Fréttablaðið - 29.10.2011, Page 30

Fréttablaðið - 29.10.2011, Page 30
29. október 2011 LAUGARDAGUR30 Þ ar sem þær sitja og stinga saman nefjum á meðan ljósmyndarinn smellir af þeim myndum skil- ur maður vel að þær Margrét Helga Jóhannsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir hafi í tvígang verið fengnar til að túlka sömu manneskjuna. Þær gætu verið náskyldar. „Já, okkur finnst við dálítið líkar,“ segir Vigdís Hrefna. Margrét Helga kinkar kolli til samþykkis og bætir við: „Ég hef stundum verið spurð að því hvort Vigdís sé dóttir mín. Það eru sennilega kattaraugun og kinnbeinin sem við höfum báðar. Ég er bara búin að fylla dálítið vel upp í mínar kinnar!“ Þær eru ekki einungis áþekkar heldur bera þær sig á einhvern hátt á líkan máta. Er kannski skýringin á því að þær eru komnar djúpt á kaf í sameiginlegan karakter sinn, hina eistnesku Aliide, aðalpersónuna í leik- verkinu Hreinsun? Vigdís: „Stebbi [Stefán Jónsson leikstjóri] vinnur mikla forvinnu og stillir leikhópinn vel saman. Við höfum samt ekki unnið karakter- inn saman að öðru leyti, en ég fylgist auðvitað vel með Margréti í hennar senum …“ Margrét: … og ég með Vigdísi. En það er auðvitað talsverður aldursmunur á okkur í verkinu og fólk breytist með aldrinum. Þegar Vigdís er á sviðinu er persónan mín að upplifa sínar minningar.“ Vigdís: „En konan sem hún leikur er ekki konan sem ég leik, í rauninni. Það sem kemur fyrir mig gerir mig að þeirri manneskju sem Margrét leikur.“ Margrét: „Já, hún er brennd af sínu lífi.“ Að standa með sínum karakter Leikritið hefst stuttu eftir að Eistland öðl- ast sjálfstæði á tíunda áratug liðinnar aldar. Gömul kona, Aliide, finnur unga ókunna stúlku í garðinum sínum, illa til reika og á flótta. Koma stúlkunnar neyðir Aliide til að horfast í augu við skelfilega hluti úr for- tíð sinni, frá þeim tíma þegar kommúnistar hertóku landið. Þetta verk er ekkert léttmeti! Hvernig setur maður sig í spor persónu eins og Aliide? Margrét: „Í fyrsta lagi verður maður allt- af að standa með sínum karakter. Réttlæta gerðir hans og skilja hann.“ Vigdís: „Einmitt, því allir hafa einhverjar forsendur fyrir gjörðum sínum, líka þeir sem gera slæma hluti.“ Margrét: „Það er svo auðvelt að dæma fólk. En hvað er þetta fólk búið að lifa við? Hvern- ig væri maður ef maður hefði verið í þessum sömu aðstæðum árum og áratugum saman?“ Vigdís: „Það finnst mér snilldin við þetta verk. Um leið og Aliide gerir ófyrirgefanlega hluti finnur maður til samkenndar með henni og skilnings. Hún er í vonlausri aðstöðu. Verkið tekur líka á því hvernig kúgun og þöggun, burtséð frá stríðinu, eitra samfé- lagið. Það er nokkuð sem við getum lært af í dag. Það er nauðsynlegt að ræða fortíðina til að geta haldið áfram. Hún hverfur ekkert með því að sópa henni undir teppi. Þá gerum við bara sömu mistökin aftur.“ Að nýta sér neyð annarra Eistar hafa upplifað að vera undir hæl bæði Þjóðverja og Rússa. Eftir að Rauði herinn hvarf á brott þaðan kom annar skaðvaldur, rússneska mafían, sem meðal annars hefur auðgast af því að selja eistneskar stúlkur í vændi. Sögur af slíkum stúlkum kynnti leik- hópurinn sér, í undirbúningi fyrir hlutverk sín. Vigdís: „Þetta verk og öll rannsóknarvinn- an hafði mikil áhrif á okkur.“ Margrét: „Þetta kemur okkur öllum við. Það þýðir ekki að draga fyrir gluggann og hækka í sjónvarpinu þegar óþægilegir hlut- ir eru að gerast. Við erum meðsek, þótt við séum ekki þátttakendur. Að sýna fálæti og þykjast ekki sjá hluti fyrir framan þig, það er í rauninni glæpur.“ Vigdís: „Ef þessi sýning getur orðið örlítið lóð á vogarskálar þess að fólk hugsi sig tvisv- ar um, þegar kemur að hugmyndum þess um mansal og afleiðingar stríðs, þá verð ég glöð. Mér hefur til dæmis fundist með ólíkindum hvað hún er lífseig þessi mýta um glöðu mell- una. Það er búið að taka vændi niður á eitt- hvert kasjúalt plan. Það er bara eitthvað fyndið grín að prófa að fá sér hóru. Þetta er ekkert grín. Þú ert að nýta þér neyð annarrar manneskju. Ef þú ert til í það, vertu þá með- vitaður um það!“ Margrét: „Það á ekki að vera neitt sport að kaupa sér aðgang að annarri manneskju.“ Erfitt hlutverk í Eldfjalli Margrét Helga leikur eitt aðalhlutverkanna í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Eldfjalli. Þar leikur hún eiginkonu aðalsögupersónunnar, ellilífeyrisþegans Hannesar, sem er í mikilli tilvistarkreppu. Vigdís leikur eiginkonuna unga og sést á myndskeiðum og ljósmyndum sem eiga að túlka endurminningar Hannesar frá því þau hjónin voru ung og ástfangin. Vigdís: „Kvikmyndaferill minn finnst mér alltaf svolítið fyndinn. Ég lék Julie Christie unga í kvikmynd eftir Sally Potter, þegar ég var þriggja ára. Seinna var ég statisti fyrir Juliu Stiles fyrir A Little Trip to Heaven. Svo núna er ég á ljósmynd hjá Rúnari í Eldfjalli!