Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 42
26. október 2011 MIÐVIKUDAGUR26
sport@frettabladid.is
Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ.
Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is
- Í öll anddyri
- Hvaða stærð sem er
- Afgreidd á 2 dögum
• •B
U R
S TA G E R Ð I N
ÍS
L
E N S K U R I Ð N
A Ð
U
R
Einstakt tækifæri til að eignast
2010 árgerð af bíl, á afar hag-
stæðum kjörum.
Eigð’ann!
Leigð’ann!
5,9 l /100 km*VW Polo 1.2
Eigð´ann
Verð 1.690.000
Útborgun 338.000
Mánaðargreiðsla* 28.981
Binditími 60 mánuðir
Engin útborgun!
* M.v. Ergo bílasamning með 80% fjármögnun,
8,8% óverðtryggðum vöxtum og gullvildarkjörum.
Sími 525 8000 · bilaland@bilaland.is
Bílarnir eru til sýnis hjá
Bílalandi – Breiðhöfða
mánaðargreiðsla miðast
við Ergo fjármögnun
bílasamningur
6,0 l /100 km*Hyundai i20 1.4
Eigð´ann
Verð 1.690.000
Útborgun 338.000
Mánaðargreiðsla* 28.981
Binditími 60 mánuðir
Bjóðum takmarkað magn af bifreiðum, árgerð 2010,
til langtímaleigu.
Einföld og sveigjanleg leið til að leysa bílaþörf
fyrirtækja og heimila.
5,9 l /100 km*VW Polo 1.2
Leigð´ann
Samtals á mán:* 49.900
Leigutími 12 mánuðir
6,0 l /100 km*Hyundai i20 1.4
Leigð´ann
Samtals á mán:* 49.900
Leigutími 12 mánuðir
Innifalið í „leigð’ann“
Tryggingar
Bifreiðagjöld
Vetrar- og sumardekk
Olíuskipti
Allt hefðbundið viðhald
20.000 km á ári
* Verum skynsöm!
Það er ekki lengur nauðsynlegt
að eiga stóran og eyðslufrekan
jeppa. Möguleiki á að fá stærri
bíla tímabundið gegn vægu gjaldi.
www. avis.is sími 591 4000
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
48
0
70
FÓTBOLTI Ísland leikur í dag sinn
síðasta leik á árinu er stelpurn-
ar okkar mæta Norður-Írlandi í
Belfast í undankeppni EM 2013.
Ísland er taplaust í riðlinum og
segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson
landsliðsþjálfari að stefnan sé að
kóróna frábært ár með landsliðinu
með sigri.
„Ef við vinnum þennan leik
förum við inn í fríið með þrettán
stig af fimmtán mögulegum. Það
setur pressu á hin liðin,“ segir
Sigurður Ragnar, en Ísland hóf
landsliðsárið á því að komast alla
leið í úrslitaleik Algarve-móts-
ins, þar sem liðið tapaði fyrir
Bandaríkjunum.
„Þetta hefur verið frábært ár en
það er mikilvægt að við endum það
á jákvæðum nótum. Ég á þó von
á mjög erfiðum leik gegn Norður-
Írlandi.“
Lykilmenn að glíma við meiðsli
Þó nokkrir lykilleikmenn í
íslenska landsliðinu hafa verið að
glíma við meiðsli auk þess sem
Edda Garðarsdóttir er orðin veik.
Þá hafa þær Þóra B. Helgadótt-
ir, Katrín Jónsdóttir, Sara Björk
Gunnarsdóttir og Margrét Lára
Viðarsdóttir ekki getað beitt sér
af fullum krafti á æfingum vegna
ýmissa meiðsla.
„Það vill oft vera erfitt að spila á
þessum árstíma. Okkar leikmenn
eru flestir búnir með sín tímabil
og mikið er um þreytu og álags-
meiðsli. Við mættum einmitt Norð-
ur-Írlandi hér úti fyrir tveimur
árum á svipuðum árstíma og höfð-
um þá nauman 1-0 sigur í miklum
baráttuleik. Ég á von á öðru eins
í dag.“
Ísland er í góðri stöðu í riðlin-
um. Liðið vann sterkt lið Noregs á
heimavelli í haust en varð reyndar
að sætta sig við markalaust jafn-
tefli við Belgíu í næsta leik á eftir.
