Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 22
Þó að leikskólabörnin séu víðs fjarri þurfa Kolbrún Björt og Erlingur að vera í skólanum í sex til sjö tíma daglega en eftir það fara þau út að borða, enda eldhús sjaldgæf á heimilum, að sögn Kol- brúnar. Hún kveðst hafa kynnst skemmtilegu fólki í Taílandi, bæði aðkomnu og innfæddu og fólkið sem þau leigi hjá sé duglegt að kynna þeim taílenska menningu. „Við höfum skoðað helstu hof og minnismerki í nágrenninu, lært að steikja núðlur og spila á taílensk hljóðfæri, auk þess að sitja fíla og skoða apana í Lop Buri sem hafa lagt undir sig miðbæinn. Ég var reyndar bitin af einum,“ segir hún glaðlega. „En það var engu að síður mjög merkilegt.“ Nokkrum sinnum kveðst Kol- brún Björt hafa komið til Bang- kok og segir hana áhugaverða borg þegar komist hafi verið yfir umferðarbrjálæðið og söluhörk- una. „Við höfum líka heimsótt eyna Koh Samet og látið öldurnar rugga okkur og sólina sleikja okkur,“ segir hún og heldur áfram að telja upp ævintýri. „Í Kanchanaburi skoðuðum við brúna yfir Kwai- fljótið og kíktum í frábært tígris- dýrahof þar sem við fengum að ganga með tígrunum, klappa þeim og sjá þá leika sér. Það er með því mest spennandi sem ég hef upplifað! Við hjónin höfum alltaf verið mjög hrifin af stórum kattar- dýrum þannig að þarna fengum við að lifa langþráðan draum.“ Kolbrún og Erlingur stefna á að vera í Taílandi út febrúar og eru því rétt að byrja að kynnast því hvað landið hefur að bjóða. „Við hlökkum mikið til að fara til Phu- ket og Chiang Mai og svo væri ekki leiðinlegt að læra að kafa,“ segir Kolbrún Björt. „En ævintýr- in liggja ekki síður í hversdegin- um – í því að finna froska í skónum sínum eða labba um markaðinn og furða sig á því sem er í boði. Þetta er allt hluti af upplifuninni.“ gun@frettabladid.is Kolbrún Björt þarf að feta sig eftir sandpokum á leið í vinnuna. MYND/ERLINGUR GRÉTAR Framhald af forsíðu Á netinu er að finna gagnagrunn með alls kyns fróðleik um bíla í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum; til dæmis hvaða gerðir sjást oftast og frá hvaða löndum þær eru. Þegar eru skráðir í grunninn um 410.000 bílar sem bregður fyrir í hátt í 25.000 kvik- myndum og þáttum. www.imcdb.org Áður en lagt er af stað til fjar- lægra landa getur verið gott að vita hvar íslenski ræðismaður- inn er, því hann getur til dæmis liðsinnt ferðalöngum sem hafa glatað vegabréfi. www.utanrikis- raduneyti.is BÓKIÐ AUGLÝSINGAR TÍMANLEGA: ÍVAR ÖRN HANSEN S: 512 5429, GSM: 615 4349 ivarorn@365.is SÆLLA ER AÐ GEFA EN ÞIGGJA Sérblað um fyrirtækjagjafir kemur út þann 9. nóvember. Hvaða tækifæri eru í norðurljósunum? - Hlutverk gagnrýnna rannsókna í ferðaþjónustu er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun klukkan 17. Þar velta fræðimenn fyrir sér á hvaða grunni ferðaþjónustu mætti betur byggja til framtíðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.