Fréttablaðið - 29.10.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 29.10.2011, Síða 16
16 29. október 2011 LAUGARDAGUR Laser og Fræsivélar Litlar borðvélar upp í stórar iðnaðarvélar. Hugbúnaður – kennsla – þjónusta LASER ÚTSKURÐARVÉLAR Fyrir Pappír , Tau, Málma, Tré ofl. efni Hugbúnaður fyrir Letur – skilta – skartgripagerð Útskurður Leturgerð Módelsmíði Fræsarar, fyrir útskurð og leturgerð. Í leiðara Fréttablaðsins föstu-daginn 28. október segir Stein- unn Stefánsdóttir að umgengni Íslendinga við auðlindir hafi fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap, og á þar við umgengni um orkuauðlindir. Vandséð er hvernig aðstoðar- ritstjórinn kemst að þessari nið- urstöðu. Eða þekkir Steinunn einhver dæmi um að gengið hafi verið of nærri íslenskum orku- auðlindum? Ef átt er við að ein- hverjar virkjanir hafi haft óæski- leg áhrif á náttúruna þá verða vissulega ávallt uppi mismun- andi sjónarmið í þeim efnum, en við Íslendingar erum þó Evrópu- meistarar í verndun landsvæða og mikil áform eru uppi um að ganga enn lengra í þeim efnum. Steinunn fer mikinn og talar meðal annars um rétt þeirra sem ófædd eru, en munu þau ekki ein- mitt njóta ávaxtanna af því að reistar hafi verið hér virkjan- ir og jafnvel þegar afskrifaðar, þótt þær skapi þjóðinni áfram verðmæti? Hún kallar það mýtu að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda hérlendis séum við Íslendingar að leggja okkar af mörkum til umhverfismála á alþjóðavísu, þar sem fyrir vikið sé minni þörf á notkun mengandi orkugjafa annars staðar. Ástæð- an sé sú að í alheimssamhengi sé framleiðanleg orka á Íslandi ekki svo mikil. Samkvæmt þessari röksemda- færslu getum við þá t.d. látið það eiga sig að sinna þróunaraðstoð, þar sem okkar framlag telur varla mikið slíku í alheimssam- hengi. Formaður loftslagsnefnd- ar Sameinuðu þjóðanna kom þó hingað um árið og hvatti Íslend- inga til að halda áfram að nýta hér endurnýjanlegar orkuauð- lindir, í þágu baráttunnar gegn áhrifum svonefndra gróðurhúsa- lofttegunda. Orkan er ekki ál Loks skal hér nefnt að í leiðar- anum er kvartað undan tilvísun- um í störfin við álframleiðsluna sem við taki að loknum virkjana- framkvæmdum. Nú er það vissu- lega svo að þrjú öflug álfyrirtæki eru langstærstu viðskiptavin- ir íslenskra orkufyrirtækja. Sú staða segir hins vegar ekkert til um framhaldið og engin ástæða er til að tengja virkjanir framtíð- arinnar endilega við framleiðslu á áli. Við Íslendingar búum við þá algeru sérstöðu að hér er svo gott sem öll raforka unnin úr endur- nýjanlegum orkugjöfum, og sama gildir um húshitun. Við hljótum að geta sameinast um að vera stolt af þessari einstöku stöðu. Svo mikið er víst að margur kola- og olíubrennandi nágrann- inn lítur hingað öfundaraugum. Við Íslendingar búum við þá algeru sérstöðu að hér er svo gott sem öll raforka unnin úr endurnýjan- legum orkugjöfum, og sama gildir um húshitun. Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómi verða miklar breyt- ingar á daglegu lífi, sem í raun fer úr skorðum. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að fólki sé mætt af virð- ingu og umhyggju af fagfólki í heil- brigðisþjónustunni og að það finni að brugðist sé við af fagmennsku og öryggi með heildarhagsmuni þess að leiðarljósi. Sjúkdómsmeð- ferð getur verið flókin og reynir á þann einstakling sem veikur er, sem og fjölskyldu hans. Í sumum tilfellum er lækningu ekki viðkom- ið en möguleiki er á að halda sjúk- dóminum í skefjum um lengri eða skemmri tíma með umfangsmikilli og sérhæfðri meðferð. Líknarmeðferð er veitt þar sem um er að ræða langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma svo sem krabbamein, ýmsa taugasjúkdóma og hjarta- og lungnasjúkdóma. Líknarmeðferð er yfirleitt í fyrstu veitt samhliða annarri meðferð en eftir því sem sjúkdómsástand versnar eykst vægi líknarmeð- ferðar. Slík meðferð er því ekki eingöngu veitt við lok lífs þó vægi líknarmeðferðar sé þá mest. Mikil áhersla er á að efla lífsgæði sjúk- linga og styðja einstaklinginn og fjölskyldu hans í sjúkdómsferlinu og sorginni. Líknarmeðferð er skilgreind sem þjónusta við lífið og byggir hún á hugmyndafræði sem má rekja til Cicely Saunders (1918- 2005), en hún stofnaði fyrsta líkn- arheimilið í Bretlandi árið 1967. Í líknarmeðferð eins og hún hefur þróast og fram kemur í skilgrein- ingu Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO, 2002) er áhersl- an á að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra andspænis lífshættulegum sjúkdómi. Horn- steinn góðrar líknarmeðferðar felst í meðferð einkenna þar sem tekið er tillit til margra þátta, svo sem líkamlegra, sálfélagslegra og andlegra þarfa, gildismats, trúar- þarfa og menningar. Líknarmeð- ferð gengur út frá þverfaglegri nálgun og áhersla er lögð á