Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 14
14 26. október 2011 MIÐVIKUDAGUR Allir velkomnir HÁTÍÐARMÁLÞING ÚLFLJÓTS, TÍMARITS LAGANEMA Réttarheimspeki og lög 12.00 Hádegishressing í anddyri Lögbergs í boði Lagadeildar 12.20 Ávarp deildarforseta - Upptökur af námskeiðinu Inngangur að lögfræði á vef deildarinnar opnaðar 12.40 Hátíðardagur Úlfljóts, tímarits laganema settur - Hátíðarmálþing Stóra myndin af lögunum: Fjórflokkun Tómasar af Aquino Garðar Gíslason, hæstaréttardómari Tekið verður undir ábendingu Sigurðar Líndal, að tvær meginstefnur réttarheimspekinnar, náttúruréttur og vildarréttur, séu ekki and stæður heldur bæti þær hvor aðra upp. Reynt verður að skýra nánar tengsl þeirra og í því skyni kannað hvort flokkun Tómasar á lögum eftir tegundum varpi ljósi á þessi tengsl. Til hvers er stjórnarskráin? Hugleiðingar í tilefni af tillögum stjórnlagaráðs Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ Í erindinu verður fjallað um hugtakið stjórnarskrárhyggja og tillaga stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá skoðuð í ljósi þeirrar hugmyndafræði. Hrun, lagahyggja og siðferði Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu Fjallað um hugtakið „lagahyggju“ í ljósi kenninga réttarheimspekinga um tengsl laga og siðferðis. 14.00 Léttar veitingar í anddyri Lögbergs í boði Úlfljóts 14.30 Sýndarréttarhöld laganema í Lögbergsdómi. Allt milli himins og jarðar er látið flakka á Facebook. Hvenær teljast slík ummæli fara yfir mörk hins leyfilega? Ummæli geta falið í sér ærumeiðingar, valdið skaðabótaábyrgð og jafnvel verið refsiverð. Réttarhöldin verða einnig sýnd í stofu 101 í Lögbergi. Hér er hægt að sjá hvernig mál eru flutt fyrir dómstólum í raunveruleikanum. 16.00 Dagskrárlok Garðar Gíslason Davíð Þór Björgvinsson Hafsteinn Þór Hauksson Um hvað fjallar lögfræði? Gefin verður innsýn í grunngreinar lögfræðinnar sem varða flesta þætti mannlegs lífs og allir þurfa að gefa gaum einhvern tímann á lífsleiðinni. Eru menn ábyrgir orða sinna á Facebook? Laganemar setja á svið réttarhöld þar sem ummæli á Facebook verða m.a. tekin fyrir. Fimmtudagur 27. október, kl. 12-16 í Lögbergi Opið hús Lagadeildar Háskóla Íslands LAGADEILD Ísland getur orðið grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköp- un og menntun til sjálfbærni. Það er framtíðarsýn nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins. Í þessari grein fjalla ég um nokkr- ar stefnuáherslur nefndarinnar og hvernig þær birtast í einstökum aðgerðum. Ríki til fyrirmyndar Nefndin leggur fram átta almenn stefnumið og 48 aðgerðir. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á að ríkið verði fyrirmynd og skapi aðstæður fyrir grænt hagkerfi. Þetta verði gert með stefnumótun og aðgerðum sem undirstrika pólitískan vilja til að setja málefnið í forgang. Lagt er til að efling græns hag- kerfis verði grundvallaratriði í atvinnustefnu sem nú er verið að móta og byggir m.a. á Sóknaráætl- un 2020. Nefndin leggur áherslu á að forsætisráðuneytið hafi með höndum verkstjórn málaflokksins, fylgi eftir mótun og framkvæmd aðgerðaáætlunar á grundvelli til- lagna nefndarinnar og virki önnur ráðuneyti til verka en málaflokk- urinn hefur skírskotun til allra málasviða stjórnarráðsins. Jafnframt er nauðsynlegt að efna til samráðs við sveitarfélög um beina aðkomu þeirra að verk- efninu, því þau geta ráðið úrslitum