Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 18
18 2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR
Félagsmiðstöðin Ekkó – Kársnesskóli
Félagsmiðstöðin Kjarninn – Kópavogsskóli
Félagsmiðstöðin Igló – Snælandsskóli
Félagsmiðstöðin Pegasus – Álfhólsskóli
Félagsmiðstöðin Þeba – Smáraskóli
Félagsmiðstöðin Jemen – Lindaskóli
Félagsmiðstöðin Fönix – Salaskóli
Félagsmiðstöðin Kúlan – Hörðuvallaskóli
Félagsmiðstöðin Dimma – Vatnsendaskóli
Veistu hvað unglingar gera í félagsmiðstöðvum?
Veistu að stór hluti unglinga í Kópavogi sækir félagsmiðstöðvar?
Veistu að forvarnir eru rauði þráðurinn í öllu starfi félagsmiðstöðvanna?
Viltu kynnast því sem unglingarnir eru að gera?
Opið hús! Fjölskyldan er velkomin í félagsmiðstöðvarnar í Kópavogi
til að taka þátt og kynnast starfseminni.
Við tökum á móti þér með bros á vör frá kl. 17–19 og 20–22.
Heitt verður á könnunni.
Unglingar og starfsfólk félagmiðstöðvanna í Kópavogi.
Frístunda- og forvarnadeild Kópavogsbæjar
Fífa12 mót
Myndbönd
Borðspil
Fússball
Tónlist
PúslJólakortagerð
Þythokkí
Pool
Jól í skókassa
Spil
Fótboltaspil
Það er afar vinsælt nú um stundir að úthúða stjórnmála-
mönnum og stjórnmálaflokkum.
Fyrir því er reyndar löng hefð, en
síðustu misserin hefur andúðin
náð áður óþekktum hæðum. Það
er eins og búið sé að gefa skotleyfi
á stjórnmálamenn og þeir virð-
ast frekar varnarlausir. Sá siður
hefur til að mynda fest sig í sessi
að hrópa ókvæðisorð að íslensk-
um alþingismönnum á leið sinni
úr Dómkirkjunni í Alþingishúsið
og grýta í þá eggjum.
Sjálfsfyrirlitningin
Ekki er nóg með að eggjum rigni
yfir alþingismenn. Í kommenta-
kerfum vefmiðlanna er á hverj-
um degi heimtað að hreinsað verði
út úr Alþingi. Í ritstjórnargrein-
um Morgunblaðsins er meiri-
hluti íslenskra stjórnmálamanna
í borginni og á Alþingi kallaður
fífl, fábjánar, trúðar, heimskingj-
ar, svikarar, lygarar, dag eftir
dag, viku eftir viku, mánuð eftir
mánuð. Eflaust eru eigendur og
útgefandi blaðsins ánægðir með
stefnu og stíl ritstjórnarinnar.
Ég held samt að enginn taki mark
á þessu ofstæki og blinda hatri í
bland við útúrsnúninga, uppnefni
og einhverju sem virðist eiga að
vera húmor. Þessi skrif gjaldfella
sig sjálf. Við lifum í samfélagi
sem gjaldfellir sjálft sig á hverj-
um einasta degi. Fyrirlitningin á
stjórnmálastéttinni reynist stund-
um vera, þegar nánar er að gáð,
tilbrigði við sjálfsfyrirlitningu.
Auðvitað er gagnrýnið aðhald
nauðsynlegt og það eru bara léleg-
ir stjórnmálamenn sem kveinka
sér undan harðri málefnalegri
gagnrýni. Það verður líka að segj-
ast fullum fetum að stjórnmála-
stéttin stóð sig ekki sérlega vel á
vaktinni árin fyrir hrun íslenska
fjármálakerfisins. Hrunið tók eitt
og annað með sér í fallinu. Þar á
meðal traustið til stjórnmálanna.
Traustsskorturinn sýnir sig
meðal annars í því að í skoðana-
könnun eftir skoðanakönnun segj-
ast aðeins 11 til 13 prósent bera
mikið traust til Alþingis. Það er
áhyggjuefni í landi þar sem þing-
ræði er meginstoð stjórnskipun-
arinnar.
Forsetagjáin
Við þessar aðstæður hefur for-
seti Íslands tekið sér stöðu á áður
óþekktum stað sem hann sjálf-
ur hefur fundið og skilgreint
sem „gjá milli þings og þjóðar“.
Í þessari gjá hefur honum tekist
að skapa sér ótrúlega mikið svig-
rúm. Þar hefur hann, sem var
áður hugmyndafræðingur og guð-
faðir íslensku bankaútrásarinnar,
tekið sér það hlutverk að vernda
þjóðina fyrir þinginu og erlendu
kúgunarvaldi. Hann hefur skipt
þjóðfélaginu í tvö lið, þjóðina og
þingið. Hann er í liðinu með þjóð-
inni gegn þinginu.
