Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN
1Bönkum innan Evrópu-sambandsins verði gert að
hækka eiginfjárhlutfall upp í
9% fyrir mitt næsta ár. Það er til
þess að bankarnir verði betur í
stakk búnir til að mæta áföllum
í rekstri. Talið er að þessar
aðgerðir muni kosta um 110
milljarða evra.
Bankarnir geta aflað sér fjár með
hlutafjárútboði og sölu eigna en
geta leitað til ríkis ef þess þarf
og varasjóðs evrusvæðisins til
þrautarvara.
2 Hluti af skuldum Grikklands verður afskrifaður. Ekki var
enn ljóst í gær hversu hátt hlut-
fall gæti verið um að ræða, en
líklega verður það á bilinu 40%
til 60%. Heildarskuldir ríkissjóðs
stefna í að ná 184% af landsfram-
leiðslu ef ekkert verður að gert.
Helstu lánardrottnar eru innan
Grikklands eða fjölþjóðastofn-
anir eins og AGS og Seðlabanki
Evrópu, en þriðjungur skuldanna
er á höndum einkaaðila utan
Grikklands.
3 Varasjóður Evrópu verður efldur til að geta brugðist við
yfirvofandi vandræðum evru-
ríkja á borð við Spán og Ítalíu.
Annars vegar mun sjóðurinn
tryggja nýjar skuldir evruríkja að
ákveðnu marki, mögulega 20%,
en einnig verður stofnaður nýr
sjóður sem fjárfestingarsjóðir
geta lagt inn í og mun kaupa
skuldabréf af evruríkjum.
Horn Fjárfestingafélag hagnaðist um 10,1 milljarð króna á
fyrstu níu mánuðum ársins 2011. Hagnaðurinn er fyrst og síðast
tilkominn vegna sölu á helmingshlut félagsins í Promens fyrir
7,9 milljarða króna, sem skilaði
fjögurra milljarða króna bók-
færðum hagnaði, og sölu á 8,3%
hlut félagsins í Marel til Lands-
banka Íslands í mars síðast-
liðnum á 7,3 milljarða króna.
Þetta kemur fram í níu mán-
aða uppgjöri Horns Fjárfest-
ingafélags, sem er í 100% eigu
Landsbankans.
Heildareignir Horns eru
nú um 43,9 milljarðar króna.
Eigið fé félagsins er 32,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall-
ið 74%. Horn var stofnsett í árslok 2008 sem nokkurs konar
fjárfestinga armur Landsbankans. Tilkynnt hefur verið opinber-
lega að til standi að skrá Horn í Kauphöll Íslands árið 2011.
Horn hagnast um
tíu milljarða króna
EIGANDINN Steinþór Pálsson er
bankastjóri Landsbankans.
26. OKTÓBER 2011 MIÐVIKUDAGUR4 26. OKTÓBER 2011 MIÐVIKUDAGUR
Evrópa
Þorgils Jónsson
Óhætt er að segja að mikið sé lagt
undir á leiðtogafundi Evrópusam-
bandsins og evrusvæðisins sem
fram fer í Brussel í dag. Á fund-
inum verður leitast við að ganga
frá endanlegri lausn á skulda-
vanda ESB-ríkjanna sem hefur
vomað yfir álfunni og alþjóðlegu
fjármálalífi síðustu misseri.
Leiðtogarnir hittust á fundum
um síðustu helgi þar sem aðgerða-
áætlun var stungin út í grófum
dráttum, en síðan þá hafa ríkin
keppst við að ná samkomulagi um
nákvæmar útfærslur.
Bankar hækki eiginfjárhlutfall
Í grunninn eru þrjú meginatriði
til umræðu. Í fyrsta lagi verður
bönkum og öðrum fjármálafyrir-
tækjum í ESB-löndunum gert að
auka eiginfjárhlutfall sitt tals-
vert, úr 6% upp í 9%, fyrir mitt
næsta ár til að geta brugðist við
miklum áföllum eins og að þurfa
að afskrifa skuldir.