“ segir Vigdís og hlær dátt. „Ég spyr bara, hvað kemur næst?!“ „Vigdís mín, góðir hlutir ger- ast hægt!“ segir Margrét og talar af reynslu. En þrátt fyrir áratugi í bransanum er hlutverk hennar í Eldfjalli eitt það erfiðasta sem hún hefur glímt við á ferlinum. „Ég hef alltaf brosað út í annað þegar ég hef lesið viðtöl við leikara úti í heimi, sem lifa sig svo inn í hlutverk sín að þeir þurfa helst að fara í þerapíu eftir myndir, þær hafi tekið svo á. En þetta er í eina skiptið sem ég var í smá tíma að jafna mig.“ Aðdáendur úr fjarska Leiðir þeirra Vigdísar og Mar- grétar hafa ekki legið saman áður á leiksviðinu sjálfu, þar sem Margrét hefur verið fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur og leikið á fjölum Borgarleikhússins, á meðan Vigdís hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Þær hafa þó fylgst með hvor annarri úr fjarska. Vigdís: „Ég hef fylgst með Margréti með aðdáun úr fjarlægð í langan tíma en við höfum aldrei unnið saman áður. Ég man meira að segja eftir því hvenær ég sá Möggu fyrst. Það var í kvikmyndinni Kristnihaldi undir jökli, þar sem hún lék á móti afa mínum, Baldvini Halldórssyni. Það hefur verið mjög gefandi að vinna með Margréti og læra af henni.“ Margrét: „Baldvin kenndi mér líka í Leik- listarskóla Þjóðleikhússins og ég vann stund- um undir hans leikstjórn líka. En ég man fyrst eftir henni Vigdísi þegar hún byrjaði sem sætavísa í Borgarleikhúsinu. Og svo man ég næst eftir því hvað ég var heilluð að sjá hana leika með Nemendaleikhúsinu. Ég man sér- staklega eftir því að hún söng eins og engill.“ Lent á vitlausum flugvelli Margrét hefur verið fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá því árið 1972. Nú er fast- ráðningin hins vegar runnin út þar sem Mar- grét er komin yfir sjötugt. „Eins og útrunn- in jógúrt og fæ að ráða mér sjálf,“ eins og hún lýsir því sjálf með stríðnislegu brosi á vör. Ef til vill er hún heppin að vera útrunn- in, því það gerði henni kleift að taka að sér hlutverkið í Þjóðleikhúsinu, þar sem hún hefur ekki stigið á svið í 40 ár. Það var því stór stund á fimmtudagskvöldið þegar Hreinsun var frumsýnd. „Fyrst þegar ég kom aftur fannst mér ég hafa lent á vitlausum flug- velli. Flestallir sem ég vann með eru horfnir, svo þetta var skrýtið og svolítið erfitt. En mér fór fljótt að líða vel,“ segir Margrét. „Þjóðleikhúsið var mín vöggustofa. Pabbi var að vinna þarna, þarna fór ég fyrst í leikhús tíu ára gömul og þarna hófst minn leikferill.“ Margrét hefur ekki beinlín- is lifað rólegu lífi ellilífeyris- þegans þetta árið. Þvert á móti hefur það verið eitt það við- burðaríkasta á hennar ferli og hún hefur slegið í gegn í hverju hlutverkinu á fætur öðru – í leiksýningunum Fjölskyldunni og Gauragangi og í sjónvarpsþáttunum Heims- endi, auk Hreinsunar og Eldfjalls. „Já, þetta er stundum svona, safnast allt saman á sama tíma og ég kvarta ekki yfir því. En ætli það fari ekki að koma að því að ég taki frí. Ég náði nefnilega bara sex dögum í sumarfrí,“ segir Margrét. En höfum það á hreinu að hún er að tala um frí – ekki að setjast í helgast stein. Hún sér fyrir sér að halda áfram að leika, svo lengi sem hlutverkin bjóðast. „Ég ræð auðvitað engu um það, enda stjórna ég hvorki leikhúsunum né kvikmyndunum. En „stara út um gluggann líf“, það er ekki fyrir mig.“ Við erum meðsek, þótt við séum ekki þátt- takendur. Að standa með sínum karakter Í annað sinn á þessu ári setja Margrét Helga Jóhannsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir sig í fótspor sömu persónunnar, en þær túlka hina eistnesku Aliide á mismunandi aldursskeiðum í leikverkinu Hreinsun. Leikkonurnar sögðu Hólmfríði Helgu Sigurðar- dóttur meðal annars frá mikilvægi þess að reyna að skilja sinn karakter, sama hversu ljóta glæpi hann hafi gerst sekur um. MARGRÉT HELGA Fannst hún hafa lent á vitlausum flugvelli þegar hún kom aftur í Þjóðleikhúsið eftir 40 ára fjarveru en fór fljótt að kunna vel við sig aftur. VIGDÍS HREFNA Vonast til þess að leikverkið Hreinsun verði lóð á vogarskálar þess að fólk láti sig málefni á borð við mansal og afleiðingar stríðs varða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STÆRRI Meira af Maryland fyrir sama verð ENN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.