Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 23
Kynningarblað Stórþvottur, orkusparnaður, hraði, gæði og ending ÞVOTTAVÉLAR MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2011 &ÞURRKARAR Candy eru gæðavélar sem reynst hafa Íslendingum stórkostlega í meira en fjörutíu ár,“ útskýrir Þráinn Bj. Farest- veit, verslunarstjóri fyrirtækisins, en hann hefur orðið vitni að mikilli þróun og breyt- ingum hjá framleiðendum þvottavéla á undanförnum árum. „Í dag kappkosta framleiðendur að hafa þvottavélar eins umhverfisvænar og hægt er. Mikið er lagt upp úr nýtingu þvottaefnis, vinduhæfni og sparneytni með því að láta vél- arnar nota sem minnst af vatni, sápu og raf- magni,“ upplýsir Þráinn og vísar í gæðavott- orð þvottavéla fyrir hvert hæfnisþrep, þar sem hægt er að velja vélar með A-hæfni, A+, A++ eða síðri eiginleika sem merktir eru B eða C. „Candy býr yfir breiðasta úrvali þvotta- véla sem völ er á. Vélarnar fást í hefðbund- inni stærð, 1.200, 1.400 eða 1.600 snúninga, en einnig sambyggðar með þvottavél og þurrk- ara í einni og sömu vélinni. Aðrir framleið- endur hafa einnig reynt að fara þá leið, en Candy er fremst meðal jafningja og hefur náð fullkomnum tökum á þessari útfærslu,“ segir Þráinn. Þvottageta þvottavéla hefur einnig tekið miklum framförum á liðnum árum, að sögn Þráins. „Áður þótti gott að fá vélar sem tóku 5 kíló af þvotti en nú taka þær 10 kíló og allt þar á milli. Sambyggðar vélar eru þarna engir eftir- bátar og komið meira jafnvægi á milli þvotta- vélar og þurrkara, þar sem hægt er að þvo 8 kíló af þvotti og þurrka 6 kíló, sem er mikil framför frá því sem áður var,“ segir Þráinn. Einar Farestveit selur einnig Candy-smá- þvottavélar sem henta vel þar sem hefð- bundin þvottavélastærð rúmast ekki. „Aukin eftirspurn er meðal eldra fólks eftir smávélum enda stendur það ekki í stórþvottum lengur og hefur minnkað við sig húsnæði. Þá vilja æ fleiri sumarhúsaeigendur geta sett í þvotta- vél í sveitinni,“ segir Þráinn um smávélar Candy sem fást bæði fram- og topphlaðnar. Sú minnsta er 1.000 snúninga, 51 sentimetra breið, 69,5 sentimetrar á hæð, 44 sentimetrar á dýpt og tekur 3,5 kíló af óhreinu taui. „Candy hefur sterka stöðu meðal ís- lenskra neytenda og algengt er að fólk komi til að kaupa sína aðra eða þriðju Candy-vél af því sú gamla var svo góð,“ segir Þráinn. Blomberg-þvottavélarnar hafa einnig notið verðskuldaðra vinsælda hjá Einari Farestveit & Co í 35 ár. Þær fást í 1200, 1400 eða 1600 snúningum, með góða þvotta- hæfni og rafmagnsnýtingu í algjöru lág- marki. Nýjasta vörumerki Einars Farestveit & Co á sviði þvottavéla er Panasonic, en þær vélar komu fyrst á Evrópumarkað fyrir fjórum árum. „Panasonic-þvottavélarnar hafa reynst ein- staklega vel og Íslendingar treysta merkinu vel eftir góða reynslu af annars konar raftækjum frá Panasonic hingað til. Þær eru flestar með kolalausan mótor, eru einstaklega lágværar, með tvöfalda stáltromlu, stórt hurðarop og nýta vatn betur en allar aðrar hefðbundnar þvotta- vélar, ásamt því að vera áberandi sterklegar og flottar útlits.“ Einar Farestveit & Co er í Borgartúni 28 í Reykjavík. Heimasíða er www.ef.is Traust vinnukona í þvottahúsinu Einar Farestveit & Co á sér langa sögu á íslenskum raftækjamarkaði. Frá fyrstu tíð hefur verslunin selt þvottavélar sem reynst hafa vel á íslenskum heimilum, en duglegustu vinnuþjarkar fyrirtækisins á því sviði eru Candy, Blomberg og Panasonic, sem allar fara vel með þvottinn og skila honum skínandi hreinum. Þráinn Bj. Farestveit er verslunarstjóri Einar Farestveit & Co, sem selt hefur Íslendingum hágæða þvottavélar í áratugi. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.