Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 46
26. október 2011 MIÐVIKUDAGUR30
Faxafeni 14 www.heilsuborg.is
„Að laða til sín
það góða“
Sirrý er félags- og fj ölmiðlafræðingurog
hefur áralanga og farsæla reynslu af
námskeiðahaldi í samskiptafærni
• Fyrirlestur, happdrættisvinningar og heilsusmakk!
• Frjáls aðgangur að heilsurækt Heilsuborgar í eina viku
• Verð aðeins kr. 2.500.-
(20% afsl. fyrir korthafa Heilsuborgar)
Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is
Léttur og kraftmikill fyrirlestur þar sem
þátttakendur fá í ,,nesti” – ,,tæki og tól” til að
halda út í framtíðina bjartsýnir og upplits-
djarfi r og laða að sér hamingjudaga.
Fræðslunámskeið í Heilsuborg
1. nóvember frá kl. 19.30–22.00
Myndsímtöl
á 0 kr. í dag!
Þú greið
ir f.
sím
an
r. o
g a
ðr
a
no
tk
un
s
kv
. v
er
ðs
kr
á
á
si
m
in
n.
is
Ef þú ert með GSM hjá
Símanum hringir þú
myndsímtöl innan kerfis
Símans fyrir 0 kr. í dag.
Magnaður miðvikudagur!
MORGUNMATURINN
„Hann er mjög einfaldur; ég
fæ mér alltaf hrökkbrauð með
smjöri og osti, djúsglas og eina
fjölvítamíntöflu.“
Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður
á RÚV.
Alla virka daga kl. 18.00
Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ
Fresta þurfti sýningu á verkum 48
fremstu ljósmyndara Svíþjóðar í
galleríi ljósmyndafyrirtækisins
Pro Center í Stokkhólmi. Sýning-
in var opnuð um síðustu helgi en
þegar forsvarsmenn gallerísins
mættu til vinnu á mánudagsmorg-
un var hins vegar búið að stela 44
myndum, þar á meðal ljósmynd
Baldurs Bragasonar af James
Bond-leikaranum Daniel Craig.
Myndirnar voru engin smásmíði,
70 x 100 cm. „Þetta er sennilega
besta gagnrýnin á mínum ferli, ég
hefði ekki viljað eiga eina af þess-
um fjórum sem skildar voru eftir,“
segir Baldur.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
um miðjan desember á síðasta ári
vann Baldur sem hálfgerður hirð-
ljósmyndari kvikmyndarinnar
Karlar sem hata konur eftir David
Fincher, en myndin er byggð á
samnefndri skáldsögu Stiegs Lars-
son. Mikil vinátta tókst með Baldri
og aðalleikara myndarinnar, Dani-
el Craig. Að sögn ljósmyndarans er
Craig efnilegur áhugaljósmyndari.
Baldur fékk að mynda Hollywood-
stjörnuna til eigin nota og átti ein
af þeim myndum að vera til sýn-
ingar í Stokkhólmi. „Mér skilst
reyndar að þeir séu byrjaðir að
prenta aftur myndir og stefni á að
opna sýninguna aftur og þá verð-
ur bara annað fyllerí,“ segir Bald-
ur en þegar hann er spurður hvort
það liggi ekki beinast við að hann
taki myndir af Craig í næsta hlut-
verki sínu sem James Bond verður
Baldur dularfullur og fámáll: „No
comment, við sjáum bara til.“
Samkvæmt imdb.com gerði
Baldur meira en að taka bara
myndir í kvikmyndinni því honum
bregður stuttlega fyrir í hlutverki
ljósmyndara í slysinu á brúnni sem
skiptir miklu máli í fléttu mynd-
arinnar. „Ég fékk líka að ganga
upp 69 tröppur þrjátíu sinnum í
einu litlu atriði eftir að einn auka-
leikaranna fékk svimakast,“ segir
Baldur og viðurkennir að þetta
hafi verið ákaflega skemmtileg
reynsla. „Svo veit maður ekkert,
maður gæti þess vegna endað á
gólfinu í klippiherberginu.“
Baldur tók auk þess ljósmyndir
af öllum helstu leikurum myndar-
innar í hlutverki sínu og hafa þær
verið notaðar til kynning-
ar á myndinni. Kostnaðurinn við
þær tökur var rúmlega ein milljón
króna, bara fyrir flugmiða Bald-
urs. „Ég tók svona mynd af Daniel
Craig fyrir blaðamannapassa Mik-
aels Blomkvist í myndinni og svo
eina af Stellan Skarsgård í hlut-
verki sínu sem Martin Vanger.