Við þingsetningu um dag-
inn notaði hann tækifærið til að
skamma þingið duglega á meðan
forsetafrúin klifraði yfir grind-
verkið við Alþingishúsið og kyssti
fólkið. Sem betur fer fylgdu sjón-
varpsvélar henni, þannig að við
sem sátum heima í stofu fengum
að fylgjast með. Í sjónvarpinu var
talað við einn mótmælandann sem
virtist afar ánægður með forseta-
hjónin, eins og von er, en svo benti
hann á Alþingishúsið og sagði: „Ég
vil þetta dót í burtu“.
Þessi uppákoma, þessi þróun er
umhugsunarverð. Andúðin gang-
vart þinginu, stjórnmálaflokkum
og stjórnmálamönnum kann að
vera skiljanleg í ljósi þess sem
gerst hefur. Og það verður að segj-
ast eins og er að þingmenn hafa átt
það til með málflutningi sínum og
málþófi að gera okkur erfitt fyrir
að bera virðingu fyrir þeim og
þinginu. En það er ekki mjög góð
hugmynd að hreinsa út úr þinghús-
inu eða að koma öllu því dóti sem
þar er í burtu, nema með lýðræð-
islegum kosningum. Undanfarin
fjögur ár hafa átt sér stað tvenn-
ar kosningar til þings og veruleg
endurnýjun í liði þingmanna. En
það virðist engu breyta um álit
þingsins og stjórnmálanna. Það
eru ekki nema 19 mánuðir í næstu
þingkosningar. Kosningakerfið er
einmitt hugsað til að koma í veg
fyrir að það myndist gjá milli
þings og þjóðar.
Fulltrúalýðræðið
Það gleymist í öllu umrótinu að
fulltrúalýðræðið sem við búum
við er merkilegt fyrirbæri og í
raun snilldarleg lausn á útfærslu
lýðræðisins og meðferð valdsins.
Lýðræðið þýðir bókstaflega að
fólkið ráði en það geta ekki allir
ráðið alltaf og alls staðar. Lausnin
er sú að við kjósum fulltrúa á þing
og í sveitarstjórnir til að fram-
fylgja þeirri pólitísku stefnu sem
við fylgjum. Þetta kerfi byggir á
málamiðlunum milli ólíkra skoð-
ana, milli meirihluta og minni-
hluta, milli þeirra sem hafa mikil
völd og þeirra sem hafa engin
völd. Það hefur búið til stjórn-
málaflokka, stjórnmálastefnur
og þann hóp af fólki sem kallast
stjórnmálamenn. Það er síkvikt
og býsna skilvirkt og hefur reynst
mjög farsælt. En það felur í sér
vissa veikleika og getur verið
varnarlaust gangvart ákveðnum
ógnum.
Vandinn hefur meðal annars
verið sá síðastliðin 20 ár að sam-
félögin urðu sífellt hnattvæddari,
þar með talið líf einstaklinganna,
félagasamtök, alls kyns stofnan-
ir og auðvitað viðskiptalífið sem
leiðir hnattvæðinguna. En stjórn-
málin voru að miklu leyti bundin
við afmörkuð svæði sveitarfélaga
og þjóðríkja. Af þessu skapaðist
ójafnvægi svæðisbundinna stjórn-
mála og hnattvæddra afla. Þetta
ójafnvægi hefur leitt til þess að
hefðbundið fulltrúalýðræði mátti
sín æ minna gagnvart krafti og
kröfum fjármála- og viðskiptalífs-
ins. Það varð meðal annars til þess
að stjórnmálamenn, og framar
öllu forseti Íslands, töldu sér trú
um að ekki væru til aðrir valkostir
en að láta hagsmuni fjármagnseig-
enda og fyrirtækja ráða ferðinni.
Samkvæmt Rannsóknarskýrslu
Alþingis um aðdraganda og orsak-
ir bankahrunsins á Íslandi, ríkti
hér á landi „pólitísk lömunar-
veiki“ gagnvart fjármálavaldinu í
aðdraganda hrunsins. Lækning á
þessari lömunarveiki stendur nú
yfir. Þar þarf að gæta jafnvægis.
Við þurfum virkt fjármálakerfi og
skilvirka bankastarfsemi. Og við
þurfum lifandi stjórnmál; fram-
sýna, málefnalega, sanngjarna
og hugrakka stjórnmálamenn og
áhugaverða, andríka, öfluga, opna
stjórnmálaflokka.
Við höfum ekki góða reynslu af
pólitískri lömunarveiki, þröngum
flokkshagsmunum, hreppapólitík,
málþófi, útúrsnúningum og lýð-
skrumi. Við þurfum ekki minni
stjórnmál. Við þurfum meiri og
betri stjórnmál.
Til varnar
stjórnmálum
Nú berast fréttir af því að við Íslendingar séum orðin
næst feitasta þjóð heims! Þetta
eru sorglegar fréttir, sérstak-
lega þar sem þessi þróun hefur
verið fyrirséð í langan tíma. Í
ljósi þess setti ég sem ráðherra
heilbrigðismála forvarnir í for-
gang. Ég fékk til liðs við mig fólk
með yfirburðaþekkingu á svið-
inu; Dr. Ingu Dóru Sigfúsdótt-
ur, sem nú starfar sem prófess-
or við Columbia háskóla í New
York, og Héðin Unnsteinsson,
sem starfað hafði að stefnumót-
un hjá Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni um árabil. Byggt á
nýjustu rannsóknum og í sam-
ráði við fjölmarga fagaðila á sviði
forvarnamála, settu þau saman
heildstæða stefnu sem tekur til
hreyfingar, vímuvarna og geð-
verndar.
