Fréttablaðið - 02.11.2011, Síða 31
5MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011
Smásölurisinn Hagar verður skráður
í Kauphöll Íslands í byrjun desember.
Eignabjarg, dótturfélag Arion banka,
ætlar að selja 20-30% hlut í almennu
útboði dagana 5.-8. desember næst-
komandi sem beint verður bæði að
fagfjárfestum og almennum fjárfest-
um. Alls á bankinn 61,7% hlut.
Lágmarksáskrift verður 100 þús-
und krónur en hámarksáskrift 500
milljónir króna. Skráningargeng-
ið verður ekki gefið upp fyrr en að
lokinni útboðs- og skráningarlýsingu
sem fyrirhuguð er í lok nóvember.
Hagar eiga verslanakeðjurn-
ar Bónus, Hagkaup, Útilíf, Zara,
Debenhams, Topshop, Coast, Evans,
Dorothy Perkins, Oasis, Karen Mil-
len, All Saints, Day og Warehouse.
Auk þess eiga Hagar innkaupafyrir-
tækin Aðföng, Hýsingu, Banana og
Ferskar kjötvörur. Samkeppnieft-
irlitið áætlar að markaðshlutdeild
Haga á matvörumarkaði, miðað við
veltu síðasta rekstrarárs, sé um 50%
á öllu landinu og hærri ef horft er
einvörðungu til höfuðborgarsvæð-
isins.
Í fangi banka í tvö ár
Arion banki tók yfir Haga í október
2009. Hagar höfðu áður verið lengi
í eigu félaga Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar, föður hans, Jóhannesar
Jónssonar, og fjölskyldu þeirra, en
þeir feðgar stofnuðu Bónus árið
1989.
Í febrúar 2010 var tilkynnt um
þær áætlanir bankans að óska
eftir skráningu Haga í Kauphöll
Íslands og í kjölfarið að selja hlut
bankans í félaginu. Í þeim áætlun-
um fólst þó að stjórnendum Haga
myndi bjóðast að kaupa 5% hlut og
að Jóhannes, sem þá var stjórnar-
formaður Haga, myndi fá forkaups-
rétt á 10% hlut. Ákvörðunin þótti
afar umdeild vegna þess að tryggja
átti fyrrum eigendum eignarhlut.
Búvellir munu auka við sig
Í lok ágúst 2010 var svo tilkynnt
um að Jóhannes hefði vikið úr
stjórn Haga og hætt afskiptum af
félaginu. Auk þess var forkaups-
réttur hans á 10% hlutafé í Högum
felldur úr gildi.
Forkaupsréttur stjórnenda Haga
á allt að 5% hlut í félaginu hélt sér
hins vegar. Stjórnendurnir sem um
ræðir, sem eru fimm talsins, eiga
í dag 1,6% hlut. Arion banki mun
afhenda þeim 1,4% af sínu hlutafé í
Högum á þessu ári og því næsta til
að efna samkomulagið við þá. Um
er að ræða Finn Árnason, forstjóra
Haga, og fjóra framkvæmdastjóra.
Í febrúar 2011 seldi Arion banki
síðan 34% eignarhlut í Högum
til Búvalla slhf. fyrir 4,1 millj-
arð króna. Búvellir er félag í eigu
nokkurra lífeyrissjóða, Hagamels
ehf. (í eigu Hallbjörns Karlssonar,
Sigurbjörns Þorkelssonar og TM)
og tveggja fagfjárfestingasjóða
sem lúta stjórn Stefnis, rekstrar-
félags í eigu Arion banka. Hópur-
inn greiddi 10 krónur á hlut en auk
þess fékk hann forkaupsrétt á 10%
eignarhlut til viðbótar á 11 krón-
ur á hlut. Búvellir hafa út þessa
viku til að nýta þann forkaupsrétt
og herma heimildir Fréttablaðsins
að það standi til. Kaupverðið verð-
ur væntanlega um 1,3 milljarðar
króna.
Arion verður enn stærstur
Í kjölfarið er búist við að lífeyris-
sjóðirnir muni fara út úr Búvöll-
um og fá afhent sín hlutabréf fyrir
skráningu Haga á markað. Tald-
ar eru líkur á því að Hagamel-
ur ehf. og fagfjárfestingasjóður-
inn SÍA 1 haldi áfram samstarfi
undir merkjum Búvalla og verði
með rúmlega 20% eignarhlut. Sá
hópur yrði því næststærsti ein-
staki eigandi Haga á eftir Arion
banka.
Nýti Búvellir forkaupsrétt sinn,
líkt og búist er við, mun Arion
banki eiga 50,3% hlut í Högum
þegar bankinn er búinn að efna
skuldbindingar gagnvart stjórn-
endum félagsins. Af þessum hlut
mun bankinn síðan selja 20-30%
núna í desember.