Liðið komst aftur á sigurbraut um
helgina er það vann Ungverjaland
ytra, 1-0, með marki Dóru Maríu
Lárusdóttur í seinni hálfleik.
„Ég var ekki alveg nógu ánægð-
ur með leikskipulagið í fyrri hálf-
leik og setti því Dóru Maríu inn
á. Leikur liðsins lagaðist heilmik-
ið í seinni hálfleik og sem betur
fer sýndum við góðan karakter og
náðum að skora þetta mikilvæga
mark,“ segir Sigurður Ragnar.
„Bæði í þessum leik og gegn
Belgíu hefur okkur gengið vel að
skapa okkur færi en höfum nýtt
þau illa. Við gáfumst þó aldrei upp
og það er mikilvægt.“
Norður-Írland er sýnd veiði en
ekki gefin og segir Sigurður Ragn-
ar mikilvægt að byrja vel. „Þær
eru duglegar, berjast um alla bolta
og setja pressu á andstæðinginn.
En það eiga að vera meiri gæði í
okkar liði og það er mikilvægt í
svona leikjum að skora snemma.
Þá gæti eftirleikurinn orðið
auðveldari.“
Leikurinn hefst klukkan 18.30 í
kvöld. eirikur@frettabladid.is
CARLOS TEVEZ var í gær sektaður um fjögurra
vikna laun fyrir að neita að hita upp gegn Bayern í
Meistaradeildinni. Tevez var fundinn sekur um fimm
brot á samningi sínum við félagið.
Það vill oft vera erfitt
að spila á þessum
árstíma. Okkar leikmenn eru
flestir búnir með sín tímabil
og mikið um þreytu og álags-
meiðsli.
SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON
LANDSLIÐSÞJÁLFARI
FÓTBOLTI „Ég er laus allra mála og
kannski er komið að því að spáin
hans Þórhalls miðils rætist loks-
ins,“ sagði markvörðurinn Fjal-
ar Þorgeirsson léttur, en hann er
laus allra mála hjá Fylki og í leit
að nýju félagi.
Fjalar mætti í sjónvarpsþátt
Þórhalls miðils á Stöð 2 fyrir
nokkrum árum og þar var spáð
fyrir honum. Þar var því spáð
að Fjalar myndi fara í atvinnu-
mennsku. Þó svo að hann sé orðinn
34 ára hefur sú spá ekki enn ræst.
„Ég er enn á besta aldri fyrir
markvörð og hef aldrei verið í
betra standi. Ég minni á að Edwin
van der Sar var 34 ára þegar hann
fór til Man. Utd þannig að ég hlýt
að eiga mikið inni.“
Fjalar hefur verið í herbúðum
Fylkis í sex ár og segir að kominn
sé tími á að prófa eitthvað nýtt.
„Ég hef gefið Fylki allt sem ég á
og nú er kominn tími á breyting-
ar,“ sagði Fjalar, sem vill spila í
efstu deild fari svo að spádómur-
inn rætist ekki. - hbg
Fjalar Þorgeirsson á förum frá Fylki:
Kannski rætist loksins
spá Þórhalls miðils
ATVINNUMENNSKA EÐA PEPSI Fjalar vill
spila í efstu deild ef atvinnumennskan
klikkar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VILJUM ENDA ÁRIÐ VEL
Ísland mætir í dag Norður-Írlandi ytra í undankeppni EM 2013. Mikilvægur
leikur fyrir stelpurnar, sem vilja klára frábært landsliðsár með sigri. Edda Garð-
arsdóttir er þó orðin veik og lykilmenn í liðinu hafa verið að glíma við meiðsli.
Í ELDLÍNUNNI Hólmfríður Magnúsdóttir verður á sínum stað í íslenska liðinu í Belfast
í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Byrjunarlið Íslands
Þóra B. Helgadóttir
Ólína G. Viðarsdóttir
Sif Atladóttir
Katrín Jónsdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Dóra María Lárusdóttir
Fanndís Friðriksdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir