Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 36
26. október 2011 MIÐVIKUDAGUR20 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 26. október ➜ Tónleikar 12.30 Síðustu hádegistónleikar aldarafmælisárs Háskóla Íslands fara fram í kapellu háskólans. Kammer- hópurinn Nordic Affect leikur undir heitinu Bylting við Vatnsmýrina. Enginn aðgangseyrir. 17.30 Íslenskt? Já takk, síðdegistón- leikar með Jónasi Ingimundarsyni í Salnum. Ásamt honum flytur Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór íslenskar söng- perlur. Miðaverð er kr. 1.500. 19.30 Menningarhúsið Hof í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands býður til konukvölds í Hofi með fordrykk og fjölbreyttri dagskrá með þekktum lista- mönnum. Miðaverð er kr. 1.200 og allur ágóði rennur til Bleiku slaufunnar. 20.00 Krýsuvíkursamtökin fagna 25 ára afmæli sínu í Austurbæ. Fram koma meðal annars Bubbi Morthens, KK, Bjartmar Guðlaugsson, Fræbbblarnir og Karlakórinn Þrestir. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Tónlistarhópurinn Jaðarber endurvekur mörg af eftirminnilegustu verkum tónlistarhópsins Musica Nova á ókeypis tónleikum á Kjarvalsstöðum. 21.00 Ester Jökuls heldur tónleika ásamt hljómsveit á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 21.00 Edda Borg kemur fram ásamt hljómsveit á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Norræna húsinu. Aðgangseyrir er kr. 1.500. ➜ Leiklist 20.00 Forsýning á sýningunni Steini, Pési og gaur á trommu fer fram í Gamla bíói. Miðaverð er kr. 1.500. ➜ Fundir 20.00 Sigurjón Baldur Hafsteinsson flytur erindi um Sigurð Guðmundsson málara og hugmyndir hans um híbýli manna á þjóðveldisöld í Fræðslumið- stöð Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. hattíföttum, verk full af skemmti- legri kímni. Áferðin er eins og leirhárið sem börn gera á fígúrur sínar með hvítlaukspressu, spraut- aðar lengjur í litum og með áferð sem minnir einmitt á munina frá Glit frá síðustu öld. Lengjurnar gætu líka verið lekandi málning. Þetta eru stórskemmtileg verk sem fela í sér tilvísanir í margar áttir, í strauma í skúlptúr, þjóðlegar hefð- ir, minna jafnvel á hraundranga. Í kringum drangana eru síðan klippiverk úr ljósmyndum þar sem náttúran, hraun og gróður umbreytist og verða annarleg og áleitin. Einfalt bragð sem virk- ar vel, tengist bæði ljósmynd- um eins og við höfum séð hjá t.d. Hrafnkeli Sigurðssyni og hefð landslagsmálverka. Markmið- ið virðist vera að skapa einhvers konar framandleika sem jaðrar við vísindaskáldskap. Abstraktverkin eru fyrst og fremst skreytikennd og poppuð. Það er yfir þeim ferskleiki og lita- gleði sem bjargar þeim frá inni- haldslitlu máttleysi en þau eru ekki áleitin á sama hátt og hin verkin. Eitt verk brúar bilið, þar virðist vera vaxtarsproti í áhugaverða átt. Áhugasvið Ragnars liggur fyrst og fremst í sjónrænum og efnis- legum þáttum, hann skoðar áferð, mynstur, form, línur og liti. Að baki býr ástríða myndlistarmanns- ins sem nær að taka verkin skref- inu lengra og marka þeim sess innan ramma frjálsra lista. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Ragnar Jónasson er listamaður sem vert er að fylgjast með. Hér sýnir hann fersk og áleitin listaverk sem vinna á mörkum hönn- unar og myndlistar. Persónuleg verk sem vekja athygli fyrir nýstárlega og frumlega efnisnotkun. 