Fréttablaðið - 02.11.2011, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 2. nóvember 2011 15
- tryggir þér samkeppnisforskot
Haustráðstefna
Maritech á Akureyri
3. nóvember
Microsoft Dynamics NAV viðskiptalausnir
Maritech, Microsoft á Íslandi og Síminn
efna til ráðstefnu á Akureyri þar sem
kynntar verða helstu nýjungar í
viðskiptalausnum Microsoft Dynamics
NAV og vistun hugbúnaðar.
Menningarhúsið Hof
Strandgötu, Akureyri,
3. nóvember kl. 13 -16.
Að dagskrá lokinni verður
boðið upp á léttar veitingar.
Skráning stendur yfir
á www.maritech.is eða með
tölvupósti: sala@maritech.is
Á ráðstefnunni verður m.a. farið yfir:
Maritech:
Stjórnendasýn, Rafræn miðlun
reikninga, Uppgjörskerfi, o.fl.
viðskiptavinum kost á að vera
áskrifendur af viðskiptahugbúnaði.
Þann 17. október síðastliðinn opnaði vefurinn www.planb.is.
Á vefnum eru ítarlegar tillögur
Framsóknar í efnahags-, sjávar-
útvegs- og atvinnumálum haustið
2011 settar fram á aðgengileg-
an hátt. Opnun vefsins er næsta
skref í þeirri viðleitni þingflokks
framsóknarmanna til að auka
bein samskipti þingflokksins við
fólkið í landinu. Sú tilraun hófst
síðastliðið vor með opnun „Græna
símans“ en í gegnum hann geta
allir landsmenn náð beinu sam-
bandi við þingflokk Framsóknar,
komið tillögum og ábendingum
á framfæri eða fengið mál tekin
fyrir á þingflokksfundi með því
að hringja í númerið 563 0755.
Á www.planb.is eru tillögur
Framsóknar settar fram á ein-
faldan hátt í tölusettum liðum og
með stuttum myndböndum svo
engin þörf er á að grafa djúpt
ofan í vef Alþingis til að leita að
stefnunni. Í kjölfarið geta allir
komið athugasemdum á fram-
færi við þingflokkinn í gegn um
Græna símann.
Efnahagsmál – Almenna
skuldaleiðréttingu í forgang
Forsenda þess að efnahagurinn
taki við sér er að allir þekki sína
stöðu. Það er því brýnt að ljúka
endurskipulagningu skulda heim-
ila og fyrirtækja sem allra fyrst.
Í febrúar 2009 lagði Framsókn
til almenna leiðréttingu skulda
sem því miður voru slegnar út
af borðinu af öðrum flokkum
vegna þess að kosningar voru á
næsta leiti. Þá skipti meira máli
frá hverjum tillögurnar komu en
hvort þær væru skynsamlegar.
Á undanförnum mánuðum hefur
hins vegar komið skýrt fram að
tillögur okkar um 20% leiðrétt-
ingu skulda voru ekki aðeins
skynsamlegar heldur vel fram-
kvæmanlegar.
Framsóknarmenn hafa enn
þá stefnu að almenn skuldaleið-
rétting sé nauðsynleg. Þær smá-
skammtalækningar sem boðið
hefur verið upp á, eins og 110%
leiðin og tímabundin frystingar-
úrræði, hafa ekki virkað fyrir
meginþorra þeirra sem þurfa á
aðstoð að halda. Niðurstaðan er
sú að nú þremur árum eftir efna-
hagshrunið hafa aðeins um 2%
skulda heimilanna verið afskrif-
aðar. Ekki þarf að fjölyrða um
að þetta er í hrópandi ósamræmi
við þann tugprósenta afslátt sem
nýju bankarnir fengu á húsnæðis-
lánum við yfirfærsluna frá þrota-
búum gömlu bankanna og nú er
reiknaður sem hagnaður fyrir
erlenda kröfuhafa eða sem aukið
eigið fé til að standa undir kaup-
um á öðrum fjármálastofnunum.
Það er því miður staðreynd að
fólk sem þrátt fyrir erfiðleika
hefur staðið í skilum og haldið
áfram að borga af síhækkandi
verðtryggðum lánum hefur ekki
fengið neina lausn sinna mála.
Almenn skuldaleiðrétting myndi
gagnast þessum fjölskyldum best.
Atvinnumál – Nýtum tækifærin
sem eru til staðar
Atvinna er forsenda hagvaxtar
við núverandi aðstæður. Tæki-
færin eru til staðar og þau þarf að
nýta bæði hvað varðar opinberar
framkvæmdir sem reynast hag-
kvæmar sem og frumkvæði ein-
staklinga.
