Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2011, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 29.10.2011, Qupperneq 24
29. október 2011 LAUGARDAGUR24 Ú tlendingar spyrja mig stundum hvort ég dragi ekki upp óþarflega dökka mynd af Íslend- ingum í bókum mínum,“ segir Arnaldur Indriða- son rithöfundur, sem hefur sér- hæft sig í sögum af glæpum. „Ég hef svarað því til að Íslendingar séu fullfærir um það sjálfir og þurfi enga hjálp frá mér í þeim efnum,“ bætir hann við og hlær. Umræðuefnið er nýafstaðin Bókamessa í Frankfurt, þar sem Arnaldur hélt opnunarerindi, og velgengni bóka hans á erlendri grund. Hann hefur selt sex og hálfa milljón eintaka erlendis undanfarin ár og um 300 þúsund eintök hér heima, sem er afrek út af fyrir sig. Hann hefur nú sent frá sér bók á ári fimmtán ár í röð og verið áskrifandi að efsta sæti metsölulistans fyrir hver jól undanfarinn áratug. Tilefni viðtalsins er einmitt fimmtánda skáldsaga hans, Ein- vígið, sem kemur út á þriðju- dag – 1. nóvember, eins og aðrar bækur hans. Hér bregður Arn- aldur sér aftur í tímann, til árs- ins 1972 nánar tiltekið, þegar heimsmeistaraeinvígi Bobby Fischer og Boris Spassky var háð í Laugardalshöll. Unglingspiltur er stunginn til bana í Hafnar- bíói í aðdraganda skákeinvígis- ins. Marion Briem, sem lesend- ur Arnalds kannast við úr fyrri bókum hans, tekur að sér rann- sókn málsins og fljótlega berast böndin að einvíginu, sem hefur gert Ísland að miðdepli heimsins í skamma stund. Er Erlendur dáinn? Áður en lengra er haldið verður þó ekki komist hjá því að staðnæmast við endalok síðustu bókar, Furðu- stranda, og spyrja að því sem allir sem lásu bókina vilja vita: Er Erlendur Sveinsson rannsóknarlög- reglumaður, höfuðpersóna flestra bóka Arnalds og lykillinn að vin- sældum þeirra, dáinn? „Það verður hver og einn að lesa í það,“ segir Arnaldur. „Ég skrif- aði bók um hann, sem gerðist fyrir austan. Hún endar eins og hún endar og ég hef sáralitlu við það að bæta. Ég hef síðan komist að því að sumir halda að hann sé dáinn en jafn margir virðast halda að hann sé lifandi. Svarið liggur í Furðu- ströndum fyrir hvern og einn að uppgötva.“ Kynlaus aðalpersóna Í Einvíginu koma saman tvær hug- myndir sem hafa blundað með Arn- aldi lengi, annars vegar að skrifa bók um Marion Briem, lærimeist- ara Erlendar í lögreglunni, sem og sögu heimsmeistaraeinvígisins í skák. „Ég er búinn að skrifa sögu allra í þessu rannsóknarlögregluteymi Erlends, nema Marion,“ segir hann. „Til þess þurfti ég að fara aftur í tímann og þá kom ég að árinu, 1972, sem var ansi merkilegt út af einvíginu og gerir okkur á litlum tímapunkti að miðju heimsins. Hingað streymdi fólk og við kom- umst í fréttirnar. Mér fannst þetta bjóða upp á ansi marga möguleika og ákvað því að staðsetja söguna þar. Kalda stríðið var í hámarki, streitan á milli austurs og vesturs var mikil og og öll sú taugaveiklun kom síðan berlega í ljós í þessu ein- vígi. En sagan er um margt fleira. Á einum stað í bókinni segir að við heyjum öll okkar einvígi, svo titill- inn hefur líka breiðari skírskotun.“ Eitt af sérkennum persónunnar Marion er að aldrei hefur komið fram hvort hún er karl eða kona og Arnaldur hefur leikið sér að því að ýja að hvoru tveggja. Á því er engin breyting í Einvíginu, hvergi í bókinni kemur ótvírætt fram af hvaða kyni aðalpersónan er. Sjálf- ur segir Arnaldur það ekki einu sinni skýrt í sínum huga. „Ég veit það ekki ennþá hvort Marion er karl eða kona. Í bókinni er ýmislegt gefið í skyn í báðar áttir. Það var mjög erfitt að skrifa heila bók þar sem aðalpersónan er í rauninni kynlaus, en að sama skapi afskaplega skemmtilegt. Ég vona bara að lesendur geri upp sinn eigin hug um það.