verið gefið upp.
Samkeppnisyfirvöld hafa áhyggjur
af því að bankarnir séu í sumum til-
fellum að brjóta bæði þessi skil-
yrði. Stundum hefur tímaramman-
um sem bankarnir hafa fengið til að
selja fyrirtækin verið hnikað til og í
öðrum er augljóst að arðsemiskröfur
sem gerðar hafa verið til endurskipu-
lagðra fyrirtækja standast ekki. Þau
fá einfaldlega að tapa peningum í sam-
keppni við önnur fyrirtæki sem eiga
ekki banka sem eiganda.
Haltra áfram með stuðningi bankanna
Samkeppnisyfirvöld telja að vegna
þeirra ströngu skilyrða sem þau hafa
sett bönkunum um meðferð þeirra
fyrirtækja sem þeir taka yfir þá dragi
bankarnir lappirnar við að tilkynna
um slíka yfirtöku. Þá fá bersýni-
lega gjaldþrota fyrirtæki að haltra
áfram, að forminu til með sömu eig-
endur og stjórnendur, en í raun liggur
allt ákvörðunarvald um stjórnun og
framtíð þeirra hjá lánardrottnum,
bönkunum.
Í rannsókn Samkeppniseftirlitsins
er komist að þeirra niðurstöðu að um
29% 120 stórra fyrirtækja á stórum
samkeppnismörkuðum séu í þessari
stöðu.
Rangir hvatar
Eftirlitið telur marga ranga hvata búa
að baki þessari stöðu. Einn er svokall-
aður „umsýsluvandi“. Í skýrslu sam-
keppnisyfirvalda „Samkeppni eftir
hrun“, sem var kynnt í júní, segir að
þessi vandi „endurspeglist í því að
þeir aðilar sem starfa við að leysa úr
vandamálunum hafa af því talsverð-
ar tekjur og byggja lifibrauð sitt á því.
Þrátt fyrir góðan ásetning vinna hags-
munir þeirra af tekjuöflun og atvinnu-
öryggi gegn hagsmunum samfélagsins
af hraðri úrlausn. Hér eiga í hlut skila-
nefndir, starfsmenn í úrlausnarferl-
um bankanna, starfsmenn viðkomandi
fyrirtækja o.fl.“
Annar er „eigendavandinn“. Í
honum felst að kröfuhafar bank-
anna, sem eru að mestu eigendur
tveggja þeirra, hafi af því hagsmuni
að fá „eins mikið og mögulegt er út
úr kröfum sem standa á fyrirtækjun-
um“. Þess vegna láti þeir langtímavið-
skiptahagsmuni bankanna víkja fyrir
skammtímagróðasjónarmiði.
5MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 201126. OKTÓBER 2011 MIÐVIKUDAGUR
Bankar ráða yfir
helmingi fyrirtækja
Bankarnir eru með ægivald yfir atvinnulífinu. Samkeppniseftirlitið telur þá, beint eða óbeint,
ráða yfir 46 prósentum stórra fyrirtækja sem keppa á mikilvægum samkeppnis mörkuðum.
Margir rangir hvatar liggja að baki.
ARION BANKI:
Eignabjarg
Eignabjarg er dótturfélag
Arion banka sem stofnað
var til að halda utan um
þau fyrirtæki sem bankinn
leysti til sín. Félagið á
síðan að selja fyrirtækin
þegar tóm þykir til. Í dag
á Eignabjarg 100% hlut
í Pennanum á Íslandi og
Fram Foods. Auk þess á
félagið 61,7% hlut í smá-
sölurisanum Högum hf. og
42,7% í Reitum fasteigna-
félagi. Eignabjarg átti
einnig 100% hlut í BM Vallá
en seldi hann nýverið fyrir
ótilgreinda upphæð. BM
Vallá hafði þá verið í eigu
Arion banka, eða Eigna-
bjargs, frá því í maí 2010.
Áður hafði Eignabjarg selt
Rekstarfélag tíu-ellefu ehf.
til nýrra eigenda.
Eignabjarg tapaði 2,3 millj-
örðum króna á árinu 2010.
Tapið er nánast
einvörðungu
tilkomið vegna áhrifa frá
dóttur- og hlutdeildarfélög-
um þess; fyrirtækjanna
sem Arion hefur yfirtekið
og fært til Eignabjargs.
ÍSLANDSBANKI:
Miðengi
Miðengi er dótturfélag
Íslandsbanka. Starfsemi
félagsins snýst um að
halda utan um heil
fyrirtæki eða eignarhluti
sem Íslandsbanki hefur
yfirtekið. Á meðal þess
sem finna má á eignaskrá
Miðengis er 100% hlutur
í Jarðborunum, 71,1% hlut-
ur í Bláfugli ehf. og 62,9%
hlutur í BLIH ehf. (sem
á og rekur bílaumboðin
Ingvar Helgason og B&L).
Auk þess á félagið minni
eignarhluti í Atorku Group,
Frumtaki GP ehf., IG Invest
ehf. og nokkrum til við-
bótar. Þess utan á Miðengi
hlut í níu félögum sem
halda utan um fasteignir.
BLIH ehf. og Jarðboranir
eru bæði í sölumeðferð.
Miðengi hefur ekki skilað
ársreikningi vegna ársins
2010. Í uppgjöri félagsins
fyrir árið 2009 kemur
fram að félagið hafi tapað
276 milljónum króna á
því ári. Tapið var nær
einvörðungu vegna hlut-
deildar Miðengis í afkomu
dótturfélaga sinna.
