Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGÞvottavélar & þurrkarar MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 20112
Meðal viðskiptavina Fastus eru f lestöll þvottahús landsins en fyrirtækið
þjónar stórnotendum á sviði þvotta-
véla, svo sem fyrirtækjum og heil-
brigðisstofnunum. Á það bæði við
um þvottavélar, þurrkara, strau- og
brotvélar.
„Þau vörumerki sem Fastus býður
upp á eru heimsþekkt og hafa verið
notuð hérlendis áratugum saman við
góðan orðstír,“ segir Jóhannes Blön-
dal, sölumaður hjá Fastus. Merkin
sem um ræðir eru Electrolux Wasca-
tor frá Svíþjóð og Primus frá Belgíu
en sjálfur hefur Jóhannes selt þvotta-
vélar frá þessum fyrirtækjum lengi
og veitir viðskiptavinum ráðgjöf,
með mismunandi þarfir þeirra til
hliðsjónar.
„Wascator-þvottavélar og -þurrk-
arar hafa mikið verið keyptar af hús-
félögum og hafa enst einstaklega
vel. Wascator hefur verið leiðandi í
þróun þvottavéla og er mjög oft fyrst
með nýjungar sem auka orkusparn-
að og stuðla að betri nýtingu á vatni
og þvottaefnum.“
Jóhannes bendir sérstaklega á nýtt
kerfi frá Wascator sem notað er til að
þvo moppur. Þær eru þá þvegnar
eins og annar þvottur en á lokastig-
um tekur vélin inn á sig vaxefni. Það
gerir moppurnar tilbúnar til notkun-
ar á gólfdúka með vaxi og þar með er
hægt að þvo og bóna dúkinn á sama
tíma.
„Primus-vélarnar okkar eru mjög
sterkar og endingargóðar og hafa
reynst mjög vel í þvottahúsum og
öðrum iðnaðarfyrirtækjum. Hótel
og ferðaþjónustan eru meðal margra
notenda þeirra véla en stærstu
þvottavélarnar taka alveg upp í 120
kg og þurrkarar upp í 77 kg,“ segir
Jóhannes og bendir á að hægt sé
að fá þvottavélar og þurrkara með
greiðslukerfi, sem geti komið sér vel
í húsfélögum og á öðrum stöðum þar
sem greiða þarf fyrir einstakan þvott.
En hvað þurfa stórnotendur
þvottavéla, eins og húsfélög og ferða-
þjónusta, að huga að þegar þvottavél
er valin? „Áríðandi er að hafa í huga
að iðnaðarvélar eru gerðar fyrir
15.000-25.000 þvotta en heimilisvél-
ar fyrir allt að 5.000 þvotta. Iðnaðar-
þvottavélarnar eru oftast tengd-
ar beint við heitt vatn og eru þar af
leiðandi einnig mun fljótari að þvo.
Þarna liggur þá oft verð- og gæða-
munur. Vélarnar er hægt að stilla á
mismunandi þvottakerfi eftir óskum
hvers notanda. Minni vélarnar, sem
eru af sömu stærð og heimilisvélar,
eru sérstaklega styrktar til þess að
mæta mikilli notkun,“ segir Jóhann-
es og bætir því við að lokum að mikil
áhersla sé lögð á góða viðgerðar- og
varahlutaþjónustu hjá Fastus.
Alvöru iðnaðarvélar
Fastus selur heimsþekkt merki í þvottavélum, þurrkurum, strau- og brotvélum til
stórnotenda; fyrirtækja, heilbrigðisstofnana, aðila í ferðaþjónustunni og húsfélaga.
„Það er áríðandi að hafa í huga að iðnaðarvélar eru gerðar fyrir 15.000-25.000 þvotta en
heimilisvélar eru gerðar fyrir allt að 5.000 þvotta,“ segir Jóhannes Blöndal, sölumaður hjá
Fastus.
1. Þvottamerkingar segja til um
hvernig meðhöndla á flíkina. Þær
skal lesa vel áður en flíkin er sett í
vélina eða þurrkarann til að eyði-
leggja ekki sparibuxur eða fínan kjól.
Sumar merkingar eru illskiljanlegar
en til að glöggva sig á hvað hvert
tákn þýðir má kíkja inn á heimasíðu
neytendasamtakanna, www.ns.is og
slá inn orðinu þvottur í leitarglugga.
2. Viðkvæmar flíkur má ekki þvo í
vél. Þær eru þá merktar með hendi í
þvottabala og skal taka fullt mark á
þeirri merkingu. Sumar þvottavélar
eru með „handþvottakerfi“ en lítið
mál er að þvo í höndunum. Fyllið
vaskafat eða handlaugina af vatni
og passið hitastigið vel, ekki hafa
það heitara en 30 gráður. Notið lítið
af þvottaefni og kreistið flíkina milli
handa í vatninu. Sniðugt er svo að
vinda flíkina innan í stóru handklæði
með því að snúa upp á báða enda
handklæðisins eins og á karamellu-
bréfi, og leggja svo flata til þerris.
3. Flokka þarf þvott eftir lit ,þar sem
litaðar flíkur geta látið lit í þvotti,
sérstaklega við háan hita. Stundum
nægir að einn rauður sokkur slæðist
með til að full þvottakarfa af hvítum
þvotti komi bleik út úr vélinni.
4. Frágangur á þvotti getur verið
þreytandi og sumum finnst sokka-
flokkun leiðinlegast heimilisverka.
Reyna má að kaupa alla sokka í
einum lit og sömu gerðar svo ekkert
þurfi að flokka, en þeir sem vilja
eiga munstraða sokka í mismunandi
lit geta auðveldað sér fráganginn
ofan í skúffurnar með því að flokka
sokkana um leið og þeir eru teknir úr
þvottavélinni og hengja þá í pörum
á snúruna.
5. Straujárn þarf að nota á réttan
hátt svo ekki fari illa. Hitann þarf að
stilla eftir leiðbeiningum á flíkinni
og oft er betra að strauja flíkur á
röngunni svo ekki myndist för í
efnið. Hafðu úðabrúsa með vatni
við höndina eða rakt stykki ef ekki
er gufustilling á straujárninu. Ekki
láta járnið liggja lengi á sama stað,
renndu því með jöfnum hraða yfir
flötinn. Mundu að taka það úr sam-
bandi þegar allt er orðið slétt og
komið inn í skáp.
Stóri þvotta-
dagurinn
Þvottur er eitt af eilífðarverkefnum heimilisins og við það
má ekki kasta til höndum. Fylgja skal merkingum á
flíkinni og fara varlega með heitt straujárn.
NORDICPHOTOS/GETTY
1.
2.
3.
4. 5.