20 menning@frettabladid.is Nýr leikhópur, SuðSuð- Vestur, stendur að upp- færslu verksins Eftir lokin eftir breska leikskáldið Dennis Kelly í Tjarnarbíói. Sveinn Ólafur Gunnarsson og Lilja Nótt Þórarinsdóttir leika undir stjórn Stefáns Halls Stefánssonar, en verkið verður frumsýnt á laugardag. „Þetta er mögnuð saga um mjög ólíka einstaklinga sem eru inni- lokaðir í þröngu rými og freista þess að halda sönsum,“ segir Sveinn Ólafur Gunnarsson, annar leikenda í verkinu Eftir lokin eftir Dennis Kelly sem frumsýnt verð- ur í Tjarnarbíói næsta laugardags- kvöld. Verkið segir frá þeim Markúsi og Lísu, leiknum af Sveini Ólafi og Lilju Nótt Þórarinsdóttur, sem eru innilokuð í sprengjubyrgi eftir loftárás. Þau lifa af hörmungarn- ar, en stóra spurningin er hvort þau lifi hvort annað af í þessu eldfima ástandi. Eftir lokin var frumsýnt árið 2005, en verk Englendingsins Kelly hafa verið vinsæl síðustu ár og voru tvö þeirra samtímis á fjölum Borgarleikhússins fyrir skemmstu, Munaðarlaus og Elsku barn. Stefán Hallur Stefánsson er leikstjóri og nýr leikhópur, SuðSuðVestur, stendur að sýn- ingunni. „Stefán Hallur og Lilja fengu mig til liðs við sig því þau hrifust svo mjög af þessu verki. Þegar ég svo las leikritið skildi ég strax hvað þau áttu við, því það er mjög fallega skrifað og sagan snertir mann. Í raun er vandasamt að tala um þetta verk án þess að segja of mikið, en ég get þó lofað því að tilfinningarnar eru fyrir- ferðarmiklar,“ segir Sveinn Ólaf- ur og bætir við að verk Kelly séu flest skemmtilega ólík hvert öðru. Svo furðulega vill til að sam- hliða því að leika í Eftir lokin æfir Sveinn Ólafur nú af kappi með Grindvíska Atvinnuleikhús- inu (GRAL) fyrir frumsýningu verksins Endalok alheimsins eftir Berg Þór Ingólfsson og Guð- mund Brynjólfsson, sem frum- sýnt verður 4. nóvember. Þá fer Sveinn einnig með lítið hlutverk í þáttunum Heimsendi á Stöð 2. „Það er eins og ég sé að breytast í heimsendaleikara,“ segir Sveinn og hlær. „En ég hef alltaf kosið að líta á heimsendi sem tækifæri til að byrja upp á nýtt, með hreint blað, fremur en að öllu sé lokið. Þannig hugsaði ég líka um hrun- ið hérna heima. Vonandi er þetta góður fyrirboði,“ segir Sveinn. kjartan@frettabladid.is Breytist í heimsendaleikara EFTIR LOKIN Sveinn Ólafur Gunnarsson og Lilja Nótt Þórarinsdóttir í hlutverkum sínum í verki Dennis Kelly, sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói næsta laugardag. Ragnar Jónasson sýnir í Galleríi Ágúst, skúlptúra og málverk. Hann er búsettur í Glasgow, en þar lauk hann meistaragráðu í myndlist fyrir þremur árum. Verk hans hafa vakið athygli og hann hefur hlotið styrki og viðurkenningar. Ragnar vinnur með hefðbundna miðla, málverk og skúlptúr. List hans tekur að einhverju leyti mið af hönnun, er á því opna, gráa svæði milli myndlistar og hönn- unar sem hefur verið myndlistar- mönnum frjór jarðvegur um ára- bil. Í texta með sýningunni nefnir hann sjálfur eldhúsinnréttingar frá miðri síðustu öld í tengslum við abstrakt málverk sín og leir- muni frá Glit þegar hann skrifar um skúlptúra sína. Skúlptúrarnir eru grípandi við fyrstu sýn, frábærlega skemmti- legir, sambland af mörgu sem sést hefur síðustu ár en þó persónuleg- ir. Hér eru lekandi línur og ávöl form, eins og sambland af blóma- vösum, renndum borðfótum og Innblástur frá leirmunum RÆTUR Frá sýningu Ragnars Jónassonar í Galleríi Ágúst við Baldursgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJALLAÐ VERÐUR UM ÆVI OG VERK TÓNSKÁLDSINS FRANZ LISZT á hádegisfyrirlestri Gunnsteins Ólafssonar við tónlistardeild LHÍ í Sölvhóli, föstudaginn 28. október á milli klukkan 12 og 12.45. Um þessar mundir eru 200 ár liðin frá fæðingu tónskáldsins sem talið er vera einn áhrifamesti tónlistarmaður 19. aldar. Myndlist ★★★ Rætur, Ragnar Jónasson Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12 Til 20. nóv. Opið föstudaga til til sunnudaga frá 13 til 17. FBL, E.B. BRÚÐUHE IMAR B O R G A R N E S I SÍÐUSTU SÝNINGAR! Sími 530 5000 www.bruduheimar.is Gilitrutt STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Styrkt af BASIE BEINT AF AUGUM HARPA Kaldalón Laugard. 29. okt. kl. 15:00 Miðaverð kr. 2.200 Forsala á harpa.is Efnisskráin er helguð stórsveit Count Basie og tónskáldinu Sammy Nestico. Flutt verður öll tónlistin af hinni rómuðu plötu Basie, Straight Ahead frá árinu 1968, auk nokkurra annarra verka frá sama tíma. Stjórnandi: Sigurður Flosason

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.