Fréttablaðið - 02.11.2011, Síða 29

Fréttablaðið - 02.11.2011, Síða 29
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Interstate heilsárs- og vetrardekkin eru umhverfis- vænni kostur. Munstrið inniheldur minna magn af mengandi olíum og uppfyllir evrópska staðla um efnisinnihald hágæða hjólbarða. DUGGUVOGI 10 RVK AUSTURVEGI 52 SELFOSS PITSTOP.IS WWW HJALLAHRAUNI 4 HFJRAUÐHELLU 11 HFJ568 2020 SÍMI HEILSÁRS- OG VETRARDEKK UMHVERFISVÆNNI KOSTUR FYRIR FÓLKSBÍLA OG JEPPA VIÐ EIGUM FLESTAR STÆRÐIR DEKKJA Á HAGSTÆÐU VERÐI. HAFÐU SAMBAND TIL AÐ FÁ VERÐ Í DEKK FYRIR BÍLINN ÞINN. 175/65 R14 45.900 kr. 195/65 R15 55.900 kr. 185/65 R14 49.900 kr. 205/55 R16 63.900 kr. 185/70 R14 49.900 kr. 245/75 R16 99.800 kr. 185/65 R15 51.900 kr. 225/45 R17 73.900 kr. DÆMI UM FRÁBÆR TILBOÐ Á INTERSTATE HEILSÁRS- OG VETRARDEKKJUM VERÐIN ERU FYRIR FJÖGUR DEKK ÁSAMT UMFELGUN Icelandair hótel Klaustur Veislumáltíð milli jökla Villibráðarhlaðborð Laugardagskvöldin 12., 19. og 26. nóvember 7.450 kr. Gisting í tveggja manna herbergi, hlaðborð og morgunverður 14.900 kr. á mann. Jólamatseðill Glæsilegur fjögurra rétta hátíðar- matseðill aðeins þessa tvo daga. Laugardagskvöldin 3. og 10. desember 6.990 kr. Gisting í tveggja manna herbergi, jólamatseðill og morgunverður 10.150 kr. á mann. Borðapantanir: Sími 487 4900 eða á klaustur@icehotels.is. Sérkjör á mat og gistingu fyrir hópa ofangreindar helgar. Nýr Yaris verður kynntur hjá söluaðilum Toyota á laugardag- inn frá klukkan 11 til 16. Ný gerð af smábílnum Yaris verð- ur frumsýnd á Íslandi á laugar- daginn. Nokkrir tugir Yaris-bíla höfðu þegar selst áður en bíllinn kom til landsins og verða fyrstu Yarisarnir afhentir hjá Toyota í Kópavogi á frumsýningunni. Bíllinn er nokkuð breyttur bæði að utan og innan. Til dæmis er Yaris fyrsti bíllinn hér á landi með Toyota Touch, sem er nýr búnaður með 6,1“ snertiskjá, handfrjálsan Bluetooth-búnað fyrir farsíma, bakkmyndavél, aksturstölvu og tengimöguleika fyrir tónlist. Einnig fást bílarn- ir með Touch and Go þar sem við bætist GPS-kortaleiðsögukerfi fyrir Ísland ásamt margmiðlun- arkerfi. Aukið hefur verið við öryggis- búnað bílsins og nú hefur hann 7 loftpúða auk þess sem stöðug- leikastýring er staðalbúnaður. Nýr Yaris frumsýndur Rekstur bíls hefur hækkað mikið síðastliðið ár. Samkvæmt frétt á www.fib.is er heildarhækkun vísitölu bifreiðakostnaðar 12,6% saman- borið við október 2010. Þar vegur eldsneytið þyngst en bensínlítrinn er tæpum 40 krónum dýrari nú en fyrir ári. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. „Þetta er upprunalegur, enskur leigubíll af árgerð 1991. Við köll- um hann Pál Óskar af því stýrið er öfugu megin,“ segir Grímur Víkingur Þórarinsson um svart- an eðalvagn sem hann ekur á með höfðingsbrag. Hann segir tónlist- armanninn meðvitaðan um nafnið og vera stoltan af. Á bílnum opnast hurðirnar líka öfugt og í honum situr fólk þannig að það snýr annað hvort fram eða aftur. Grímur segir bílinn jafnan fá jákvæða athygli. En hver er hann, hvaðan kom hann og hvert er hann að fara? svo not- aður sé alþekktur frasi. „Magnús Kristinsson í Vest- mannaeyjum flutti þennan bíl inn þegar sonur hans gifti sig fyrir nokkrum árum. Svo þvældist bíll- inn manna á milli en ég hef gaman af gömlum bílum og keypti hann og endurvakti glæsivagnaþjón- ustu sem ég hafði verið með. Til að standa undir slíku nafni þurfa bílar að vera með þil milli bílstjóra og farþegarýmis og þessi er með fullgilt þil. Við erum með annan rauðan, 2005 árgerð. Þeir njóta báðir hylli sem brúðarbílar, enda er afar gott pláss fyrir brúðarkjól- inn í þeim. Við erum líka í helgar- keyrslu og útsýnisferðum með túr- ista.“ Spurður hvernig sé að keyra þessa bíla svarar Grímur: „Sá gamli er svolítið eins og traktor, hinn er mun mýkri en báðir geta snúið við á punktinum, enda eru þeir ætlaðir í miðborgarakstur í bullandi umferð endar eru þeir þungir, traustir og öruggir. Sá gamli er keyrður eitthvað yfir eina milljón kílómetra, það veit enginn hvort það eru ein, tvær eða fleiri milljónir.“ Í eldri bílnum er Nissan dísilvél en Ford Transit í þeim nýrri. En fæst allt í þá? „Það er hægt að fá flestallt því það er svo mikið til af þessum bílum, ég hef samt orðið að fara sjálfur út til að finna það sem mig vantaði, það dugði ekki að hringja eða panta gegnum netið. En ef breskir leigubílstjórar lenda í árekstri skjótast þeir á verkstæði og láta skipta um hurðir eða bretti í réttum lit á meðan þeir fá sér að borða.“ gun@frettabladid.is Snúa við á punktinum Að minnsta kosti tveir dæmigerðir breskir leigubílar sjást af og til á götum borgarinnar. Þeir eru í eigu Gríms Víkings Þórarinssonar. Sá eldri er tvítugur og hefur þegar verið keyrður yfir milljón kílómetra. „Þetta eru svo áberandi bílar að við verðum að vera til fyrirmyndar í umferðinni,“ segja bílstjórarnir Grímur Víkingur Þórarinsson og Baldur Sigurðarson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.