Talið er líklegt að þessi ráð-
stöfun muni kalla á rúmlega 100
milljarða evra, en til þess að afla
þess fjár þurfa bankarnir að auka
hlutafé, selja eignir eða leita á
náðir hins opinbera og evrópska
varasjóðsins til þrautarvara.
Grískar skuldir lækkaðar
Í annan stað þurfa bankarnir
sennilega að gefa eftir allt upp í
60% skulda Grikklands. Það verð-
ur þó ekki gert með valdboði held-
ur munu bankarnir þurfa að gang-
ast við þessum kostum af eigin
vilja. Það hljómar ef til vill ein-
kennilega en í ljósi stöðunnar, þar
sem allt stefnir í að skuldir rík-
issjóðs Grikklands fari upp fyrir
370 milljarða á næsta ári og nái
allt að 184% af landsframleiðslu,
eru lánardrottnar Grikkja í erf-
iðri aðstöðu. Annaðhvort taka
þeir á sig niðurfellingu á skuld-
um eða horfa upp á gjaldþrot
sem er alls óvíst hvernig þróast.
Einkaaðilar utan Grikklands eiga
um þriðjung af heildarskuldum
landsins, þriðjungur er í hönd-
um innlendra aðila, bæði banka
og opinberra stofnana og sjóða, og
þriðjungur er í höndum Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, Seðlabanka
Evrópu og annarra Evrópuríkja.
Neyðarsjóður efldur
Í þriðja lagi þarf að efla vara-
sjóð evrusvæðisins til að hann
geti þjónað hlutverki sínu, en fari
allt á versta veg á Ítalíu og Spáni
gætu þau lönd þurft á framlagi
að halda, líkt og Írland, Grikk-
land og Portúgal. Í sjóðnum eru
nú aðeins 250 milljarðar, sem
er hvergi nærri nóg til að koma
Ítalíu og Spáni til bjargar. Til að
bregðast við þessu hafa tvenns
konar aðgerðir verið lagðar til.
Annars vegar er stefnt að því að
stækka varasjóðinn úr 440 millj-
örðum evra í 1.000 milljarða, að
því er heimildir erlendra miðla
herma. Það yrði gert með því að
sjóðurinn tryggði hluta, senni-
lega allt að 20%, af nýstofnuð-
um skuldum einstakra evruríkja.
Hins vegar er mælst til þess að
sérstakur sjóður verði settur á
laggirnar þar sem fjárfestingar-
sjóðir ríkja utan Evrópu, svo sem
Brasilíu, Kína og Katar, geti lagt
inn fjármuni sem síðan séu notað-
ir til kaupa á ríkisskuldabréfum
einstakra evruríkja.
Erfitt að mæta umbótakröfum
Eins og gefur að skilja fylgja
framlögum úr varasjóðun-
um nokkrar kvaðir á þjóðrík-
in, til dæmis niðurskurður í
ríkisútgjöldum, endurskipu-
lagning almannatrygginga og
umbætur í regluverki atvinnu-
lífsins. Grikkir hafa svo sannar-
lega ekki farið varhluta af þess-
um kröfum og hefur samfélagið
logað í mótmælum og verkföllum
síðustu mánuði.
Næsta áhyggjuatriði á evru-
svæðinu er Ítalía, en ríkissjóð-
ur þarf þar að endurfjármagna
skuldir fyrir um 600 milljarða
evra á næstu þremur árum.
Silvio Berlusconi forsætisráð-
herra hefur verið í miklum vand-
ræðum með að koma í gegn um-
bótum sem taldar eru viðunandi
til að tryggja ríkisrekstur og
hagvöxt til skemmri og lengri
tíma. Þegar hefur niðurskurð-
arpakki upp á 54 milljarða evra
verið samþykktur, en leiðtogar
Frakklands og Þýskalands, þau
Nicolas Sarkozy og Angela Mer-
kel, létu ekkert fara á milli mála
um að Ítalir þyrftu að ganga enn
lengra til að koma sínum málum
á hreint.