“ Mesta rannsóknarvinnan hingað til Einvígið er margslungin bók og þótt hún gerist 1972 teyg- ir hún anga sína allt aftur til kreppuáranna, á berklahælin á Vífilsstöðum og í Kolding í Dan- mörku. Arnaldur segir að líklega hafi engin af fyrri bókum hans útheimt jafn mikla rannsóknar- vinnu og undirbúning. „Ég hafði mikinn áhuga á að skrifa um þetta tímabil, upphaf átt- unda áratugarins, sem var mikið breytingaskeið fyrir okkur. Það var heilmikið að gerast í menningu og listum, Breiðholtið að byggjast upp og síðan auðvitað þetta einvígi. Ég er sagnfræðimenntaður og hef mjög gaman af því að velta for- tíðinni fyrir mér en þetta er líka saga um Marion, sem kemur í ljós að var berklasjúklingur og átti sér sérkennilegan uppruna. Mér fannst spennandi að blanda þessu tvennu saman; byrja á því að fara aftur til 1972 og síðan enn lengra til að kafa dýpra í aðalpersónuna. Ég þurfti því að skoða alls konar hluti í sambandi við þessa bók, starfsumhverfi lögreglunnar á þessum tíma, skákeinvígið sjálft, sögu berklasjúklinga á kreppu- árunum. Ég fór meðal annars til berklahælisins í Kolding í Dan- mörku, sem er lúxushótel í dag. Það fór talsverður tími í þetta en það er svo gaman að leita aftur; kynna sér tíðaranda og andrúmsloft og segja frá því í sögu, án þess að ég vilji festa mig of mikið í einhverjum veruleika heldur nota skáldaleyfið eins og ég get.“ Einn hluta bókarinnar viður- kennir Arnaldur að byggja sjálf- um sér, það er allt að því þrá- hyggjukenndan bíóáhuga einnar persónunnar. „Ég var bíósjúkur og fór á allar myndir sem voru sýndar; margar oftar en einu sinni, stundum með félögum mínum, stundum einn. Oft fór ég á fimm-sýningarnar, eins og persónan í bókinni, þá var meira næði og maður gat valið sér sæti. Ég var ellefu ára árið 1972, þetta var sá tími þegar maður fór að vakna til vitundar um heiminn og hann fór að stækka. Mér fannst mjög gaman að rifja þetta upp og fletti til dæmis upp á gömlum bíóauglýsingum og Undir urðarmána með Gregory Peck var einmitt sýnd í Hafnarbíó á þessum tíma, eins og kemur fram í bókinni.“ Auðvelt að týna sér í sviðsljósinu Arnaldur gefur sjaldan færi á löngum viðtölum. Síðast var rætt við hann í þessu blaði fyrir fimm árum, í tilefni Konungsbókar. Þá var hann löngu búinn að festa sig í sessi sem vinsælasti rithöf- undur landsins og farinn að njóta þó nokkurrar velgengni erlend- is. Í millitíðinni hefur vegur hans vaxið gífurlega, bækur hans seljast í milljónum eintaka, hann er orðinn Ég veit það ekki enn þá hvort Marion er karl eða kona. Í bók- inni er ýmislegt gefið í skyn í báðar áttir. Það var mjög erfitt að skrifa heila bók þar sem aðalpersónan er í rauninni kyn- laus, en að sama skapi afskaplega skemmtilegt. FRAMHALD Á SÍÐU 26 Á HÓLMGÖNGUSTAÐ Atburðarás Einvígisins hverfist um heimsmeistaraeinvígið í skák 1972, þegar Bobby Fischer og Boris Spasskí mættust í Laugardalshöll og kastljós umheimsins beindist að Íslandi. Arnaldur segist hafa þurft að leggja á sig meiri undirbúningsvinnu fyrir þessa bók en aðrar og kynnti sér meðal annars starfsaðferðir lögreglunnar á 8. áratugnum, einvígið sjálft og sögu berklaveikinnar á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég skrifa alvöru bókmenntir Einvígið, fimmtánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, kemur út á þriðjudag. Þar víkur sögunni að Marion Briem, lærimeistara Erlends rannsóknarlögreglumanns, sem margir telja dáinn eftir síðustu bók. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Arnaldur örlög Erlends, fylgifiska frægðarinnar og vandann við að skrifa bók um persónu sem enginn veit hvort er karl eða kona.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.