Það var sorglegt að sjá þing-
menn ríkisstjórnarinnar fagna
því að tækifæri til atvinnuupp-
byggingar og fjárfestingar fór
forgörðum með brottför Alcoa í
síðustu viku. Á tímum sem þess-
um er það skylda stjórnvalda að
grípa tveim höndum hvert tæki-
færi sem gefst til að fá erlent fjár-
magn inn í landið og til að skapa
atvinnu. Þar mega pólitísk mark-
mið ekki skyggja á almannahag.
Aðeins með aukinni verðmæta-
sköpun og eftirspurn munu tekjur
ríkissjóðs vaxa. Það er grundvöll-
ur aukinnar velferðar þeirra sem
minnst lífskjör hafa. Ef takast á
að vinna bug á atvinnuleysinu og
auka fjárfestingu og uppbygg-
ingu í íslensku atvinnulífi verðum
við að blása þegar í stað til sam-
taka stórsóknar í atvinnumálum.
Í þeirri sókn verður að taka til-
lit til sem flestra þátta atvinnu-
lífsins og hugsa sérstaklega til
þátta sem geta gefið fyrirtækjum
hvata til að auka umsvif og ráða
fólk til vinnu. Ríkisvaldið verður
að skapa jákvæða hvata, t.d. með
skattkerfisbreytingum, fyrir upp-
byggingu, nýsköpun og fjárfest-
ingu til að íslenskt atvinnulíf geti
dafnað á ný.
Sjávarútvegsmál – Sátt um
grundvallaratvinnugrein
Framsókn vill að sameign þjóðar-
innar á sjávarauðlindum verði
tryggð með ákvæði í stjórnar-
skrá. Lögfesta þarf hvað hugtakið
„sameign þjóðarinnar“ þýðir og
tryggja að auðlindin skili þjóð-
inni arði. Mikilvægasta verkefnið
á sviði sjávarútvegs er að skapa
stöðugleika og eyða óvissu fyrir
greinina svo hún geti dafnað og
fjárfest í nýsköpun, aukið arð-
semi og hagvöxt. Úthlutun afla-
heimilda og nýtingarsamningar
á þeim verða að byggjast á því að
stjórnvöld fari með eignarréttinn
á auðlindinni í umboði þjóðarinn-
ar og geti með samningum falið
öðrum nýtingarréttinn í ákveðinn
tíma og magni.
Þegar plan A virkar ekki verður að
skipta yfir í plan B
Plan ríkisstjórnarinnar um
niðurskurð, skattahækkanir og
fjárfestingafrost hefur fengið tvö
og hálft ár til að sanna sig. Það
plan hefur ekki virkað og því er
kominn tími til að reyna nýjar
leiðir. Á www.planb.is eru til-
lögur að nýjum leiðum sem mikil-
vægt er að málefnaleg umræða
skapist um.
Framtíð Íslands er björt.
Íslendingum mun takast að rétta
við efnahag landsins og byggja
upp velferðarsamfélagið á ný. Til
þess þarf aðeins samtakamátt
þjóðarinnar og vilja til að taka
nýjar ákvarðanir í efnahags- og
atvinnumálum. Þor til að skipta
um plan.
Hefur þú skoðað www.planb.is ?
Stjórnmál
Birkir Jón
Jónsson
alþingismaður
Eygló Harðardóttir
alþingismaður
Sigurgeir Sindri
Sigurgeirsson
alþingismaður
AF NETINU
Markaðsmisnotkun
nýju bankanna
Hvenær
ætlar
sérstakur
saksóknari
að hand-
taka banka-
stjórana og
bankaráðs-
mennina
sem leyfa
sér að
bókfæra
milljarða í hagnað en leiðrétta
ekki stökkbreytt vanskilalán
viðskiptavina bankanna –
segjast ekki hafa efni á því –
„svigrúmið“ búið?
Það er ekki aðeins verið
að svína á skuldurum í þágu
kröfuhafa. Það er verið að
blekkja markaðinn og fegra
afkomu bankanna. Það er hægt
að stöðva glæp, sem verið er
að fremja. Samt gerir eng-
inn neitt. Hjá FME vinna 100
manns. Þeir sjá uppskrúfaðan
hagnað bankanna og þeir sjá
líka 30 prósenta vanskilin.
Samt gerir FME ekki neitt. Hjá
sérstökum saksóknara vinna
aðrir 100, en þeir eru of upp-
teknir við að eltast við fortíðina.
Þess vegna komast bankarnir
upp með stórfellda og grófa
markaðsmisnotkun, sem felst
í því að falsa bókhald og fegra
afkomu þeirra.
Undir eðlilegum kringum-
stæðum væru bankastjórnend-
ur sem slíkt stunda handteknir
og látnir svara til saka.
http://www.pressan.is
Ólafur Arnarson