Berlusconi var kominn út á ystu
nöf í umleitunum sínum í gær þar
sem hann mætti mikilli andstöðu
innan raða eigin stjórnar, meðal
annars varðandi það að hækka
eftirlaunaaldurinn úr 65 árum
í 67. Umberto Bossi, formaður
Norðurbandalagsins og einn af
helstu samstarfsmönnum Berlus-
conis, sagði til dæmis beint út á
dögunum að ekki kæmi til greina
að hrófla við eftirlaunakerfinu og
því er ekkert þar í hendi.
Enn mikil óvissa
Að öllu þessu sögðu er hreint ekki
víst að þó að allar þessar hug-
myndir nái fram að ganga í dag
muni þær leysa allan vanda. Fyrst
um sakir er hins vegar nauðsyn-
legt að fram komi heildstæð lausn
sem sannfæri markaði um að allt
sé í himnalagi. Framvinda mála
getur haft áhrif um allan heim,
þar sem Bandaríkin og Kína hafa
þegar hvatt til þess að gengið
verði frá málunum.
Síðdegis í gær var til dæmis
alls óvíst hvort öll tæknileg at-
riði yrðu til reiðu í tæka tíð fyrir
fundina.
Enn var deilt bæði um afskrift-
ir grísku skuldanna og eflingu
varasjóðsins, meðal annars vegna
óvissunnar um framvindu mála
á Ítalíu. Á meðan þau álitamál
eru enn í óvissu neita síðan hin
tíu ESB-ríkin, sem standa utan
evrusvæðisins, að leggja áður-
nefndar kröfur um aukningu eig-
infjár á sína banka.
Enn ríkir óvissa um
úrlausn evruvandans
Leiðtogar ESB reyna til þrautar að ná samkomulagi um lausn á skuldavanda
evrusvæðisins. Stefnt að því að stórefla varasjóðinn og afskrifa skuldir Grikklands.
ERFIÐIR TÍMAR Mikið hefur mætt á José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Herman Van Rompuy, forseta
leið togaráðsins, síðustu daga vegna skuldavanda evrusvæðisins. NORDICPHOTOS/AFP
ÞRJÁR LEIÐIR TIL LAUSNAR Á SKULDAVANDA EVRUSVÆÐISINS
Erfiðlega gengur að ljúka fjármögnun Sparibankans. Hefur
bankinn sagt upp leigusamningi á Iðuhúsinu við Lækjargötu
sem hann hefur haft á leigu frá 1. september. Enn er þó stefnt
að því að bankinn hefji rekstur á næsta ári.
„Fjármögnun bankans hefur tekið lengri tíma en við
höfðum reiknað með. Það er orðið hálft ár síðan við festum
Iðuhúsið en við þorðum ekki öðru en að gefa það eftir núna,
þar sem við sjáum ekki alveg fyrir hvenær fjármögnun
lýkur,“ segir Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi, sem er
stjórnarformaður bankans.
Sparibankinn byggir á þýskri fyrirmynd, en samkvæmt
vefsíðu bankans mun hann fylgja samfélagslega ábyrgri
útlánastefnu og hvetja viðskiptavini sína til sparnaðar og
eignauppbyggingar.
Ingólfur segir að áætlanir hafi gert ráð fyrir að bankinn yrði
opnaður á fyrsta ársfjórðungi næsta árs en nú væri sennilegra
að opnun frestaðist eitthvað. Þá segir hann að verið sé að skoða
alla kosti til að klára fjármögnun bankans, þar á meðal að selja
verkefnið. „Aðalatriðið er að láta þetta verða að veruleika, ég
þarf ekki endilega að eiga þetta,“ segir Ingólfur, en félag í hans
eigu er stærsti hluthafi bankans með alls 48,6 prósent hlut af
223 milljóna króna hlutafé bankans.
INGÓLFUR H. INGÓLFSSON Stefnir að því að opna snemma á næsta ári.
Illa gengur að safna
fé í Sparibankann