Fréttablaðið - 29.10.2011, Síða 22

Fréttablaðið - 29.10.2011, Síða 22
22 29. október 2011 LAUGARDAGUR ENGIR TVEIR Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hanga smok- kaplaköt víða um land, í skólum, félagsmiðstöðvum, á heilsugæslu- stöðvum, apótekum, bensínstöðv- um og víðar. Á plakötunum er fræga fólkið í dag að handleika smokka. Gerð þessara plakata er virðingarvert framtak þriggja aðila sem langaði til að endur- vekja gömlu smokkaplakötin með fræga fólkinu hérna áður fyrr. Eiga þeir þakkir skildar fyrir sitt frumkvæði. Einnig er frábært hve margir studdu við framtak- ið með fjárframlögum eða með öðrum hætti. Mörgum er greini- lega annt um kynheilsu landans enda því miður ekki vanþörf á. Sé barnið ekki dottið … Ákjósanlegast væri að byrgja brunninn og nota alltaf smokk- inn sé maður ekki kominn í lang- varandi samband. Þá dregur verulega úr líkum á kynsjúkdó- masmiti. Samanburðarrannsókn (HBSC) á getnaðarvarnanotkun 10. bekkinga sýndi að hún er tals- vert minni hér á landi en meðal jafnaldra þeirra í öðrum Evrópu- löndum. Það voru 2/3 sem notuðu smokk við síðustu samfarir, 15% pilluna, 4% aðrar getnaðarvarn- ir. Það sem var alvarlegast var að 15% notuðu engar getnaðar- varnir og 5% rofnar samfarir, sem telst ekki örugg getnaðar- vörn. Við þurfum því svo sann- arlega að taka okkur á í þessum efnum og fara að sýna gúmmíinu meiri virðingu. Hver vill í raun smitast af kynsjúkdómi? Pillan er góð til að koma í veg fyrir getnað, en smokkurinn er eina getnaðar- vörnin gegn kynsjúkdómum. Val á getnaðarvörn skiptir því miklu. Sé barnið dottið … Sem dæmi um kynheilsu landans smitast sex einstaklingar á dag af klamydíu, flestir á aldrinum 15-25 ára. Hæsta tíðni smitunar er hér á landi á Norðurlöndunum. Klamydían er lúmsk, því hún er oftast einkennalaus en getur valdið ófrjósemi taki maður ekki lyf. Margir kynsjúkdómar eru eins og hún auðsmitanlegir og einkennalausir. Flestir vita því ekki um eigið smit og eru í góðri trú um að allt sé í lagi. Í raun er það bara eigin hegðun í kynlífi sem getur sagt til um hvort leita beri hjálpar eða ekki. Hafi maður tekið séns eða er í vafa um smit er því eina ráðið að leita til læknis og fá úr því skorið. Óöryggið er yfirleitt erfiðast. Ábyrgð í eigin lífi og tillits- semi dregur úr líkum á því að smita aðra. Oftast er hægt að fá lækningu við kynsjúkdómum með lyfjagjöf eða hjálp við að draga úr einkennum þeirra. Margir leita sér aðstoðar á Húð- og kyn- sjúkdómadeild Landspítalans, A-1, á göngudeild smitsjúkdóma, A-3, hvort tveggja í Fossvoginum, eða fara til læknis á heilsugæslu- stöð. Panta þarf tíma og er grein- ing og meðferð alvarlegustu kyn- sjúkdómanna að kostnaðarlausu. Ekki þarf að panta tíma á síðdeg- isvöktum heilsugæslustöðva og á læknavaktinni í Kópavoginum. Hvað skiptir mestu? Sumir nota sjaldan smokka því þeir segja að smokkurinn sé dýr og/ eða að hann dragi úr næmni í kynlífi. Það getur vafalaust verið rétt. En er rétt að láta slíka þætti ráða mestu og taka áhættuna á því að fá kynsjúkdóma? Getur neysla af einhverju tagi og/eða feimni við að setja mörk gert mann kærulausari en ella? Er ekki vel þess virði að velta fyrir sér hvað í raun hindri mann í að nota smokkinn? Eru ástæður til að nota hann ekki? Tannburst- un fyrirbyggir tannskemmdir og smokkar kynsjúkdóma. Við getum auðvitað sleppt hvoru tveggja, en viljum við sitja uppi með