Fréttablaðið - 02.11.2011, Síða 32
2. NÓVEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR6
Nýmarkaðsríkin stóðu flest af sér hrun fjármálamarkaða. Brasilía og Rússland gengu þó í gegnum samdrátt á árinu 2009. Rússland tók snarpa
dýfu en er aftur komið á beinu brautina í efnahagsmálum. Varla sá nokkuð á vexti Kína og Indlands, en næstu ár er útlit fyrir að hagvöxtur
nýmarkaðsríkjanna verði að minnsta kosti tvöfalt meiri en á evrusvæðinu.
HAGVÖXTUR MILLI ÁRA SEM HLUTFALL AF VERGRI LANDSFRAMLEIÐSLU
Heimild: Alþjóðabankinn
2008 2009 2010 2011 (spá) 2012 (spá)
10
8
6
4
2
0
-2
-4
-6
-8
OECD
Evrusvæðið
Bandaríkin
Kína
Rússland
Brasilía
Indland
STÆRSTU HAGKERFI HEIMS MIÐAÐ VIÐ VERGA LANDSFRAMLEIÐSLU
ALÞJÓÐAEFNAHAGSMÁL
Þorgils Jónsson
thorgils@frettabladid.is
Fundur G20 ríkjanna svokölluðu,
stærstu efnahagsvelda heimsins,
sem hefst á morgun gæti markað
ákveðin tímamót í alþjóðlegu efna-
hagslífi.
Þar munu gömlu stórveldin í
Evrópu biðla til nýmarkaðsríkja,
til dæmis Kína og Indlands, um
að taka þátt í að styrkja vara-
sjóð evrusvæðisins, en til þess að
svo verði, munu nýmarkaðsríkin
án vafa krefjast þess að fá meiru
ráðið í fjármálastofnunum eins og
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Hjálpar þurfi
Nýgert samkomulag evruríkjanna
um lausn á skuldavanda svæðisins
felur í sér stofnun sjóðs þar sem
fjárfestingasjóðir, til dæmis í eigu
ríkja sem standa sterkari fótum,
geta lagt inn fjármuni sem síðar
má nota til að kaupa ríkisskulda-
bréf af fjárþurfi evruríkjum.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakk-
lands, hafði samband við Hu
Jintao hinn kínverska starfs-
bróður sinn strax í síðustu viku
og framkvæmdastjóri varasjóðs
Evrusvæðisins hélt til fundar við
væntanlega fjárfesta í Peking.
Evrópa treystir líka á aukinn inn-
flutning frá nýmarkaðsríkjunum
þar sem ört vaxandi millistétt gæti
orðið mikilvægur neytendahópur.
BRIC-ríkin á hraðri uppleið
Nýmarkaðsríkin svokölluðu eru
þau þróunarríki sem hafa vaxið
hvað hraðast á síðustu 10 til 20
árum. Þau hafa flest staðið af sér
storm fjármálahrunsins og eru
komin á fulla ferð á ný.
Fremst í flokki eru Kína og Ind-
land, eins og áður sagði, en líka
Rússland og Brasilía. Þessi ríki
hafa myndað með sér bandalag og
ganga jafnan undir nafninu BRIC-
ríkin.
Öll eru þau komin í hóp tíu
stærstu hagvelda heims og Kína
komst upp í annað sætið í fyrra.
Samkvæmt nýlegri úttekt PWC
mun Kína skáka Bandaríkjun-
um úr toppsætinu árið 2019 og
Indland kemst upp í annað sætið
fyrir miðja þessa öld ef fram fer
sem horfir.
Þar fyrir utan eru fleiri ríki sem
eiga það sammerkt að hafa búið
við sterkan hagvöxt í áraraðir, til
dæmis Suður-Afríka, Tyrkland og
Indónesía.
Á meðan glíma gömlu efna-
hagsveldin G7 eins og þau kölluð-
ust, við mikinn skuldavanda, en
ekki síðra áhyggjumál er stöðn-
unin og landlægt atvinnuleysi sem
draga úr krafti efnahagslífs innan
ríkjanna.
Vænta meiri áhrifa
Hingað til hafa BRIC-ríkin ekki
gefið of mikið út um fyrirætlanir
sínar, en Guardian vitnar í leiðara
í einu kínversku ríkisdagblaðanna
þar sem segir að þó Kína og hinum
nýmarkaðsríkjunum sé umhugað
um að lausn finnist á vandræðum
evrusvæðisins muni þau ekki vera
í hlutverki miskunnsama Samverj-
ans.
Nýmarkaðsríkin eru í sterkri
stöðu, til dæmis varðandi ágrein-
ing um gjaldeyrismál og munu
nær örugglega koma frá ráðstefn-
unni í sterkari stöðu og hafa meira
ákvörðunarvald í alþjóðamálum í
framtíðinni.
Valdahlutföll gætu
breyst á G20-fundi
Nýmarkaðsríkin gætu öðlast aukið vægi sitt á efnahagsmálum á heimsvísu á ráð-
stefnu G20 ríkjanna sem fer fram í Cannes í Frakklandi næstu tvo daga.
SARKOZY BÝÐUR TIL FUNDAR Fulltrúar helstu efnahagsvelda heims eru saman komnir
í Cannes á rástefnu G20 ríkjanna. Þar má búast við því að nýmarkaðsríki eins og Kína fái
aukið vægi á alþjóðavettvangi í skiptum fyrir að styrkja evrusvæðið. NORDICPHOTOS/AFP
Nýju efnahagsveldin hafa verið á hraðri uppleið síðustu ár. Kína komst upp í annað sæti yfir stærstu hagkerfi heims í fyrra og
mun að öllum líkindum skáka Bandaríkjunum úr toppsætinu innan áratugar ef fram fer sem horfir.