Í inngangi stefnunnar segir:
„Markmið með heilsustefnu er
ekki eingöngu að fólk nái háum
aldri. Hún snýst ekki síður um að
fólki líði sem best á meðan það
lifir. Þá verður ekki framhjá því
litið að sjúkdómar rýra lífsgæði
og eru dýrir fyrir samfélagið og
útlit er fyrir verulega aukningu
á ýmsum langvinnum sjúkdóm-
um í framtíðinni verði ekkert að
gert. Því er mikilvægt að draga úr
aukningu langvinnra sjúkdóma og
gefa þeim sem fá sjúkdóma mögu-
leika á að lifa betra lífi.“
Fagmennska og árangur
Við vinnu stefnunnar var lögð
áhersla á fagmennsku, og árang-
ur. Íslenska þjóðin hefur séð
nógu mikið af almennum stefnu-
yfirlýsingum sem ekki hefur
verið fylgt eftir. Þessu vildum
við breyta. Í ljósi þess var sett
fram áætlun um 30 aðgerðir og
rík áhersla lögð á að hægt yrði að
meta árangur þeirra. Tilgreindir
voru ábyrgðaraðilar með hverri
aðgerð, þær voru mælanlegar og
með tímamörkum.
Fagmennska og árangur voru
leiðarljós stefnumótunarvinn-
unnar, sem auk þess að byggja
á nýjustu rannsóknum, studd-
ist við helstu aðgerðir sem áður
hafði verið mælt með á sviði lýð-
heilsu hérlendis, stefnur og fram-
kvæmdaáætlanir í nágrannalönd-
unum, auk þess sem horft var til
áhersluatriða erlendra stofnana
eins og Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar í lýðheilsumálum.
Starfið var því byggt bæði á
reynslu Íslendinga en auk þess
var stuðst við erlend gögn og
skýrslur alþjóðastofnana um lýð-
heilsu. Síðast en ekki síst var
aðgerðaáætlunin unnin með víð-
tæku samráði þar sem leitað var
eftir áliti sem flestra þeirra sem
málið varðar. Í því ferli voru
haldnir fundir með öllum fulltrú-
um stærstu sveitarfélaga lands-
ins, fulltrúum verslunar, þjónustu
og iðnaðar. Einnig var fundað
með fulltrúum stéttarfélaga,
frjálsra félagasamtaka, háskóla
og fagstétta. Sjónarmið þessara
aðila og áherslur voru mikilvægt
innlegg við mótun aðgerðaáætl-
unarinnar.
Í heild var vinnan við þessa
stefnumótun á sviði forvarna
fyrir þjóðina, liður í þeirri stefnu
minni sem ráðherra að hafa fag-
mennsku og þekkingu að leiðar-
ljósi. Nú skyldi maður ætla að það
hefði verið góð þverpólitísk sam-
staða um að fylgja þessari stefnu
eftir. Svo var ekki. Ögmundur
Jónasson, fyrsti ráðherra heil-
brigðismála af þremur í núver-
andi ríkisstjórn, hafði ekki þor né
dug til að halda áfram starfinu;
af þeirri einföldu ástæðu að hann
hafði ekki átt frumkvæði að því.
Pólitík gærdagsins! Þess í stað
sá hann til þess að Heilsustefnan
kæmi aldrei fyrir sjónir Íslend-
inga, setti hana niður í kjallara í
ráðuneytinu og síðan hefur ekk-
ert til hennar spurst. Árangurinn
er einfaldlega sá að við horfum
fram á stóraukinn vanda í þess-
um málaflokki og þá sérstaklega
meðal ungs fólks.
Tökum höndum saman
Þetta ástand er okkur Íslend-
ingum til háborinnar skammar.
Vanrækslan í þessum málaflokki
mun koma niður á öllum, en sér-
staklega þó ungu fólki sem mun
lifa með afleiðingunum í formi
skertra lífsgæða.
Góðu fréttirnar eru þær að við
getum snúið þessari þróun við.
Heilsustefnan sem lögð var fram
í nóvember 2008 er góður grunn-
ur til að byggja á. Komum henni í
framkvæmd.
http://www.velferdarraduneyti.is/
media/Skyrslur/Heilsustefnan.pdf
Vanræksla stjórnvalda
í forvarnamálum!
Heilbrigðismál
Guðlaugur Þór
Þórðarson
alþingismaður
Stjórnmál
Hjálmar
Sveinsson
varaborgarfulltrúi
Við höfum ekki góða reynslu af pólitískri
lömunarveiki, þröngum flokkshags-
munum, hreppapólitík, málþófi, útúr-
snúningum og lýðskrumi.