afleiðingarnar? Ég hvet skóla, foreldra og ekki síst unga fólkið til að nýta sér plakötin til umræðu um gildi smokksins, um það hvað sé í raun gott kynlíf. Smokkurinn lengi lifi! Samvinna er hugsjón um sam-vinnu einstaklinga og samhjálp. Samvinna er því andstæða skefju- lausrar sérhyggju. Áherslan er samtakamáttur einstaklinga þar sem maðurinn situr í öndvegi en fjármagn gert að þjóni þess. Sam- vinnufélög á íslandi hafa að mestu verið neytendafélög eða í framleiðslugeira. Víða erlendis eru þau starf- andi á öðrum sviðum eins og heilbrigðisþjónustu, barnagæslu, öldrunar- þjónustu, útfararþjón- ustu, fjármálaþjónustu og sérfræði- og ráðgjaf- arþjónustu svo dæmi séu tekin. Í Bandaríkjunum til dæmis hefur samvinnu- rekstur dafnað vel, enda viðbót sem tryggir frekar samkeppni við stórfyrir- tækin sem með fákeppni eða einokunaraðstöðu hafa hreiðr- að um sig með græðgina að leiðar- ljósi. Í Bandaríkjunum eru tugþús- undir samvinnufélaga með yfir 100 milljónir viðskiptavina og nokk- ur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja landsins. Tugir þúsunda barna njóta þjónustu leikskóla sem þar eru reknir með samvinnuformi. Hugsuðurinn og uppfinningamaður- inn Benjamín Franklín var einn af stofnendum samvinnuhreyfingar- innar í Bandaríkjunum. Hlut sinn í samvinnufyrir- tæki eiga einstaklingarnir fyrir hönd nærsamfélagsins og megin- markmiðið með starfseminni er ekki hámörkun hagnaðar heldur að bjóða bestu mögulegu þjónustu á sem lægstu verði til hagsbóta fyrir félagsmenn. Tíminn vinnur með félögum sem rekin eru með samvinnu að leiðar- ljósi, enda fákeppni oft vandamál í örsmáum hagkerfum. Það er því þörf fyrir samvinnustarf sem mót- vægi og til að treysta nærsamfélag- ið. Samvinna er tæki gegn vald- þjöppun og fyrir lýðræði stuðlar hún að samfélagslegri samkennd, trausti og samfélagslegri ábyrgð. Með sama hætti og í samvinnu- hreyfingu byggir félags- geirinn eða óarðsækni geirinn ekki á aðild fjár- festa heldur á félagslegri þátttöku. Óarðsækni, non profit, byggir á félagsleg- um gildum sem skipta miklu máli fyrir almenna velferð og framfarir. Á Íslandi eru skráð í kringum 12.000 sam- tök og áhugafélög. Veiði- félög eru um 158 í land- inu. Hér á landi eru í kringum 68 sjálfseignar- stofnanir, rúmlega 80 líf- eyrissjóðir. Þá má nefna íþróttafélög, björgunarsveitir, stétt- arfélög, líknarfélög, trúfélög, lista- , menningar- og fræðslustofnanir, dvalarheimili, velferðarsamtök, stjórnmálafélög og áhugamanna- samtök og hagsmunasamtök. Aðilar vinnumarkaðar og stjórnmálamenn taka jafnan höndum saman og stofna svæðisbundin þróunarfélög og gera þróunaráætlanir byggðar á slíkri samvinnu. Samvinnufélög- in, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir og fleiri rekstrarform bera svipuð einkenni. Treystum samvinnu á sem flest- um sviðum. Samvinna Samvinnufélög Skúli Skúlason formaður Kaupfélags Suðurnesja Heilbrigðismál Sigurlaug Hauksdóttir yfirfélagsráðgjafi á sóttvarnasviði embættis landlæknis Er ekki vel þess virði að velta fyrir sér hvað í raun hindri mann í að nota smokk- inn? Eru ástæður til að nota hann ekki? Tannburstun fyrirbyggir tannskemmdir og smokkar kynsjúkdóma. Við getum auðvitað sleppt hvoru tveggja, en viljum við sitja uppi með afleiðingarnar? Tíminn vinnur með félögum sem rekin eru með sam- vinnu að leiðarljósi …
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.