Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 32
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Allmargt hefur tapast í bankahruninu. Fjölmargir hafa tapað eign sinni í heim- ilum sínum, íslenska þjóðin hefur tapað kaupmætti launa sinna, stjórnmálamenn hafa tapað getu til annarra gjörða en upphrópana og erlendir kröfuhafar hafa tapað hátt í 7.500 milljörðum króna. Auk þess hefur nánast allt traust til fjármálakerfi sins tapast. Skoðanakannanir sýna að einungis 3-4% landsmanna treysta bönk- unum mjög vel. Við þessar aðstæður ákvað stjórn Bankasýslunnar að ráða Pál Magnússon sem forstjóra sinn. Hann hefur nú tekið þá skynsömu ákvörðun að taka ekki við starfi nu. Nú getur vel verið að Páli sé margt til lista lagt, en ráðning hans var ekki til þess fallin að auka traust á þá stofnun sem fer með eignarhluti ríkisins í fjár- málafyrirtækjum, er ætlað að endurreisa öfl ugan inn- lendan fjármálamarkað og að lokum að selja þau fjármálafyrirtæki sem vilji er til að selja úr fangi ríkisins. Ástæðan er einföld: Páll var aðstoðarmaður þess ráðherra sem seldi bankana síðast. Það þýðir auðvitað ekki að Páll sé ekki hæfur til að selja banka. Það getur vel verið að hann hafi verið allur af vilja gerður til að sinna starfi nu óaðfi nnanlega. Það virðist bara vera almennt sjónarmið að honum sé ekki treystandi til að gera það. Upphaf endaloka íslenska fjárglæfraævintýrisins sem hefur snúið íslensku samfélagi á rönguna á undanförnum þremur árum er, held ég að megi fullyrða, í huga fl estra landsmanna einkavæðing ríkisbankanna fyrir tæpum áratug. Á tímum þess gífurlega sundurlyndis sem ríkir á Íslandi er líkast til það eina sem þjóðin er sammála um er að það eigi ekki að selja/gefa bankana með sama hætti og gert var síðast. Framkvæmd þeirrar sölu verður að vera hafi n yfi r allan vafa. Pólitísk afskipti mega ekki vera nein. Fólk verður að minnsta kosti að geta treyst því. Slíkt traust hefði aldrei verið til staðar ef Páll Magnússon sæti við stýrið. Bölvað traustið þvælist fyrir BANKAHÓLFIÐ Þórður Snær Júlíusson Greinar valinna penna um hrunið og eftirleik þess – Viðtal við Guðmund Steingrímsson – ÞRJÚ ÁR FRÁ HRUNI Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.