um það hversu vel tekst til. Lagt er til að fram fari heildarendurskoð- un á löggjöf um opinberar stofn- anir í þá veru að flétta áherslur sjálfbærrar þróunar og græns hagkerfis inn í ákvæði um hlut- verk einstakra stofnana. Nefnd- in leggur til að Alþingi og ráðu- neyti og opinberar stofnanir taki upp markvisst umhverfisstarf til að bæta nýtingu og draga úr sóun, úrgangi og öðrum neikvæðum áhrifum á umhverfið, m.a. með hliðsjón af ISO 14001 staðlinum. Liður í þessu verkefni ætti að vera að gera Alþingi að pappírslausum vinnustað. Nefndin leggur sérstaka áherslu á vistvæn innkaup en áætlað er að ríkið kaupi á hverju ári vörur og þjónustu fyrir um 100 millj- arða króna. Ríkið hefur í krafti þess kaupmáttar sterka stöðu til að ýta undir þróun og útbreiðslu vistvænna lausna á markaðnum. Nefndin leggur m.a. til að öll ráðu- neyti og ríkisstofnanir innleiði vistvæn innkaup, að allir ramma- samningar ríkisins um innkaup uppfylli viðmið umhverfisskil- yrða þar sem slíkt liggur fyrir og að opinber stefna um vistvæn inn- kaup verði endurskoðuð með það að markmiði að hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkisins verði 50% árið 2015 og 80% árið 2020. Hagrænir hvatar Nefndin leggur til að hagrænum hvötum verði beitt til að efla græna hagkerfið. Þar er byggt á þeirri sýn að efnahagsleg umbun sé vænlegri en boð og bönn til að koma á grænu hagkerfi. Nefnd- in leggur til ýmsar aðgerðir í því efni, t.d. að hvatt verði til vist- vænna innkaupa með heimild til að endurgreiða opinberum stofnunum allt að 20% af kostnaðarverði vöru og þjónustu sem uppfyllir skilyrði umhverfismerkja af tegund 1, en norræna umhverfismerkið Svan- urinn og evrópska umhverfis- merkið Blómið falla í þann flokk. Aðrar tillögur nefndarinnar sem falla undir hagræna hvata eru m.a. tillögur um endurgreiðslu á hluta af kostnaði við innleiðingu vott- aðra umhverfisstjórnunarkerfa, endurgreiðslur kostnaðar vegna orkuskipta í skipum, niðurfelling tolla á reiðhjól og tengdan búnað og framlenging á endurgreiðslu vörugjalda til þeirra sem láta breyta bílum í vistvæn ökutæki. Græn störf Tölfræðilegar upplýsingar um umfang grænnar atvinnustarf- semi á Íslandi eru mjög af skorn- um skammti. Nauðsynlegt er að taka atvinnugreinaflokkun og hagtölugerð Hagstofu Íslands til endurskoðunar þannig að hægt verði að greina vægi grænna atvinnugreina og fjölda grænna starfa. Á grundvelli þeirrar gagna- öflunar verði síðan mótuð áætlun um fjölgun grænna starfa sem er eitt hinna almennu stefnumiða sem nefndin leggur til grundvallar. Nefndin telur mikilvæga for- sendu atvinnusköpunar í þessum málaflokki að sérstakt átak verði gert í að stuðla að fjárfestingum í umhverfisvænni atvinnustarfsemi í landinu. Þar verði horft bæði til innlendra og erlendra fjárfest- inga. Lagt er til að Nýsköpunar- sjóði atvinnulífsins verði falið að undirbúa stofnun Græns fjárfest- ingarsjóðs með aðkomu innlendra og erlendra fjárfesta. Á undanförn- um árum hefur komið fram áhugi norrænna fjárfestingarsjóða á að taka þátt í grænum fjárfestingum á Íslandi og gefst nú gott tækifæri til að láta á það reyna. Grænar fjárfestingar Nefndin leggur jafnframt til að efnt verði til sérstaks átaks í að laða til landsins erlendar fjárfest- ingar í umhverfisvænni atvinnu- starfsemi, m.a. með því að nýta heimild í 15. gr. laga nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Þar er