Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 12
12 26. október 2011 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Þú greiðir f. símanr. og að
ra n
otk
un
skv
. v
er
ðs
kr
á
á
si
m
in
n.
is
Ef þú ert með GSM eða Internetið
hjá Símanum færðu aðgang að
Bestu lögunum fyrir 0 kr. í dag.
Magnaður miðvikudagur!
Bestu lögin
fyrir 0 kr. í dag
bestulogin.is
Skannaðu hérna
til að sækja
Barcode Scanner
Greitt skv. gjaldskrá. Nán
ar á
sim
inn
.is
HALLDÓR
Alkunna er að hér á Suðurnesjum er atvinnuleysi alvarlegast á landinu.
Þversögnin er hins vegar sú að stærsta og
raunhæfasta lausnin á atvinnuleysinu er
rétt innan seilingar og hefur verið tilbúin
undanfarin ár. Það sem á skortir er fyrst
og fremst pólitískur vilji ríkisstjórnar-
innar til að standa við fjárfestingarsamn-
ing um álver í Helguvík og þar með vilji
fjármálaráðherra til að létta sérhönnuðum
pólitískum fjötrum af Landsvirkjun.
Á nýlegum íbúafundi í Garðinum um
atvinnu- og orkumál kom fram í máli Krist-
jáns L. Möller, formanns atvinnuveganefnd-
ar Alþingis, að Helguvík væri eina stóra
atvinnuskapandi verkefnið á Íslandi sem til-
búið væri til framkvæmda næstu tvö árin.
Umhverfismati væri lokið, starfsleyfi feng-
ið, samningar klárir við birgja og verktaka,
fjármögnun tryggð og búin. Það eina sem
vantaði væri að ganga endanlega frá orku-
sölumálum til álversins. Ljóst væri að þar
yrði Landsvirkjun að koma að málum til að
hrinda þessu mikilvæga verkefni af stað.
Viðræður hafa verið í gangi um verð og
magn. Sú stefna Landsvirkjunar að fá sem
hæst verð fyrir sína orku er sjálfsögð, þær
áherslur eru alls ekki nýjar af nálinni.
Hins vegar má benda á að LV stefnir á að
selja 1.500 MW í framtíðinni þannig að 10%
af því, 150 MW til Norðuráls í áföngum á
næstu 4-5 árum, er mjög góður leikur. Það
kemur hlutum af stað hér á Íslandi – og það
er akkúrat það sem þarf nú. Endalaust má
þrátta um verð en nú verður að loka þessum
samningum. Það er þjóðþrifamál.
Það má auglýsa eftir fólki til starfa í
Helguvík helgina eftir að samningar nást.
Hagvöxtur mun aukast og forsendur fjár-
laga, sem eru harla veikar, munu jafnvel
halda. Tvö þúsund heimili fá fyrirvinnu og
afkoma hins opinbera batnar um a.m.k. 12
milljarða á ári.
Pólítísk stóriðja þeirra sem reyna að
ganga í augun á kjósendum sínum með
öfgafullum fjötrum á atvinnuuppbygg-
ingu skapar ekki atvinnu hér á Suðurnesj-
um. Tími framkvæmda við raunveruleg
atvinnuskapandi verkefni er hins vegar
löngu kominn. Hefjumst handa og vinnum
allri þjóðinni gagn!
Vaknið nátttröll
Atvinnumál
Kristján G.
Gunnarsson
formaður
Verkalýðs- og
sjómannafélags
Keflavíkur og
nágrennis
Tvö þúsund heimili fá
fyrirvinnu og afkoma
hins opinbera batnar um a.m.k.
12 milljarða á ári.
V
ið þekkjum orðið vel talið um að allt sé að fara til and-
skotans á evrusvæðinu, evran muni líða undir lok og allt
það. Sumir tala eins og þeir hlakki beinlínis til.
Það getur verið gagnlegt að bregða upp samanburði
við önnur öflug gjaldmiðilssvæði. Það gerði Tristan
Garel-Jones, fyrrverandi Evrópumálaráðherra í ríkisstjórn Íhalds-
flokksins í Bretlandi, í grein í Financial Times í fyrradag. Hann
bendir þar á að á evrusvæðinu í heild sé fjárlagahallinn (megin-
undirrót vandans sem glímt er við) áætlaður 4,1 prósent af lands-
framleiðslu á þessu ári og viðskiptajöfnuðurinn (sem segir til um
jafnvægið í inn- og útstreymi gjaldeyris) jákvæður um 0,1 prósent.
Í Bretlandi sé fjárlagahallinn 8,5 prósent og viðskiptahallinn 2,7
prósent. Skuldir ríkissjóðs séu
hærra hlutfall af landsfram-
leiðslu en í sumum verst settu
evruríkjunum, til dæmis á Spáni.