2007 2008 2009 2010 2011 (spá) 2012 (spá)
1 Bandaríkin Bandaríkin Bandaríkin Bandaríkin Bandaríkin Bandaríkin
2 Japan Japan Japan Kína Kína Kína
3 Kína Kína Kína Japan Japan Japan
4 Þýskaland Þýskaland Þýskaland Þýskaland Þýskaland Þýskaland
5 Bretland Frakkland Frakkland Frakkland Frakkland Frakkland
6 Frakkland Bretland Bretland Bretland Bretland Bretland
7 Ítalía Ítalía Ítalía Brasilía Brasilía Brasilía
8 Spánn Rússland Brasilía Ítalía Ítalía Ítalía
9 Kanada Spánn Spánn Indland Indland Indland
10 Brasilía Brasilía Indland Kanada Rússland Rússland
11 Rússland Kanada Kanada Rússland Kanada Kanada
12 Indland Indland Rússland Spánn Spánn Spánn
Heimild: Goldman Sachs
Ísland kemur ágætlega út í nýjustu
úttekt Alþjóðabankans um hægð
þess að eiga viðskipti hér á landi
og er í níunda sæti af 183.
Úttektin ber yfirskriftina
„Doing Business“ og tekur til
tíu þátta varðandi regluverk við-
skiptalífsins.
Helstu styrkleikar Íslands eru
aðgangur að raforku, þar sem
það er á toppnum, og framfylgni
á samningum þar sem það er í
þriðja sæti.
Ísland hefur jafnan verið
í sætum 10 til 15 og fór
hæst upp í tíunda sæti
í spá fyrir árið 2008 og
var í 13. sæti í fyrra.
Milli ára munar helst
um stórt stökk í flokkn-
um um vernd fjárfesta
þar sem Ísland fer úr 74.
sæti í það
46. Helsti
dragbít-
urinn er
flokk-
urinn um milliríkjaviðskipti þar
sem Ísland er í 81. sæti.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, segir í samtali við Mark-
aðinn að þessi niðurstaða komi
nokkuð á óvart.
„Þetta er kannski ekki hin
almenna upplifun og aðrir mæli-
kvarðar hafa verið lagðir á stöð-
una, til dæmis varðandi sam-
keppnishæfni, þar sem við höfum
ekki verið að skora svona
hátt. En það er ekki verra
að vera hátt á listum. Við
þurfum á því að halda að
erlendir aðilar hafi trú á
okkur, vilji fjárfesta hér
á landi og lána okkur pen-
inga.“
Úttekt Alþjóðabankans á viðskiptaumhverfi 183ja landa:
Ísland í níunda sæti
VILHJÁLMUR
EGILSSON
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir bagalegt
að ekki hafi tekist að gera upp við
fortíðina og bankahrunið. Fyrir
vikið fari þekking fjölda sér-
hæfðs starfsfólks í alþjóðlegum
bankaviðskiptum til spillis.
Hörður hélt erindi á formanna-
fundi ASÍ í síðustu viku. Hann
sagði að þótt menn vildu ekki oft
státa sig af reynslu í alþjóðlegri
bankastarfsemi, þá væri hún
mikilvæg. Ekki mætti gleyma því
að menn lærðu af mistökum og
byggja þyrfti upp alþjóðlega fjár-
málastarfsemi hér á landi og nýta
reynslu af fjármögnun.
Þar sem ekki hefði tekist að
gera upp fortíðina væru fleiri
hundruð manns sem tengdust
rannsóknum á málum gömlu
bankanna ónothæf. „Vissulega
eru einhverjir sekir, en ég hef trú
á því að það sé í raun og veru lítill
hópur. Það er synd að við höfum
ekki aðgang að þessu fólki til að
hjálpa okkur við að vinna út úr
þeim verkefnum sem við erum
með í dag.“
Hörður segir að vissulega sé
mikilvægt að gera fortíðina upp,
en henni verði því miður ekki
breytt.
Ástæðu þess að alþjóðleg
fyrir tæki hafa flutt, eða eru
við að flytja höfuðstöðvar sínar
úr landi, sé ekki síst sú að hér á
landi vanti alþjóðlega bankastarf-
semi. Þegar á bjáti verndi bankar
sín fyrirtæki, það er fyrirtæki í
þeirra landi. Mörg fyrirtæki sem
séu á leið úr landi séu að flýja í
skjól alþjóðlegra banka.
- kóp
Forstjóri Landsvirkjunar um mannauð í viðskiptalífinu eftir hrun:
Verðum að nýta
reynslu af bönkum
HÖRÐUR ARNARSON Forstjóri Landsvirkjunar segir bagalegt að ekki hafi verið hægt að
gera upp fortíðina og bankahrunið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ekki er búist við neinum beinum
aðgerðum af hálfu Seðlabanka
Bandaríkjanna vegna skulda-
vanda evruríkjanna.
Forsvarsmenn seðlabankans
hafa fundað síðan í gær um hugs-
anlegar afleiðingar evrukrísunn-
ar en sérfræðingar telja líklegt
að ekkert verð að gert í bili.
Seðlabankinn hafi þegar ákveðið
að halda stýrivöxtum lágum fram
á mitt ár 2013 hið minnsta og vilji
ekki eyða kröftum sínum í frekari
aðgerðir án þess að nauðsyn krefji.
Seðlabanki Bandaríkjanna fundar um evrukrísuna:
Vilja bíða og sjá til