Fleiri fylgja í kjölfarið
Búist er við því að fimm stórir
aðilar muni óska eftir skráningu á
næstunni. Heimildir Fréttablaðs-
ins herma að þar sé um að ræða
Fjárfestingafélagið Horn, Trygg-
ingamiðstöðina, Fasteignafélagið
Regin, Fasteignafélagið Reiti og
Skýrr í þessari röð, en allir þessir
aðilar hafa tilkynnt um skráning-
aráform á þessu ári eða því næsta.
Auk þess er talið að á annað tug
fyrirtækja hafi áhuga á skrán-
ingu á næstu misserum. Stefnt er
að því að á bilinu 40-50 félög verði
skráð í Kauphöll Íslands árið 2015.
Hagar á markað í desember
Fyrsta nýskráning í Kauphöll eftir bankahrun mun eiga sér stað 5.-8. desember þegar Arion banki mun selja allt að 30% hlut í Högum í al-
mennu útboði. Bankinn verður þó áfram stærsti eigandi félagsins. Búist er við því að stórir aðilar muni fylgja í kjölfarið og skrá sig á markað.
Hagar högnuðust um 1,7 milljarða króna frá byrjun mars og til loka
ágúst á þessu ári. Velta félagsins var 33,7 milljarðar króna og heildar-
eignir metnar á 23,5 milljarða króna. Framlegð félagsins hefur gefið eftir
samanborið við rekstrarárið 2010/11 og skýrist það að mestu leyti með
aukinni samkeppni í verði á mörkuðum og hækkunum á aðföngum
félagsins, svo sem hrávöru. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri Haga sem
Fréttablaðið hefur undir höndum.
Skuldir félagsins voru 18,7 milljarðar króna í lok tímabilsins.Þær eru að
langstærstu leyti við Arion banka sem endurfjármagnaði allar langtíma-
skuldir Haga upp á 11,2 milljarða króna 12. október síðastliðinn. Samkvæmt
upplýsingum frá Arion banka leituðu Hagar eftir tilboðum í bankaviðskipti
og fengu slíkt frá að minnsta kosti tveimur bönkum. Í kjölfarið hafi verið
samið við Arion í samræmi við armslengdarsjónarmið. Í árshlutareikningi
Haga kemur fram að endurfjármögnunin hafi lækkað vaxtakostnað Haga
umtalsvert og því var hún til mikilla hagsbóta fyrir félagið.
ARION ENDURFJÁRMAGNAÐI HAGA
Halldór Bjarkar Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri fjárfestingabanka-
sviðs Arion banka sem hefur
umsjón með útboðinu, segir það
hafa verið hluta af samkomulagi
við Búvelli að Eignabjarg myndi
halda eftir hluta af eign sinni við
skráningu. „Við vitum ekki hver
eftirspurnin verður og því er ekk-
ert óvanalegt að gera þetta svona,
en líka til að stuðla að ákveðinni
dreifingu í eigendahópi félagsins
og auka þannig líkurnar á því að
eftirmarkaður með bréfin verði
virkur. Þegar Búvellir keyptu þá
var það sett sem skilyrði að við
frumskráningu á félaginu mynd-
um við halda eftir að minnsta
kosti 19% hlut í tólf mánuði til
að tryggja að einstakur fjárfest-
ir næði ekki yfirráðum í félaginu.
Það er þó sá fyrirvari um að Sam-
keppnis- eða Fjármálaeftirlitið
setji því eignarhaldi ekki skorður.“
Halldór segist reikna með því
að strax og tólf mánaða læsingin
verði liðin muni Eignabjarg selja
það sem eftir er af eignarhlut
sínum í Högum í gegnum Kaup-
höllina.
Engar kennitölusafnanir
Að sögn Halldórs verður útboð-
ið í desember tvískipt. Annars
vegar verður svokölluð tilboðsbók
(e. book-building) þar sem stærri
fjárfestum mun gefast tækifæri
til að skrá sig fyrir hlutum. Sam-
tímis mun síðan fara fram net-
áskrift á hlutum fyrir almenning.
„Við höfum ákveðið að skilyrða
þátttöku við fjárráða aðila þann-
ig að það verður erfitt að leggjast
í kennitölusafnanir og ekki hægt
að skrá börn fyrir hlutum. Lág-
marksáskrift í netáskrift verð-
ur nálægt 100 þúsund krónum og
hámarksáskrift í tilboðsbókinni
nálægt 500 milljónum. Það verð-
ur óskað eftir tilboðum á tilteknu
verðbili, en eitt endanlegt útboðs-
gengi mun ákvarðast í tilboðs-
bókinni. Að loknu sölutímabilinu,
þegar fjárfestar hafa greitt fyrir
hlut sinn, verður félagið tekið til
viðskipta.“
Útboðsgengi liggur ekki fyrir
Halldór segir að bankinn sé ekki
tilbúinn til að úttala sig um hvert
útboðsgengið verður, enda sé ekki
búið að taka afstöðu til þess. Hann
hefur þó fundið fyrir miklum
áhuga á meðal fjárfesta á Högum.