Í Bandaríkjunum er fjárlaga-
hallinn 9,6 prósent og viðskipta-
jöfnuðurinn neikvæður um 3,1
prósent.
Samt gera fáir því skóna að
dollarinn eða sterlingspundið leggist af fljótlega. Fjölmiðlar heims-
ins og fjármálamarkaðir eru miklu uppteknari af evrusvæðinu en
hlutskipti Bandaríkjanna eða Bretlands (að ekki sé talað um litla
krónusvæðið okkar, þar sem fjárlagahallinn var hátt í níu prósent
af landsframleiðslu í fyrra og viðskiptahallinn rúm tíu prósent).
Á heildina litið er evrusvæðið í betri málum efnahagslega en
ýmis önnur stór hagkerfi. Kreppan liggur í hallarekstri og skulda-
vanda einstakra ríkja (og ríflegum útlánum banka til þessara sömu
ríkja) og þeirri staðreynd að smíði Efnahags- og myntbandalagsins
var aldrei kláruð.
Ótti markaðanna við að verr fari á evrusvæðinu en til dæmis hjá
notendum dollarans og sterlingspundsins er þó ekki ástæðulaus.
Það er flóknara að ná pólitískri samstöðu um nauðsynlegar aðgerðir
á meðal sautján ríkja sem nota evruna (og í sumum tilvikum allra
27 aðildarríkja Evrópusambandsins) en það er fyrir eina ríkisstjórn
að koma sér saman um aðgerðaplan.
Óvissan snýst ekki sízt um það hvort öll ríkin eru reiðubúin að
gera það sem gera þarf. Það getur þýtt að almenningur í evruríkj-
unum sem bezt standa þurfi að færa fórnir til að bjarga þeim sem
verr standa, vilji fólk halda áfram að njóta kosta sameiginlegs gjald-
miðils. Þetta gleymdist að útskýra fyrir kjósendum þegar evran var
innleidd. Sömuleiðis er ekki víst að öll aðildarríkin séu reiðubúin
að undirgangast þann aga í ríkisfjármálum sem er nauðsynlegur,
ekki aðeins til að komast út úr kreppunni til skemmri tíma heldur
einnig og ekki síður til að fyrirbyggja að hún endurtaki sig.
Á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í dag reynir því á pólitískan
vilja og evrópska samstöðu. Það er langt í frá sjálfgefið að þeim
takist það ætlunarverk að koma evrusvæðinu út úr kreppunni. Það
er hins vegar misskilningur að afleiðingarnar af slíku skipbroti
fyrir heimshagkerfið séu eitthvert tilhlökkunarefni.
Evrusvæðið hefur efnahagslegar forsendur til
að ná sér á strik.
Spurning um
pólitískan vilja
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Viðkvæmur ráðherra
Ögmundur Jónasson er fljótur fram á
ritvöllinn þyki honum tilefni til. Frétta-
stofa Ríkisútvarpsins sendi Ögmundi á
dögunum fyrirspurn um ferðakostnað
ráðuneytisins vegna ráðstefnu í
Mexíkó. Ögmundur fagnar áhuganum,
en finnst þó ekki nema hálf sagan
sögð. Verðugt rannsóknarefni sé að
skoða kostnað vegna viðræðna við
ESB. Ríkisútvarpið hafi sagt
A og hljóti að halda áfram.
Vissulega er fínt að spyrja
um kostnað sem víðast, en
það er sérkennileg krafa að
ekki sé hægt að spyrja um
kostnað í einu ráðuneyti
án þess að því fylgi
spurningar um kostnað við allt á milli
himins og jarðar.
Hæg heimatökin
Ögmundur vill meðal annars að
Ríkisútvarpið kanni ferðakostnað
vegna viðræðnanna í stjórnsýslu, ráðu-
neytum og á Alþingi. Það ættu að vera
hæg heimatökin fyrir þingmann og
ráðherra að upplýsa um þann kostnað.
Raunar hefur verið upplýst að
kostnaður við aðildarviðræður er
innan fjárheimilda sem Alþingi
samþykkti.
Vill 70% skattalækkun
Helgi Magnússon, formaður Sam-
taka iðnaðarins, skrifaði í gær
grein um ferð sína til Moskvu. Hann
dásamaði rússneska hagkerfið, þar
væri 4,5 til 5 prósenta hagvöxtur og
allt í blóma. Látum nú vera að bera
saman nýmarkaðsríki og þróað, hvorki
Ísland né önnur ríki Vesturlanda munu
ná viðlíka hagvexti og ríki á borð við
Rússland, Kína og Brasilíu á næstu
árum. Athyglisverðari er þó dásömun
Helga á skattkerfi Rússlands, en þar er
tekjuskattur 13 prósent,
en 47 prósent hér.
Það verður ekki skilið
öðruvísi en formaður
Samtaka iðnaðarins
vilji lækka skatta um
70 prósent.
kolbeinn@frettabladid.is