Fréttablaðið - 02.11.2011, Page 14

Fréttablaðið - 02.11.2011, Page 14
14 2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Fréttablaðið birti á forsíðu sinni frétt um mikil uppgrip í uppsjávarveiðum. Veiðar á makríl, síld og loðnu munu vænt- anlega skila um 75 milljörðum kr. í þjóð- arbúið. Það eru góðar fréttir fyrir marga, en sérstaklega fyrir útgerðina sem græð- ir á tá og fingri um þessar mundir. Það gætu líka verið sérstaklega góðar fréttir fyrir ríkissjóð, en eru það ekki. Ríkissjóður hefði getað fengið um 16 milljarða króna í sinn hlut fyrir úthlutun veiðileyfisins, ef stuðst er við verð sem útvegsmenn sjálfir hafa verið reiðubúnir að greiða og forsendur Alþingis við viðbótarúthlutun á skötu- sel. Það var látið ógert og ríkissjóð- ur tekur sér aðeins um 730 milljónir króna. Mismunurinn er um 15 milljarðar króna. Minna má nú gagn gera útvegs- mönnum til þægðar. Veiðigjald til ríkis- ins fyrir makríl voru heilir 90 aurar fyrir hvert kg, 71 eyrir fyrir kg af síld og verða 95 aurar fyrir loðnuna á veið- unum í vetur. Færeyingar héldu uppboð á makríl- kvóta í sumar og fengu 1,6 milljarða króna fyrir 20.000 tonn eða 80 kr/kg að meðaltali. Samherji keypti kvóta á upp- boðinu og greiddi 100 kr. fyrir hvert kg. Ríkið hefði getað fengið 9 milljarða króna fyrir makrílveiðarnar í stað 140 milljóna kr. samkvæmt forsendum, sem ég geri frekar grein fyrir á heima- síðu minni kristinn.is. Fyrir síldina og loðnuna má ætla að ríkið geti fengið um 7 milljarða króna í sinn hlut, en mun aðeins fá um 590 milljónir króna. Fyrir mismuninn má reka Landspít- alann í hálft ár. Það þyrfti ekki að skera starfsemi sjúkrahússins á Húsavík og Ísafirði niður fyrir sársaukamörk. Það þyrfti ekki að loka annarri líknar- deild Landspítalans. Það þyrfti ekki að svíða kaupmáttinn af gamla fólkinu og örorkulífeyrisþegum með því að láta bætur ríkisins ekki hækka til jafns við verðlagsbreytingar. Hvers vegna þarf að hlífa útvegs- mönnum í myljandi gróðastarfsemi við því að taka sanngjarnan þátt í rekstri ríkissjóðs á erfiðum tímum? Hvers vegna hlífir ríkisstjórnin frek- ar útvegsmönnum en öldruðum og sjúkum? Svona eiga jafnaðarmenn ekki að gera. 15 milljarða króna gjöf ríkisins Stjórnmál Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður Gleymt og grafið Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra sagði í viðtali við Frétta- blaðið á dögunum að svo virtist sem bankahrunið væri mönnum gleymt, fjargviðrast væri yfir öllum niðurskurði og meira heimtað frá hinu opinbera. Þetta rifjast upp þegar lesnar eru ályktanir nýafstaðins ársþings Sambands sunnlenska sveit- arfélaga. Þær eru tæplega fimmtíu talsins og snerta á ýmsum málum. Eitt eiga þær þó að uppstöðu til sameigin- legt: Að þar er nauðað í stjórnvöldum um meiri peninga og minni niðurskurð. Allt öðruvísi fólk Gísli Marteinn Baldursson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur ófært að sameina öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Raunar virðist hann telja að það gerist ekki nema með því að Reykjavík innlimi önnur sveitarfélög. Það gangi ekki, enda sé feikimikill munur á Reykjavík og hinum sveitarfélögunum. Það var og. Bæjarmörkin aðskilja greinilega gjörólíkt fólk. Ábyrgð nefnd- arinnar Íslendingar eru nú næst- feitasta þjóð Vesturlanda og eru Norðurlandameistarar í sykuráti. Þetta eru ill tíðindi, en kannski fyrst og fremst fyrir þá sem sátu í nefnd um hollara mataræði og meiri hreyfingu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skipaði nefndina og formaður hennar