Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 38
26. október 2011 MIÐVIKUDAGUR22 folk@frettabladid.is Faxafeni 14 www.heilsuborg.is Kennsla í Stafgöngu Komdu og vertu með annan hvorn daginn! Stafganga er í boði á ýmsum tímum í Heilsuborg – Hressandi æfi ngar úti Skráning í síma 560 1010 Laugardaginn 29. okt. kl. 12.00-14.00 eða Laugardaginn 5. nóv. kl. 9.00-11.00 Kennsla inni og síðan er farið út og stafirnir prófaðir Verð kr. 2.900,- Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Tilboð Kæli- og frystiskápar sem hafa innbyggða klakavél með mulningi og ísköldu íslensku vatni. Þeir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir. kr. 369.000 stgr. Verðlistaverð kr. 461.250 GCE21LGY / Stærð: h 177.5 x b 90.9 x d 63 sm Kælir: 383 ltr. / Frystir: 172 ltr. Stálhurðir / Orkuflokkur A Við lífrænt án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur Frægðarsól Fredriks Krist- jáns Jónssonar Ferrier heldur áfram að rísa í Bret- landi. Breska tímaritið Hello! fjallar um ferðalag hans og kærustunnar til New York og lúxuslífsstíl raunveruleikaþátta- stjörnunnar. Hin hálfíslenska raunveruleika- þáttastjarna Fredrik Ferrier er í tveggja opna viðtali í nýjasta tölu- blaði breska tímaritsins Hello! ásamt kærustu sinni Alessöndru Würfel. Í viðtalinu talar Ferrier um ástina, velgengni raunveruleikaþátt- arins Made in Chelsea og lúxuslífs- stílinn sem hann hefur tileinkað sér. Fredrik Kristján Jónsson Fer- rier, sem á íslenskan föður, er fyrirsæta og tónlistarmaður, en kærasta hans hefur gert garðinn frægan sem nærfatamódel fyrir Agent Provocateur. Ástæðan fyrir viðtalinu er sú að Ferrier bauð kærustunni óvænt til New York, en fjölskyldan hans á þakíbúð á Man- hattan þar sem fyrirsætuparið sat fyrir við myndatöku. Raunveruleikaþættirnir Made in Chelsea hafa slegið í gegn í Bret- landi og er nú verið að sýna aðra þáttaröðina. Sýningar eru hafnar á þáttunum í Ástralíu og hafa Banda- ríkjamenn einnig áhuga. Krakk- arnir frá Chelsea gætu því verið á barmi heimsfrægðar, samkvæmt Hello!, en í þáttunum er fylgst með vinahópi frá fínu hverfunum í London. Í viðtalinu greinir Ferrier frá því að honum líki vel við athygl- ina, enda eru hann og hinir krakkarnir í þáttunum daglegir gestir á síðum slúðurblaðanna og á rauða dreglinum í London. „Ég verð að vera alveg hrein- skilinn og viðurkenna að for- eldrar mínir halda mér uppi. Þegar ég var í námi gáfu þau mér pening ef ég stóð mig vel, en ég fékk ekkert ef ég stóð mig illa. Þannig lærði ég að kunna að meta peninga en ég veit að ég nýt forréttinda í lífinu.“ Ferrier syngur og spilar á víólu og píanó, en hann heillaði Würfel upp úr skónum með því að syngja fyrir hana í Harrods-verslun- armiðstöðinni á fyrsta stefnu- mótinu. alfrun@frettabladid.is Í STÓRU VIÐTALI VIÐ HELLO! FRÆGUR FERRIER Hinn hálfíslenski Fredrik Ferrier, sem nýtur frægðarinnar í kjölfarið á vel- gengni raunveruleikaþáttanna Made in Chelsea, er hér ásamt kærustu sinni, Alessöndru Würfel. Saman stilla þau sér upp fyrir tímaritið Hello!, en Ferrier bauð kærustunni óvænt til New York eftir þriggja mánaða samband. ÍSLENSKAR KRÓNUR er upphæðin sem söngkonan Rihanna eyddi í kynlífsbúðinni Lovestore í París. Söngkonan var stödd í borginni til að halda tónleika en söngkonan keypti sér meðal annars handjárn, leikföng og olíur. 200.000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.