fjallað um ýmiss konar íviln- anir vegna umhverfistengdra fjár- festinga, þ.m.t. þeirra sem tengj- ast orkusparnaði eða samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Átakið feli m.a. í sér val áherslu- sviða, hagræna greiningu mála- flokksins, kortlagningu vænlegra fjárfesta, kynningu og markaðs- setningu. Þegar hefur verið leit- að til Fjárfestingarsviðs Íslands- stofu um að útfæra þetta átak og liggja fyrir fyrstu tillögur þar að lútandi. Enn má nefna sem lið í grænni atvinnusköpun að nefnd- in leggur til að stofnuð verði deild innan Tækniþróunarsjóðs sem verði helguð styrkveitingum til umhverfisvænna þróunarverkefna en slík ráðstöfun gæti örvað mjög nýsköpun í þessum málaflokki. Í þriðju og síðustu grein minni mun ég fjalla um önnur stefnumið nefndarinnar, sem m.a. tengjast aðgerðum er byggja á grunnreglum umhverfisréttar, varúðarreglunni og mengunarbótareglunni. Hvernig eflum við græna hagkerfið? Þjóðir sem ætla sér að verja velferðarsamfélagið hafa áttað sig á því að aflvélin í sam- félagi framtíðarinnar verður tækni- og hugverkaiðnaðurinn sem drifinn er áfram af iðn-, tækni- og raungreinamenntuðu fólki. Þessi iðnaður byggir mest- megnis á hugviti og minna á þverrandi náttúruauðlindum og er því í eðli sínu bæði sjálfbær og umhverfisvænn. Við Íslendingar verðum að skilja að við getum ekki nema að litlu leyti skapað þær þús- undir sjálfbærra starfa sem þörf er á næstu árum nema með öflugri uppbyggingu tækni- og hugverkaiðnaðar. Tækni- og hugverkafyrirtæk- in standa nú fyrir um 20% af útflutningstekjum þjóðarinnar og skapa um 10.000 störf. Iðnað- urinn fer ört stækkandi en ekki er ólíklegt að hann vaxi núna um 10-30% á milli ára. Staðan er því miður þannig að vöxtur þessara fyrirtækja fer að mestu fram erlendis. Ein helsta ástæðan er skortur á tæknimenntuðu fólki. Það vantar sárlega til starfa forritara og hugbúnaðarfólk, véla- og rafmagnsverkfræðinga, eðlisfræðinga, stærðfræðinga, rafeindavirkja, kerfisfræðinga, vélfræðinga og svo mætti lengi telja. Við þurfum því öll, stjórnmála- menn, menntayfirvöld, skólar og atvinnulíf að vinna markvisst að því að beina unga fólkinu okkar í það nám sem atvinnulífið kallar eftir ef viljum tryggja þau lífs- gæði sem Íslendingar sækjast eftir. Skólakerfið þarf að kveikja áhuga á þeim grunnfögum sem nauðsynleg eru til að ná árangri í þessu námi og atvinnulífið verð- ur að taka vel á móti þeim með spennandi atvinnutækifærum. Við Íslendingar eigum erfitt með að hugsa langt fram í tím- ann, átaksverkefni til skemmri tíma falla betur að okkar eðli. Flókið og margbreytilegt sam- félag nútímans krefst þess hins vegar að við horfum til fram- tíðar og skipuleggjum okkur til langs tíma með skýrri atvinnu- mennta- og velferðastefnu. Samstaða um sameiginlega framtíðarsýn kemur til með að verða það afl sem við þurfum á að halda til að vinna okkur áfram. Tökumst á við framtíð- ina því hún er svo ótrúlega björt ef okkur lánast að vinna þétt saman. Tækifæri í tækni- og hugverkaiðnaði Grænt hagkerfi Skúli Helgason alþingismaður Menntamál Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri Marorku Katrín Dóra Þorsteinsdóttir forstöðumaður hugverkaiðnaðar og mannauðs hjá SI Átakið feli m.a. í sér val áherslusviða, hagræna greiningu málaflokksins, kort- lagningu vænlegra fjárfesta, kynningu og markaðssetningu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.