var Þorgrímur Þráinsson. Auk hans sátu meðal annarra í henni Jón Óttar Ragnars son næringar- fræðingur og Sæunn Stefáns- dóttir, aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra. Annaðhvort hefur nefndinni mistekist ætlunarverk sitt eða á hana var ekki hlustað. stigur@frettabladid. is kolbeinn@S ú staðreynd að pólskir ríkisborgarar rændu skartgripabúð hefur komið af stað einkennilegri umræðu um þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu, sem kveður á um afnám vegabréfaeftirlits og frjálsa för milli aðildarríkjanna. Því hefur verið haldið fram að hingað flæði glæpamenn frá Rúmeníu og Búlgaríu um áramótin, af því að þá fái þessi ríki aðild að Schengen. Það er reyndar vitleysa; það sem gerist um ára- mótin er að hömlur á rétti borgara þessara ríkja til að koma hingað til lands í atvinnuleit verða felld- ar niður. Sá réttur byggist á EES- samningnum, ekki Schengen. Sömuleiðis hefur því verið haldið fram að við ættum að hætta þátttöku í Schengen-sam- starfinu af því að þá gætum við komið í veg fyrir óhindraða för glæpamanna til landsins eins og eyríkið Bretland geri. Að standa utan Schengen hefur þó ekki hjálpað Bretum mikið í baráttu við útlendar glæpaklíkur; austur- evrópsk gengi stjórna þar stórum hluta undirheimanna. Sum þeirra eiga líklega greiðari leið að landinu í krafti EES-reglna um frjálsa för launþega, en það á ekki við um t.d. rússneska og albanska glæpa- hópa, sem einnig eru stórtækir í Bretlandi. Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, var í útvarpsþætti á Bylgjunni í fyrradag með muninn á Schengen- og EES-samstarfinu á hreinu en vildi hætta þátttöku í hvoru tveggja nema hægt væri að semja um að loka landinu fyrir útlendingum. Frelsið hefði kannski verið í lagi á meðan Evrópusambandið saman- stóð aðallega af þróuðum hagkerfum, en staðan hefði breytzt eftir að fátækari ríki Austur-Evrópu urðu aðilar að EES. Jón telur að hingað hafi komið alltof margir útlendingar, sem Ísland ráði ekkert við. Það er sjálfsagt að ræða hvort aðild Íslands að alþjóðlegu sam- starfi geti haft í för með sér að skipulögð glæpastarfsemi hér færist í vöxt, en það hlýtur að mega gera þá kröfu að sú umræða fari fram á grundvelli réttra upplýsinga og án fordóma gegn heilu þjóðunum. Enn sem komið er hafa miklu fleiri Íslendingar en útlendingar framið vopnuð rán á Íslandi. Michelsen-ræningjarnir bjuggu ekki á Íslandi, heldur komu hingað sem ferðamenn. Og það er vafamál að það hefði nokkru breytt þótt kíkt hefði verið í vegabréfin þeirra. Frjáls för launþega á EES hefur ekki valdið neinum teljandi vand- ræðum á Íslandi. Það hefur aðildin að Schengen ekki gert heldur. Þvert á móti hafa löggæzluyfirvöld í gegnum það samstarf fengið aðgang að upplýsingum og aðstoð sem þau hefðu ekki notið annars. Í krafti upplýsinga frá erlendum lögregluembættum hefur þannig nokkrum sinnum verið gripið til heimilda í Schengen-sáttmálanum til að hindra för grunaðra glæpamanna og vísa þeim úr landi. Hverj- ir áttu þá í hlut? Jú, Vítisenglar frá hinum þróuðu hagkerfum Noregi og Danmörku. Ætli skipulögð glæpastarfsemi í Búlgaríu sé meiri ógn við íslenzkan almenning en norrænu glæpagengin? Alþjóðleg glæpastarfsemi er eðli málsins samkvæmt alþjóðlegt vandamál. Menn ná ekki tökum á því vandamáli með því að loka landamærum fyrir hinum stóra meirihluta sem ekkert illt hefur í hyggju, heldur með því að vinna saman gegn glæpagengjunum. Værum við betur sett án Schengen-samstarfs? Frjáls för, fáfræði og fordómar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.