Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2011, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 29.10.2011, Qupperneq 40
heimili&hönnun2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt teppi á stigaganginn – nú er tækifærið !!!! Eitt verð - niðurkomið kr. 6.390 m2 Verðdæmi: 70 fermetra stigahús með 8 íbúðum Heildarverð kr. 447.300 Endurgr. VSK og meðal skattaafsl (70.995) Raunverð kr. 376.305 pr. íbúð aðeins 47.038 Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðar lausu ● Forsíðumynd: Valgarð Gíslason Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Rit- stjóri: Vera Einarsdóttir vera@frettabladid.is Auglýs- ingar: Ívar Örn Hansen s. 512 5429 Útlitshönnuður: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is. BLOMBERG AFSLÁTTARDAGAR 15% afsláttur heimili& hönnun  SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM HÍBÝLI  október 2011 HVÍT HÁTÍÐ Norrænn borðbúnaður úr ýmsum áttum á einu borði BLS. 2 NOTAÐ & NÝTT Áhugi á notuðum hús- gögnum hefur aukist eftir hrun og nú er aftur rúm fyrir verslunarrekstur sem lagði upp laupana í góð- ærinu. HEIÐUR Torgið við tónlistarhúsið Hörpu hlaut norræn arkitektaverðlaun í vikunni, en það þykir besta almenningsrýmið á Norður- löndum. SÍÐA 4 UNDIR SÓLINNI... „Við höfum leitað fanga á heimilum fólks og víðar og sett saman á eitt langborð; gamalt í bland við nýtt, stál í bland við silfur, kristal í bland við gler og kunnuglega hluti í bland við framandi,“ segir hönnuðurinn og sýningarstjórinn Ólöf Jakobína Ernudóttir. „Þegar mér var falið þetta verk- efni ákvað ég að einskorða mig við hvítan borðbúnað þótt sumt sé með bláu ívafi,“ segir Ólöf og nefnir postulínsstell með blárri skreytingu frá Royal Copen hagen sem hefur verið algengt jóla- og sparistell á norrænum heimil- um um langt skeið. Þá er að finna diska, glös, hnífapör og ílát á sýn- ingunni sem hönnunarsagan hefur skilgreint sem framúrskarandi hönnun og er orðin þekkt víða um heim. Við borðið eru þrettán mis- munandi stólar sem eiga það þó sameiginlegt að vera hvítir. „Við það ætti því að vera pláss fyrir alla íslensku jólasveinana þó að það hafi ekki endilega verið mark- miðið,“ segir Ólöf. Hún segir ýmsa hluti á sýning- unni ekki endilega eiga þann stað í hugum fólks að eiga heima á upp- dekkuðu hátíðarborði þó aðrir eigi það svo sannarlega. „Sýningin er borð minninganna sem leiðir hug- ann að endurmati og endurnýtingu sem á vel við á okkar tímum.“ Sýningin stendur til 15. janúar. Upplýsingar um opnunartíma er að finna á www.honnunarsafn.is. - ve Borð minninganna ● Hvít jól er yfirskrift jólasýningar sem var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í gær. Þar gefur að líta fjölbreyttan norrænan borðbúnað og stóla. Hvíti liturinn er allsráðandi með bláu ívafi. Borðbúnaður er meðal annars frá Iittala og Royal Copenhagen. Sýningin leiðir hugann að endurmati og endurnýtingu . Hlutirnir eiga ekki endilega heima á hátíðarborði í hugum fólks. ● Á FERÐ OG FLUGI Íslensk hönnun er á meðal nýrra haustvara bandaríska fram- leiðslufyrirtækisins Fred and friends. Vörurn- ar voru kynntar á Facebook-síðu fyrirtækisins í sumar og komu á markað nú í haust erlend- is en von er á hurðarstopparanum í verslanir hér á landi fyrir jól. Hurðastopparinn Last Stop er eftir grafíska hönnuðinn og vöruhönnuðinn Isak Winther og dregur form sitt af pappírsskutlu. Isak segir hugmyndina hafa sprottið út frá þeirri tilhneigingu pappírsskutlna að lenda undir hurð þegar þeim er kastað. Nánar má forvitn- ast um hönnun Isaks á www.magneat.com og www.behance.net/winther. ● ENDURSPEGLA SÖGU POSTULÍNSGERÐAR Hönnuðurinn Hrafnkell Birgis- son hefur undirskálina til vegs og virðingar í línunni Hoch die Teller. Þar endurheimtir Hrafn- kell undirskálar úr postulíni frá evrópskum flóamörkuðum og blandar saman við gler svo úr verða skemmtilegir vasar með sögu. Sjá birkiland.is. ● ÖÐRUVÍSI VASI Nótt eina í desember árið 1945 henti Frank Hayostek flöskuskeyti í sjóinn. Það rak á fjörur írskrar mjaltakonu að nafni Bredu O’Sullivan sem svaraði Hayostek um hæl. Þetta varð upphaf sjö ára bréfaskrifta milli þeirra Hayostek og O’Sullivan áður en þau hittust loks í eigin persónu heilum sjö árum síðar. Þar með er ekki öll sagan sögð því hún varð síðan kveikjan að nýjasta útspili Bility, blómavasanum Flöskuskeyti. Vasinn er saman- settur úr flötum pakkningum sem raðað er saman utan um tóma glerflösku. Hönnuður er Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir. Oddi framleiðir alla vöruna, vasa og pakkningar. Fæst í Epal, Minju, Mýrinni, Kraumi og víðar. Útgangpunktur Ólafar Jakobínu Ernudóttur var norrænn borðbúnaður og valdi hún að takmarka sig við hvítan lit með bláu ívafi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.