heild- ræna sýn á manneskjuna. Líknarmeðferð er hluti af þeirri meðferð sem veitt er sjúklingum á mörgum deildum Landspítala en þörf er þó fyrir sérhæfðar einingar sem starfa eftir hugmyndafræði líknarmeð- ferðar. Sérhæfð líknarmeðferð er einkum veitt á líknardeild- um Landspítala, í Kópavogi og á Landakoti, hjá Heimahlynningu Landspítala sem og líknarráð- gjafateymi Landspítala, Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu í Reykjavík, Heimahlynningu á Akureyri og heimahjúkrun á Suðurnesjum. Á þessum stöðum hefur verið byggð upp fagleg þekking og ára- tuga reynsla með áherslu á ólík þjónustustig til að mæta sem best ólíkum þörfum sjúklinga. Megin- þorri sjúklinga sem fá þjónustu frá sérhæfðum þjónustuaðilum er sjúklingar með dreifðan og langt genginn sjúkdóm. Sjúklingar sem liggja á líknardeild eru þar aðal- lega vegna flókinna erfiðra ein- kenna og/eða umönnunar við lok lífs. Nú stendur fyrir dyrum endur- skipulagning á líknarþjónustu sem veitt er á Landspítala og þar með líknardeildunum tveim- ur. Mikilvægt er í þeirri endur- skipulagningu að setja í forgang þarfir þeirra sem eru með lang- vinna og/eða lífsógnandi sjúk- dóma og þurfa á líknarmeðferð að halda. Líknarþjónustan þarf að geta áfram sinnt sérhæfðri líkn- armeðferð til að mæta sem best þörfum þeirra sem eru með mikil einkenni sjúkdóms og skertar lífslíkur. Líknarmeðferð er ein af grunn- stoðum góðrar heilbrigðisþjón- ustu og mikilvægt er að standa vörð um og styrkja þjónustuna, sem og áframhaldandi þróun og uppbyggingu hennar hér á landi. Hvað er líknarmeðferð? Ágæti Guðmundur Andri.Ég má til með að leiðrétta leiðan misskilning sem birtist í pistli þínum mánudaginn 24. októ- ber sl. Í pistlinum birtir þú hug- leiðingar þínar um vændiskaup og -sölu sem uppátæki Stóru systra hafa vakið hjá þér. Ég ætla ekki að gera óljósa skoðun þína á vændi að umfjöllunarefni heldur tel ég mér bæði ljúft og skylt að leið- rétta misskilning þann sem birtist í skrifum þínum um klínísk störf og hjúkrun. Sem hjúkrunarfræðingur til- heyri ég klínískri stétt heilbrigð- isvísinda og get því talað af nokk- urri þekkingu og reynslu. Klínísk hjúkrun felur í sér að samþætta fræðilega þekkingu hjúkrunar- fræðinnar faglegri færni í því að annast einstaklinga og hópa á heildrænan hátt. Þannig er leit- ast við á jafningjagrunni með samstarfi við sjúklinga að efla heilbrigði þeirra. Þar er fullt til- lit tekið til allra mannlegra þátta, bæði líkamlegra, andlegra/til- finningalegra og félagslegra. Ég get með engu móti séð að vændi feli þetta í sér og þar af leiðandi er út í hött að spyrða vændi við klíník og líkja því við hjúkrun. Af pistli þínum má ætla að það að hjúkra feli eingöngu í sér kalda líkamlega þjónustu. Það er af og frá. Að minnsta kosti vona ég að þú og þínir njótið umhyggju- samrar og heildrænnar hjúkrunar í samskiptum við heilbrigðiskerf- ið. Ég get fullyrt við þig að hjúkr- unarfræðingum og öðrum sem sinna umönnunarstörfum er annt um sjúklinga sína, einnig þegar þeir eru að sinna líkamlegum þörfum sjúklinganna. Hjúkrunarfræðin leitast við að byggja upp þekkingu á því hvern- ig mæta má á sem bestan hátt þörfum sjúklinga, styðja þá til sjálfshjálpar eða aðstoða þá sem ekki geta sinnt sínum þörfum án hjálpar. Hjúkrun snýst ekki um að framkvæma verk á vélrænan hátt heldur að nota vitsmuni og þekkingu á flókin viðfangsefni þar sem gagnrýnni nálgun er beitt af innsæi, þarfir sjúklinga metnar, meðferðir skipulagð- ar, þeim hrint í framkvæmd og árangur metinn. Því get ég með engu móti skilið hvernig þú getur líkt vændi við klíníska vinnu sem hjúkrun og geng því út frá því að um leiðan misskilning eða hrein- lega vanþekkingu sé að ræða. Til frekari fróðleiks um klín- íska hjúkrun bendi ég á Tímarit hjúkrunarfræðinga sem er opið öllum á veraldarvefnum á heima- síðu Félags íslenska hjúkrunar- fræðinga, bók Kristínar Björns- dóttur Líkami og sál sem gerir grein fyrir þróun hjúkrunarfræð- innar á Íslandi og bók Margrétar Guðmundsdóttur Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld sem er hvoru tveggja falleg og fræðandi. Að lokum vil ég taka fram að pistlar þínir hafa jafnan vakið hjá mér ánægju og hlakka ég til að sjá þann næsta. Um klíníska þjónustu, vændi, hjúkrun og ritstörf Orkunýting og búmennska Orkumál Gústaf Adolf Skúlason aðstoðarfram kvæmda- stjóri Samorku Samfélagsmál Helga Bragadóttir hjúkrunarfræðingur og dósent Heilbrigðismál Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur á líknardeild Landspítala Kópavogi Svandís Íris Hálfdánardóttir sérfræðingur í líknarhjúkrun, Landspítala Líknarþjónustan þarf að geta áfram sinnt sérhæfðri líknarmeðferð til að mæta sem best þörfum þeirra sem eru með mikil einkenni sjúkdóms og skertar lífslíkur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.