„Við höfum klárlega fundið fyrir
eftirspurn, til dæmis hjá lífeyris-
sjóðum, en ekki síður hjá minni
fjárfestum. Bankinn hefur horft
til þess að geta boðið fjárfestum
vel rekið félag með hóflega skuld-
setningu og gott sjóðstreymi, sem
þeir geta horft til sem arðgreiðslu-
félags. Eitt af markmiðunum er að
koma félaginu í dreifða eignarað-
ild. Annað er að fá eins gott verð
fyrir eignahlut bankans og hægt
er. Þetta er fyrsta nýskráning fyr-
irtækis eftir bankahrun og við
finnum fyrir pressu. Það skiptir
miklu máli að útboðið takist vel,
að eftirspurn sé eftir þeim bréfum
sem verið er að skrá og að eftir-
markaðurinn verði líflegur.“
Halldór Bjarkar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka
Mun halda 20% hlut í tólf mánuði
ARION BANKI Eignabjarg, dótturfélag
bankans, mun áfram vera í eigendahópi
Haga eftir skráninguna.
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar á Íslandi, segir
skráningu Haga hafa gríðarlega mikla þýðingu, enda sé
um að ræða fyrstu nýskráningu frá bankahruni. „Þetta
hefur ekki síður mikla þýðingu fyrir viðskiptaumhverfið
þar sem aðalfarvegir fjármagnseigenda til atvinnulífsins
hafa verið stíflaðir. Þar á ég við bæði bankana og Kaup-
höllina. Það er því geysilega mikilvægt að koma þeim af
stað aftur. Án þeirra verður lítill hagvöxtur.“
Uppsöfnuð fjárfestingarþörf
Páll telur mikilvægt að fram komi nýir fjárfestingarkostir
fyrir fagfjárfesta á borð við lífeyrissjóði. „Undanfarin ár
hafa þessir aðilar haft um ansi lítið að velja og við höfum
fundið fyrir miklum áhuga frá þeim að fá félög inn á
markað. Það er líka mikilvægt að vel til takist með þessa
skráningu vegna þess að eitt af því sem haldið hefur
aftur af fyrirtækjum varðandi skráningu er að aðilar hafa ekki viljað vera fyrstir á
markað.“
Páll telur mjög líklegt að fleiri fyrirtæki muni fylgja í fótspor Haga á næst-
unni og skrá sig á markað. „Ég tel líklegt að á fyrri hluta næsta árs, og jafnvel
fyrr, verði tilkynnt um fleiri skráningar. Hér er mikil uppsöfnuð þörf fjárfesta til
að fjárfesta í skráðum fjárfestingarkostum. Bara það fjármagn sem er inni á
reikningum hjá Seðlabankanum, um 180 milljarðar króna, er nærri því sama
fjárhæð og heildarfjárfesting innlendra aðila í skráðum hlutabréfum, sem er
rétt yfir 200 milljarðar króna.“
Óttast ekki markaðsmisnotkun
Embætti sérstaks saksóknara rannsakar mörg mál sem snúast um meinta
markaðsmisnotkun með hlutabréf á árunum fyrir bankahrun. Páll segir þá
gerninga eiga sér fá, ef nokkur fordæmi á erlendum hlutabréfamörkuðum
hvað varðar umfang og aðferðafræði. Hann óttast ekki að slíkt muni endur-
taka sig. „Það hafa nokkrir þættir breyst með afgerandi hætti frá hruni. Þar
ber fyrst að nefna breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki sem eiga að koma
í veg fyrir svona markaðsmisnotkun. Í öðru lagi eru fjárfestar mun meira á
tánum, sérstaklega þeir stærstu, en þeir voru áður. Í þriðja lagi hefur Fjármála-
eftirlitið verið stóreflt. Í fjórða lagi held ég að aðstæður á fjölmiðlamarkaði
séu allt aðrar. Það eru mun gagnrýnni fjölmiðlar en voru fyrir hrun. Umgjörð-
inni hefur því verið breytt til hins betra.“
HEFUR GRÍÐARLEGA MIKLA ÞÝÐINGU
BREYTT UMGJÖRÐ
Páll óttast ekki
markaðsmisnotkun
á borð við þá sem
talið er að hafi átt
sér stað fyrir hrun.
FRÉTTASKÝRING
Þórður Snær Júlíusson
thordur@frettabladid.is
HAGAR Félagið er
stærsti smásali lands-
ins og er með um
50% markaðshlutdeild
í matvöru á landinu
öllu. Almenningi mun
nú gefast kostur á að
eignast í Högum.