Leikstjórinn [David Fincher] sá
myndirnar, varð ákaflega hrifinn
og vildi fá fleiri. Þetta endaði á
því að ég flaug frá Stokkhólmi til
London, svo til New York og loks
Los Angeles á fyrsta farrými til
þess eins að taka fjórar myndir.
Það var sofið á fimm stjörnu hót-
elum og einkabílstjóri beið eftir
manni, þetta var algjört ævintýri
og bara draumi líkast.“
freyrgigja@frettabladid.is
BALDUR BRAGASON: BESTA GAGNRÝNI SEM ÉG HEF FENGIÐ
Mynd Baldurs af Daniel
Craig stolið í Stokkhólmi
ÆVINTÝRI LÍK-
AST Árið hefur
verið eitt stórt
ævintýri hjá ljósmyndaranum Baldri
Bragasyni en hann ferðaðist á fyrsta
farrými milli Stokkhólms, London, New
York og Los Angeles til að taka myndir
af leikurum kvikmyndarinnar Karlar sem
hatar konur.
„Þetta er mikill nördaheiður, enda eru menn glaðir
við lyklaborðin hjá mér,“ segir Stefán U. Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri Miðstrætis.
Myndband Miðstrætis við lagið Goodbye, með hljóm-
sveitinni Diktu, hefur verið tilnefnt til Suzanne-verð-
launa. Verðlaunin eru afhent árlega og eru runnin
undan rifjum aðstandenda Blender-þrívíddarforrits-
ins. Þúsundir notenda forritsins senda inn myndbönd,
hluti af þeim fær tilnefningu til verðlaunanna sem eru
afhent á ráðstefnu í Amsterdam í nóvember.
Myndband Diktu var tilnefnt fyrir listræna hönnun
og hreyfimyndagerðina sjálfa. Þrjú önnur myndbönd
frá Miðstræti fengu tilnefningu, þeirra á meðal eru
auglýsingar fyrir Iceland Express með appelsínugula
fuglinum í aðalhlutverki. - afb
Myndband Diktu tilnefnt
TILNEFNT TIL VERÐLAUNA Myndband Diktu við lagið Good-
bye hefur verið tilnefnt til alþjóðlegra þrívíddarverðlauna.
„Blessaður vertu, fólkið í Búlgaríu er ekki jafn
þröngsýnt og á Íslandi, það myndi enginn trúa
því að þetta væri ég hérna úti,“ segir Ásdís Rán
Gunnarsdóttir, ofurfyrirsæta í Búlgaríu.
Á vefsíðunni angelsofsofia.com, sem er heima-
síða vændisþjónustu í höfuðborg Búlgaríu, birtir
notandi undir nafninu Kamelia þokkafullar
myndir af Ásdísi Rán og fullyrðir að þær séu
af sér. „i am fotodmodel, my pictures are real,“
skrifar hún á ensku því til staðfestingar. Og
lætur fylgja með símanúmer sem Fréttablaðið
prófaði en hafði ekki erindi sem erfiði, númer-
ið var ekki tengt. Kamelia þessi hefur reyndar
áður notast við heimsfræga fyrirsætu á sinni
síðu, fyrir skemmstu var hún með myndir af
Pamelu Anderson á sinni síðu.
Ásdís kippir sér hins vegar lítið upp við þetta
þrátt fyrir að hafa eytt ómældum tíma
í að byggja upp glæst orðspor í Búlg-
aríu. Hún opnaði til að mynda undir-
fataverslun fyrir hálfum mánuði sem
hlaut mikla athygli í búlgörskum
fjömiðlum. „Þetta er ekkert í fyrsta
skipti sem það birtast myndir af mér
á einhverjum svona síðum, þetta
er bara gangurinn í þessum
bransa. Þú getur fundið myndir
af mér á alls konar síðum og
yfirleitt þegar ég fæ svona
ábendingar þá tekst mér að
láta fjarlæga þetta strax.“
segir Ásdís, alveg pollróleg.
„Það er bara engin leið til að
stoppa þetta.“ - fgg
Fylgdarþjónusta notar myndir af Ásdísi Rán
EKKI ÓALGENGT Vændisþjónustan
Angels of Sofia misnotar myndir af
þekktum fyrirsætum á heimasíðu
sinni. Vændiskonan Kamelia hefur
meðal annars notast við myndir af
Ásdísi Rán og Pamelu Anderson.