LANDSBANKINN: Horn
og Framtakssjóðurinn
Landsbankinn stofnaði
eignaumsýslufélagið
Vestia á fyrri hluta ársins
2009. Tilgangur Vestia var
sagður að fara með eign-
arhald bankans á hlutafé
annarra rekstrarfélaga.
Landsbankinn ákvað síðan
að selja Vestia til Framtaks-
sjóðs Íslands í janúar 2011.
Vestia hafði þá þegar tekið
yfir Icelandic Group, Teymi
(sem m.a. á Skýrr og EJS),
Húsasmiðjuna og Plast-
prent. Landsbankinn fékk
15,5 milljarða króna fyrir
fyrirtækin auk þess sem
hann eignaðist 27,6% hlut í
Framtakssjóðnum. Lands-
bankinn er því stærsti
einstaki eigandi sjóðsins.
Síðan Landsbankinn
eignaðist í sjóðnum hefur
hann keypt stóran hlut í
N1 ehf. og Promens. Fyrir
átti sjóðurinn stóran hlut í
Icelandair Group.
Landsbankinn á auk þess
Horn fjárfestingafélag
sem á meðal annars hluti
í Eimskipum, Eyri Invest
(sem á 34,7% í Marel) og
Promens.
Framtakssjóðurinn
hagnaðist um 2,5 milljarða
á fyrstu sex mánuðum
ársins 2011. Líkt og sagt
er frá annars staðar í
Markaðinum hefur Horn
fjárfestingafélag hagnast
um 10,1 milljarð króna á
fyrstu níu mánuðum þessa
árs.
EIGNAUMSÝSLUFÉLÖG BANKANNA
Fréttaskýring
Þórður Snær Júlíusson
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins,
segir það niðurstöðu rannsóknar eftirlitsins að endur-
skipulagning fyrirtækja hafi ekki gengið nógu hratt og
að bankarnir og aðrir sem að málinu koma þurfi að gera
mun betur.
Þessi niðurstaða sé sett fram á mjög skýran hátt í
skýrslunni „Samkeppni eftir hrun“ sem kynnt var síð-
asta sumar. „Ályktunin sem við drógum af rannsókn á
þessum 120 fyrirtækjum er sú að það væri ekki verið
að reka nægilega mörg þeirra með arðsemissjónarmið
að leiðarljósi. Við höfum líka áhyggjur af því að bank-
arnir hafi yfirráð yfir fleiri fyrirtækjum en þeir hafa
tilkynnt til okkar og erum að skoða það hvort svo sé.
Þegar við fórum að rannsaka þetta þá sló það okkur
hversu stór hluti fyrirtækja hefur ekki farið í gegnum
fjárhagslega endurskipulagningu þótt þau hafi greini-
lega þurft á því að halda. Það er ekki búið að taka yfir
fyrirtækin heldur eru þau rekin áfram á óljósum grund-
velli. Í þeim tilvikum er ekki búið að taka nægilega til
né taka þær ákvarðanir sem gera fyrirtækjunum kleift
að starfa sjálfstætt á samkeppnismarkaði. Við erum því
með umhverfi þar sem hætta er á að fyrirtæki séu rekin
lifandi dauð. Það er engum til góðs og skapar afleitar
samkeppnisaðstæður.“
Vont fyrir samkeppni
Samkeppniseftirlitið hefur sett bönkunum ströng skil-
yrði sem þeir verða að fylgja þegar þeir taka yfir
fyrirtæki. Fyrstu ákvarðanirnar voru teknar í mars í
fyrra. Að sögn Páls Gunnars voru þar sett ítarleg skil-
yrði, meðal annars varðandi það hversu lengi bankarn-
ir mættu eiga þessi fyrirtæki sem þeir tóku yfir. „Þar
voru auk þess sett fram skilyrði um hvernig bankinn
má koma fram sem eigandi, um armslengdarsjónarmið
og reynt að búa þannig um hnútana að þessi erfiða og
vonda staða fyrir samkeppnina, sem í felst að banki er
bæði eigandi og lánveitandi tiltekins fyrirtækis, verði
bætt á meðan á eignarhaldinu stendur. Síðan þá höfum
við sett bönkum fjölmörg sambærileg skilyrði. Frá því í
mars í fyrra og þar til í dag eru ákvarðanirnar 27 tals-
ins. Af þeim eru 17 ákvarðanir enn virkar, en tíu ekki
lengur virkar vegna breytinga á eignarhaldi.“
Ekki farið eftir skilyrðum
Páll Gunnar segir að eftirlitið hafi lagt mikla áherslu
á eftirfylgni þessara skilyrða. „Sú eftirfylgni er í
höndum óháðra aðila, til dæmis innri endurskoðenda eða
utanaðkomandi aðila, sem er með völd til að skila okkur
skýrslum um það sem aflaga hefur farið. Við höfum
verið að taka við slíkum skýrslum og í þeim hafa komið
fram ýmis atriði sem gefa til kynna að það sé ekki farið
eftir skilyrðunum. Í þeim tilvikum höfum við gripið inn
í og sagt bönkunum að bæta úr. Við höfum ekki sekt-
að bankana vegna þessa
enn sem komið er, en við
höfum sektað skilanefnd
Landsbankans vegna þess
að hún tilkynnti okkur
ekki með réttum hætti um
yfirtöku á fyrirtæki.“
Hefur skapað afleitar
samkeppnis aðstæður
SKÝRSLAN KYNNT Páll Gunnar Pálsson ásamt Árna Páli Árnasyni,
efnahags- og viðskiptaráðherra, þegar skýrslan „Samkeppni eftir
hrun“ var kynnt.